Æfingaleikur 2 – Palace í Singapore: 2-0 sigur

Æfingatímabilið heldur áfram, núna er það seinni leikurinn í Asíuferðinni, hann fer fram í Singapore gegn Crystal Palace og stillir Klopp upp nokkuð sterkara byrjunarliði en í United leiknum

Liverpool: 

Adrian

Milner –  Konate – Matip – Tsimikas

Henderson

Jones – Oxlade-Chamberlain

Elliott- Firmino- Diaz

Elliott er áfram á hægri vængnum en Ox á miðjunni, áhugavert í ljósi þess að þetta var frekar öfugt á síðsta tímabili. Annað segir sig nokkuð sjálft.

Bekkur: Mrozek, Davies, Fabinho, Van Dijk, Thiago, Keita, Salah, Robertson, Nunez, Carvalho, Bajcetic, Williams, Phillips, Clark, Mabaya, Clarkson, Alexander-Arnold, Van den Berg, Norris, Morton, Chambers.

Diogo Jota er frá vegna meiðsla og verður líklega áfram út æfingatímabilið skv. fréttum dagsins þess efnis að bakslag kom í þau meiðsli sem hann varð fyrir undir lok síðasta tímabils. Alisson er einnig frá í dag en það ku vera minniháttar. Kelleher er eins meiddur og ekki með í Asíu, þess vegna er Adrian að byrja í markinu.

Fyrri hálfleikur fór 1-0 með marki frá Henderson eftir góðan undirbúning hjá Harvey Elliott. Ágætis leikur hjá Liverpool en stóri mínusinn var að Ox fór útaf meiddur undir lokin fyrir Clarkson. Líklega farin aftan í læri og þá frá í nokkrar vikur, blessaður karlinn, þetta bara ætlar aldrei að ganga upp hjá honum.

Byrjunarliðið í seinni hálfleik var svona, 11 skiptingar eins og búist var við

Davies

Alexander-Arnold – Van den Berg – Van Dijk – Robertson

Thiago – Fabinho – Keita

Salah –  Nunez –  Carvalho.

Seinni hálfleikur byrjaði með látu, Salah skoraði stra á fyrstu mínútu eftir verulega vona markmannstilburði Guita í marki Palace. 2-0

Klopp gerði svo miklar breytingar aftur á liðinu á 77.mínútu og setti ungu pjakkana inná. Liðið í lokin var svona:

Mrozek

Mabaya – Phillips –  Williams – Chambers

Bajcetic – Morton

Salah – Carvalho -Clark

Norris.

Ekki fleiri mörk og Liverpool Standard Chartered Singapore Bikarmeistarar hvorki meira né minna.

Þetta var annars æfing sem ber að taka jafn “alvarlega” og fyrsta leikinn gegn United. Líklega förum við að sjá meiri rythma í næstu æfingaleikjum sem verða í Þýskalandi og Austurríki þar sem liðið er að fara í meira hefðbundnar og vel strangar Klopp æfingabúðir.

19 Comments

  1. Jæja, hvað sagði ég ekki um Ox? Þetta er búið hjá honum. Líkaminn getur ekki meira.

    • Ox er nú bara eins og aðrir leikmenn LFC, að koma sér aftur í leikform. Ég hef fulla trú á honum, hann er frábær leikmaður sem ég vona að haldi sér heilum næstu leiktíð.

      2
      • Ox var að mestum hluta heill síðasta tímabil.

        Þegar lítið var um meiðsli í komst Ox ekki í hóp. En gott að þú hafir enn trú á honum.

        3
    • Ættu að vera löngu búnir að losa Ox af launaskrá þetta er komið gott.

      4
      • Hefur aldrei gefist tækifæri til þess, Covid hjálpaði ekki né sú staðreynd að hann er ALLTAF meiddur. Það eru svosem öll lið með einhverja svona leikmenn. Ox er´ann því miður hjá Liverpool.

        1
      • Klopp veit sem betur fer meira en við varðandi Ox. Ég hef trú á honum og vonandi verður hann heill þetta tímabil. Hann var magnaður fyrir okkur áður en hann meiddist gegn Roma.

        1
  2. Ég gat ekki betur séð en Elliot væri að spila á hægri vængnum og Diaz á þeim vinstri.
    En hlakka til að sjá Nunez, Salah og Carvalho í seinni

    1
  3. Núnezinn minnti óþyrmilega á A. Carrol.

    Líst ekki á blikuna.

    • Þá annað hvort ertu búinn að gleyma Carroll eða sást ekki Nunez 😉 Nunez var mjög hreyfanlegur bæði til hægri og vinstri og fljótur að tengjast með í pressunni. Það að hann sé ekki búinn að mynda djúp tengsl við leikkerfið og leikmennina eftir ca. 50-60 mínútur á vellinum er ekki skrítið.

      Þannig að ég held við getum verið róleg yfir þessu — vona samt að hann komi boltanum í netið fljótlega því hann er klárlega stressaður yfir því að komast á blað.

      7
      • Gleymum ekki að bæði Robertson og Fabinho fengu (og þurftu!) a.m.k. hálft ár til að aðlagast liðinu, leikkerfinu og bara aðstæðum almennt.

        5
      • Sælir félagar.
        Bjóst við einhverju frá Nunez sem hefur ekkert getað hingað til. Hann hefur svo sem út undirbúningstímabilið að sýna sig.
        YNWA

        2
      • Nunez er í það minnsta mjög ólíkur þessum leikmönnum sem hingað til hafa valist í liðið. Það sést best þegar Klopp knúsar þá í leikslok – að þeir ná honum vart upp í bringu.

        Eðlilega hafa þeir séð að þeir þyrftu eitthvað annað og meira til að geta skorað í þessum úrslitaleikjum en mér sýnist hann eiga langt í land með að ná upp í þær kröfur sem við hljótum að gera til hans. Það verður snúið fyrir hann að falla inn í leikstílinn og liðið allt að aðlagast nýjum háttum með hávaxna níu fremsta á velli.

        Þangað til, þá minnir hann mig á Andy Carrol – en við svartsýnisrausarar búum við þau forréttindi að geta glaðst ef við höfum rangt fyrir okkur..!

  4. Aumingja Clarkson, hlytur að hafa sett einhvers konar met í að spila stuttan leiktíma. 2 mín inn á vellinum og tekinn útaf, ætli hann hafi náð að snerta boltann?

    1
  5. Off topic hérna.
    En Palace var að keppa á móti okkur í Singapore í gær en var núna í morgun að keppa við Ipswich í London. Er það ekki svolítið klikkað?

    1
    • Var ekki helmingurinn af leikmönnum þeirra eftir heima út af spraututregðu eða eitthvað svoleiðis.

      1
  6. Allt að gerast!
    Glasgow Rangers eru búnir að kaupa Ben Davies og Rhys Williams lánaður til Blackpool.

    1

Hvaða valkosti hefur Klopp?

Gullkastið – Korter í mót