Salah framlengir (Staðfest!)

Lengstu sápuóperu síðari tíma (Leiðarljós og Nágrannar meðtalin) lauk núna í dag þegar Mohamed Salah skrifaði undir nýjan samning við Liverpool. Samningurinn gildir í 3 ár, eða til loka tímabilsins 2025, og flestir miðlar talar um að samningurinn tryggi Salah 350.000 pund á viku í laun. Það gerir hann að launahæsta leikmanni í sögu félagsins.

Það stefnir því í að Salah verði leikmaður Liverpool í 8 tímabil samtals, í dag er hann í 81. sæti yfir leikjahæstu leikmenn í sögu félagsins en gæti klifrað upp í topp 30 ef hann sleppur við meiðsli á þessum 3 árum. Jafnframt má eiga von á því að hann haldi áfram að klifra upp listann yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins, í dag er hann í 9. sæti, hann vantar aðeins 2 mörk til að jafna Michael Owen í 8. sæti, og ef hann heldur svipuðum dampi næstu 3 ár eins og síðustu 5 er ekki loku fyrir það skotið að Salah komist upp í 3ja sæti. Ian Rush og Roger Hunt væru þá e.t.v. þeir einu sem ættu fleiri mörk en Salah. Ef niðurstaðan verður eitthvað í þessa áttina er klárt mál að Mohamed Salah verði minnst sem eins mesta og besta leikmanns í sögu Liverpool.

Það var alltaf ljóst að Salah vildi halda áfram að spila fyrir Liverpool, enda veit hann sem er að betra umhverfi og stjóra fær hann hvergi í veröldinni.

Við fögnum þessum tíðindum að sjálfsögðu!

12 Comments

 1. Veisla ekkert flóknara en það!
  Væri gaman að heyra í mönnum hvaða byrjunar uppstillingu menn væru til í að sjá í fyrsta leik EPL !

  4
  • Allison
   Trent – Konaté – Virgil – Robertson
   Fabinho
   Thiago – Hendo
   Salah Nunez Diaz

   Ef Nunez er ekki “tilbúinn” eins og oft er um nýja leikmenn hjá Klopp þá eigum við Bobby og Elliott þarna í holuna. En Diaz var reyndar klár í slaginn strax og mér segir hugur um að Nunez sé ekkert ósvipaður. Hvað um það þá er þetta gríðarlega sterkt lið sem er líklegt til afreka.

   2
 2. Þetta er frábært. Eitthvað segir mér að það að Mane sé farinn hafi auðveldað þetta. Hefur á stundum verið skrítin kemistría á milli þeirra.

  4
  • Gefur auga leið. Báðir börðust um að vera kóngur Afríku. Núningurinn milli þeirra snerist örugglega að miklu leyti um það, og þrýstinginn frá heimaslóðunum, frekar heldur en nákvæmlega hvort þeir voru “vinir” eða ekki.

   2
   • Mér fannst samt verða helvíti snöggt um minn mann, Mané, og þetta kom einhvern veginn alveg úr heiðskíru lofti að hann væri að fara til Bayern. Sem segir okkur líklega að það hefur allur fjárinn verið í gangi á bakvið tjöldin á Anfield síðustu mánuði.

    6
   • Það hljómar líklega, mann grunar að það hafi pirrað Mané hve mikil umræða var um samningsmál Salah undanfarna mánuði á meðan engin umræða var um samningsmál Mané þótt báðir ættu jafnlangt eftir af samningum, svolítið eins og Mané væri ekki til og það skipti engu máli hvort hann væri eða færi en að öllu máli skipti að halda Salah.

    Að því sögðu held ég að liðið spjari sig vel án Mané þótt hann sé mikill missir. Maður kemur í manns stað, Diaz hefur byrjað frábærlega og væntingar til Nunez eru miklar.

    7
 3. Stórfenglegt, brjálað, ómótstæðilegt, algjörlega mettað..

  2
 4. Sælir félagar

  Ég er að mörgu leyti mjög sáttur við þetta og vona að samningur Salah brjóti ekki launastúkturinn hjá klúbbnum. Ef rétt er þá eru þetta gífurleg laun eða nálgast 57 millur íslenskar á viku. Ég er nokkuð viss um að Mo var ekki að kafna í skuldum og ómegð fyrir svo þetta virðist hafa verið einshverskonar “prinsipp” mál hjá honum að komast sem hæst í launastiganum. Mér sýnist að ef þetta sé rétt þá er hann lang – launahæsti leikmaður liðsins hvað sem svo verður hjá þeim leikmönnum sem fara að losna á samningum.

  Nú er bara að vona að hann sýni á vellinum að þetta sé það sem hann á skilið en það vantaði töluvert uppá það seinni hluta síðasta tímabils. Hann ætti að vera óþreyttur í vetur enda ekki í “heinstrakeppninni” um mitt tímabil og hvílist þá vel fyrir seinni hluta átakanna við hin “stórliðin” sem eru öll að styrkja sig gríðarlega. M. City, Tottenham, Arsenal og Chelsea eru öll að bæta mjög miklu við leikmannahópinn hjá sér. Önnur lið eru að sprikla eitthvað en þau teljast nú ekki til “stórliðanna”.

  Það er nú þannig

  YNWA

  7
 5. Ég held að þetta sé bara nokkuð góð lausn. Hann er jú launahæstur hjá LFC en megum ekki gleyma að hann er í topp 5 af bestu leikmönnum heims í dag..

  Þannig að mér finnst hann hafi gert vel þar sem hann hefði svo sannarlega geta keyrt niður samninginn og fengið himinhá laun eftir það. Þó hann sé 30 að þá held ég að hann eigi alveg þessi 3 mjög góð ár eftir.

  Liverpool sparaði sér líka það að kaupa replacement. Það hefði ekki verið ódýrt eins og sást á kaupunum á Darwin. Höfum þá 3 ár að láta Kaide Gordon verða hans replacement 🙂

  3
 6. Algjörlega frábær tíðindi. Við höldum okkur ekki á toppnum nema að gera svona samninga.

  Svo einfalt er það.

  4

Hvað er að gerast á leikmannamarkaðnum?

Carvalho formlega tilkynntur – og tekur treyju nr. 28