Gomez áfram en Neco farinn.

Joe Gomez var í dag að skrifa undir lengri samning við Liverpool(ekki búið að staðfesta hversu langan). Þetta eru góðar fréttir enda Gomez flottur fjórði kostur í miðverðinum og getur leyst af hægri bakvörð líka. Það gleymist oft hversu ungur hann er en hann er aðeins 25 ára og var oftar en ekki í hjarta varnarinnar með Van Dijk þegar við urðum meistara árið 2020. Joe hefur spilað 142 leiki fyrir Liverpool og þar af 87 í deild en þeir hefðu líklega orðið miklu fleiri ef hann hefði ekki meiðst illa á sínum tíma.
Slúðrið segir að Liverpool séu líka að ræða við Jota og Keita um að lengja þeirra dvöl hjá okkur.

Neco Williams er að fara frá Liverpool til Notthingham Forest á 17 m punda.
Það var ljóst að Neco væri ekki að fara að slá út Trent á næstunni(aldrei réttara sagt) og honum langaði í fleiri leiki. Liverpool fjárfesti í öðrum ungum hægri bakverði í sumar honum Calvin Ramsey 18 ára frá Aberdeen og var því nokkuð ljóst að Neco væri líklega á förum frá liðinu.
Neco er 21 árs og var búinn að vera hjá Liverpool síðan að hann var að spila fyrir undir 9 ára liðið hjá okkur.
Neco spilaði 33 leiki fyrir Liverpool á ferlinum þar af 13 í deild. Hann var á síðustu leiktíð lánaður til Fulham í championship og stóð sig vel og voru Fulham líka að reyna að fá hann til sín.
Við óskum honum góðs gengið en að fá 17m punda fyrir leikmann sem væri líklega ekki að fara að spila mikið er vel gert hjá Liverpool.

9 Comments

 1. Virkilega jákvætt að Gomez sé búinn að skrifa undir enda flottur leikmaður sem getur vel bætt sinn leik og orðið betri.
  Van Dijk, Matip, Konate og Gomez ásamt efnilegum Van Den Berg á að vera nóg fyrir okkur.
  hljótum að selja Rhys Williams, hetjuna Nat Phillips og þann sem fáir hafa séð Ben Davies.

  4
 2. Kemur mér á óvart. Vildi sjá van den Berg fá meiri spilatíma á komandi tímabili. Vonandi að Gomez rífi sig í gang á tímabilinu og verði vottur af þeim leikmanni sem hann var 2019, þá getur hann vel verið fjórði kostur í miðvörð.
  YNWA

  4
 3. Maður efast aldrei um gæði Gomez maður efast aftur á móti um líkamlegt stand hans á tímabilum ég vona svo innilega að hann haldi sér heilum og komi inn og tækli það sem þurfi þegar við þurfum á honum að halda.
  Either way þá finnst mér betra að vita af Gomez í liðinu heldur en ekki hann er 25 ára og gerði 5 ára samning núna hef ekkert út á það að setja.

  10
 4. Sælir félagar

  Hvað Gomes varðar þá eru gæði hans ótvíræð sem leikmanns. Hann sýndi það um árið (2019-20?) þegar hann spilaði nokkuð marga leiki í röð og stóð sig frábærlega. Hann hefur liíka mikinn hraða og enginn framherji í deildinni stingur hann af. Meiðslasaga hans er hinsvegar legio en líklegt er að Klopp og félagar telji henni að mestu lokið fyrst þeir gera við hann 5 ára samning. Hitt er svo auðvitað að hann getur meiðst aftur eins og allir leikmenn geta lent í þó það sé ekki hálfu tímabilin. Neco ber að þakka hans framlag á erfiðum tíma og gangi honum sem bezt á nýjum stað.

  Það er nú þannig

  YNWA

  11
  • Algerlega sammála þér Sigkarl í einu og öllu er varða Gomes og hef litlu við að bæta, nema kanski að Gomes var líka byrjunarliðs maður í Enska landsliðinu fyrir síðustu meiðsli og ef hann kemst à sama flug aftur þá getur hann veitt hvaða leikmanni samkeppni þar sem hann hefur aldurinn líka með sér.

   YNWA.

   7
   • Sammála. Ég man þá tíð þegar Jói var næstbesti miðvörðurinn okkar.
    Það verður mun auðveldara fyrir hann að verða starter fyrir ljónin en fyrir okkar menn.
    Spennandi tímar framundan, við ætlum að gera enn betur næsta vetur en þann síðasta.

    3
   • @Hjalti.

    Joe Gomez er besti varnarmaður sem Phil Neville getur fengið í enska landsliðið. Með yfirburðum. Spurning hinsvegar hversu gaman honum þætti að spila hinn ofurvarfærna og þrautleiðinlega liggjum-í-vörn-og-vonum-það-besta leikstíl Nevilles.

    Að horfa á enska landsliðið minnir mig á hörmungartímana með Hodges (aldrei aftur, aldrei aftur, plís).

    4
 5. Gomez er frábær leikmaður. En LFC eru með 4 frábæra miðverði — og miðað við hvernig Matip spilaði síðasta tímabil er erfitt að segja hver þeirra eru bestur…

  Þar sem ég hef engan áhuga á landsliðsfótbolta og þar af leiðandi engan áhuga á enska landsliðinu, vona ég að Gomez komist ekki aftur í það. Sérstaklega vegna þess að hann er eini sénsinn til að Southgate geti spilað TAA. Miðvarðarsleðarnir sem eru þar núna eru svo hægir að þeir geta ekki spilað með sókndjörfum bakvörðum.

  England mun falla út í 16 liða úrslitum HM, komist þeir svo langt.

  3

Hverjir þurfa að sanna sig í sumar?

Lánabækur Liverpool