Dagur 1

Í dag er þjóðhátíðardagur bandaríkjanna og því ætlum við ekki að fagna neitt sérstaklega hér en það sem við ætlum að fagna er að það fer að styttast í næsta tímabil og í dag mættu 19 Liverpool leikmenn aftur til baka á æfingasvæðið en þetta eru þeir Adrian, Carvalho, Davies, Diaz, Elliott, Firmino, Gomez, Henderson, Kelleher, Konate, Matip, Milner, Oxlade-Chamberlain, Phillips, Ramsay, Thiago, N. Williams, R. Williams og Van den Berg en restin mun koma síðar í vikunni en það eru þeir leikmenn sem spiluðu landsleiki eftir að tímabilið kláraðist og fá því nokkra auka daga.
Með þessum köppum verða nokkrir leikmenn úr unglingaliðinu en Pep Lijnders mætti í síðustu viku til að fylgjast með þeim og ætlaði að velja nokkra til að æfa með aðaliðinu.

Æfingarleikir hjá Liverpool
12.Júlí Man utd í Thaílandi
15.júlí C.Palace í Singapore
21.Júlí Leipzig í þýskalandi
27.júlí Salzburg í Austuríki
30.Júlí Man City King Power(Leicester heimavöllur) góðgerðaskjöldurinn
31.júlí Strasbourg á Anfield

Svo byrjar deildin gegn Fulham úti 6.ágúst

Ein athugasemd

  1. Gaman að sjá að City vs Liverpool verður ekki á Wembley útaf EM kvenn.

    4

Carvalho formlega tilkynntur – og tekur treyju nr. 28

Gullkastið – Salah skrifar undir nýjan samning