Mané og Minamino að fara, hverjir næst?

Hverjir fylla skarðið?

Það eru þó nokkrar breytingar að verða á Liverpool liðinu í sumar og eftir kaupin á Darwin Nunez og Calvin Ramsey er líklega komið að því að tilkynnt verði formlega um brottför nokkurra leikmanna. Hverjir eru að fara eða líklegir til þess og hvaða leikmenn fylla þeirra skarð? Bæði nýjir leikmenn og þeir sem eru fyrir á mála hjá Liverpool?

Sadio Mané – Stærsta nafnið til að yfirgefa Liverpool undir stjórn Klopp og alvöru verkefni að fylla hans skarð. Luis Diaz og Darwin Nunez hafa komið til Liverpool frá því síðasta tímabil hófst í ágúst 2021. Svo lengi sem enginn af hinum stórstjörnum sóknarlínunnar kveður í sumar er það meira en ásættanleg skipti og mjög spennandi þróun á Liverpool liðinu. Liverpool fær frekar 22-24 ára stráka eins og Diaz og Nunez og semur við þá í 5-6 ár í stað þess að borga Mané svipað mikið og þeir fá samanlagt í grunlaun til að halda honum hjá Liverpool þar til hann verður 33-35 ára.

Minamino – Hann spilaði 179 mínútur í deildinni í tíu leikjum á síðasta tímabili, Liverpool einfaldlega treysti honum ekki þó hann hafi vissulega fengið sénsa í bikarleikjum og gripið þá mjög vel. Auðvitað var hann í bullandi samkeppni við frábæra leikmenn en það komu alveg tímar þar sem hópurinn var þunnur og mikið álag og Minamino samt ekki einu sinni í hóp.

Mónakó er sagt vera kaupa hann fyrir €15m + €3m klásúlur sem er líklega undirverð fyrir leikmann í þessum gæðaflokki en meira en sanngjarnt fyrir leikmann sem Liverpool treysti ekki og keypti á meira en helmingi lægra verði. Hvað deildarleiki varðar skilur hann lítið sem ekkert skarð eftir sig

Divock Origi – Ef að Minamino skipti litlu þá fékk Origi ennþá minna traust, hann spilaði 127 mínútur í deildinni, allar sem varamaður en skoraði reyndar þrjú mörk. Origi er að fara frítt til AC Milan og líkur þar með einum furðulegasta ferli nokkurs leikmanns Liverpool.

Hann hefur aldrei fengið sénsinn almennilega í framlínu Liverpool, þegar hann virtist ætla að fá sæti í liðinu meiddist hann og sást ekki aftur svo vikum og mánuðum skipti. Mögulega er Origi samt sýnishorn af því hvað alvöru nía getur gert í framlínu Liverpool? Hann hefur sannarlega skorað helling af mörkum þrátt fyrir að passa illa við hugmyndafræði Klopp.

Heilt yfir var Origi mjög pirrandi leikmaður hjá Liverpool, hann er miklu betri en þetta hlutverk sem hann hefur fengið og það skrifast fyrst og síðast á hann sjálfan. Virðist vanta svona S-Ameríska geðveiki í hann og sigurvilja. Það vantaði ekkert upp á hæfileikana.

En eins pirrandi og hann hefur verið á köflum þá væru Liverpol ekki Evrópumeistarar 2019 án hans, fyrir utan öll fáránlega mörgu risa augnablikin sem hann hefur átt hjá Liverpool. Bill Kenwright teygaði kampavínsflösku í einum sopa þegar það var ljóst að Liverpool ætlaði ekki að endursemja við Origi.

Nat Phillips – Vonandi er Liverpool að semja við Joe Gomez um að framlengja samningi sínum hjá Liverpool eins og fréttir undanfarið herma. Eins var eitthvað slúðrað um að mögulega yrði ekki látið Phillips fara. Til að svo megi vera er verið að lofa honum stærra hlutverki því að hann getur ekki farið aftur í hlutverk 5-6 valkosts. Þetta er leikmaður í Premier League gæðaflokki, bara ekki alveg Liverpool. Hann spilaði sig inn í byrjunarlið Bornemouth eftir áramót, liði sem fór upp um deild og eðlilegast væri að hann færi aftur til þeirra.

Alex Oxlade-Chamberlain – Framtíð Ox gæti ráðið miklu um það hvort Liverpool geri eitthvað frekar á leikmannamarkaðnum í sumar. Eins og staðan er núna er slúðrað um að hann verði eitt ár til viðbótar hjá Liverpool, lokaárið hans á samningi en ef maður hugsar þetta rökrétt getur það bara ekki staðist. Hann var lítið sem ekkert meiddur á síðasta tímabili og kom við sögu í 17 leikjum, mest í janúar þegar Salah, Mané og Keita voru í burtu og Diaz ekki komin til Liverpool. Hann byrjaði gegn Norwich í febrúar, var á bekknum nokkra leiki í kjölfarið en komst svo ekki í hóp síðustu 6-7 vikur tímabilsins. Hann er 29 ára, hefur verið meiddur meira og minna allan sinn feril og er aldrei að fara festa sig í sessi sem leikmaður Liverpool úr þessu. Hann náði því einu sinni í 7-9 vikur (fyrir fjórum árum).

Hann þarf að fara annað til að fá traust og spilatíma en Liverpool þarf líka að losna við hann. Það vantar ekkert upp á fjölda miðjumanna hjá Liverpool, svosem ekki gæðin heldur. Það vantar fleiri trausta miðjumenn og Ox er og hefur lengi verið veikasti hlekkurinn. Sem sóknartengiliður eru Carvalho, Elliott og Jones líklega allir komnir framúr honum og þurfa það pláss sem hann tekur í hópnum.

Ef að hann fer er líklegra að Liverpool fari í meiri bráðabirgðarlausn heldur en Bellingham level leikmannakaup. Marco Asensio frá Real Madríd hefur sem dæmi við orðaður við Liverpool í þessari viku, Gini Wijnaldum til baka á láni hefur líka verið í umræðunni. Bæði eitthvað sem ég hef enga trú á en einhver þannig kaup, sambærilegt því þegar Shaqiri sem dæmi var fengin, leikmaður sem aldrei hugsaður sem fyrsti kostur. Ef að Ox fer ekki verður hópurinn líklega óbreyttur.

Neco Williams – Það virðast nokkur lið hafa áhuga á að fá Neco Williams og hann er kominn með reynslu til að takast á við Úrvalsdeildarbolta. Conor Bradley er farin til Bolton á láni þannig að ef Neco fer er ljóst að Calvin Ramsey er ungi og efnilegi hægri bakvörðurinn næsta vetur.

Aðrir

Loris Karius er loksins farinn frá Liverpool, Ben Davies fer líklega í sumar (ef hann er þá til í alvörunni), miðvörður sem komst ekki í Liverpool liðið þó að bókstaflega allir miðverðir félagsins væru meiddir. Grujic er formlega farin til Porto, Woodburn og Ojo eru ekki lengur á mála hjá Liverpool.

Þetta eru slatti af leikmönnum sem fæstir skipta einhverju alvöru máli fyrir utan Sadio Mané. Þeir skapa hinsvegar pláss í leikmannahópnum sem ég hugsa að Liverpool reyni að fylla með leikmönnum sem eru nú þegar á mála hjá Liverpool. Hvaða leikmenn gætum við verið að vanmeta í aðdraganda næsta tímabils, eru ekki nokkrir sem komu við sögu í fyrra sem gera kröfu á stærra hlutverk næsta vetur?

Hverjir koma í staðin?

Fabio Carvalho – Líklega erum við að vanmeta all hressilega hversu góður þessi leikmaður er og hversu mikið hann kemur til með að spila í vetur. Hann spilaði 35 leiki í deild hjá Fulham aðeins 19 ára og var frábær mest allt tímabilið. Þetta eru tæplega 3.000 mínútur bara í deildarleikjum og hann er ekki að fara sætta sig mjög lengi við að spila bara brotabrot af því og líklega er honum ætlað stærra hlutverk en margir átta sig á.

Hann er miklu meira ógnandi en núverandi miðjumenn Liverpool og góður í pressuvörn. Hann er aðeins tvítugur og ekki nálægt sínu þaki sem leikmaður sem er verulega spennandi nú þegar hann er kominn til Jurgen Klopp. Mögulega sjáum við lítið af honum fyrstu 3-4 mánuðina en eftir það gæti hann vel ógnað stöðu einhvers af lykilmönnum liðsins. Áhugavert líka við hann að hjá Fulham spilaði hann fyrir aftan stóra og öfluga níu í Mirtovic. Darwin Nunez er klárlega turbo útgáfa af honum sem nía.

Harvey Elliott –  Elliott kom inná undir restina á opnunarleiknum í fyrra og byrjaði svo næstu þrjá leiki þar á eftir, þá 18 ára. Thiago, Henderson, Keita, Jones og Ox voru allir tiltækir á bekknum í mismunandi leikjum, þ.á.m. gegn Chelsea á útivelli. Elliott fór svo beint í byrjunarliðið eftir að hann kom úr meiðslum en var augljóslega ekki í sama standi. Þetta miklu frekar en hvernig hann datt úr hóp í lok tímabils ætti að gefa til kynna að honum er ætlað alvöru hlutverk hjá Liverpool. Hann er ekki að fara spila 35-38 deildarleiki aðeins 19 ára en sleppi hann við morðtilræði á vellinum ætti hann klárlega að ná miklu fleiri mínútum en þeim tæplega 400 sem hann spilaði síðasta vetur.  Hann spilaði þessa leiki sem miðjumaður og m.v. leikmannakaup Liverpool í sumar er hann líklega hugsaður sem slíkur.

Curtis Jones – Hann var óstöðugur á síðasta tímabili, inn og út úr hópnum en kom samt við sögu í 15 deildarleikjum og 23 leikjum alls. Þetta er fullkomlega eðlilegt fyrir tvítugan strák og ljóst að félagið hefur trú á honum. Núna er stóra spurningin hvort hann taki næsta skref. Ef að Klopp hefur trú á að hann geri það gæti það alveg verið svarið jafnvel þó að Ox fari í sumar. Ekki þessi bráðabirgðalausn sem komið var inná áðan heldur meira traust á uppalinn heimamann eins og Jones. Hann er stundum dæmdur eins og hann sé ungur og efnilegur a la Jessie Lingard (28 ára), ekki í alvörunni ennþá ungur og mjög efnilegur tvítugur strákur.

Calvin Ramsey – Er hann líklegri til að eigna sér hlutverk varamanns Trent Alexander-Arnold en Neco Williams og Conor Bradley voru? Undanfarin ár hefur Klopp frekar leitað til Joe Gomez eða James Milner í fjarveru Trent.

Ramsey spilaði 18 ára 33 leiki í fyrra, þar af sex Evrópuleiki og var valin efnilegasti leikmaður skosku deildarinnar. Hann fær vægast sagt spennandi meðmæli. Ég hef trú á að hann fái fljótlega mínútur í hægri bakverði og þar með tækifæri til að eigna sér þetta hlutverk framfyrir Gomez og Milner.

Naby Keita – Liverpool á Keita ennþá töluvert inni, hann spilaði bara 1/3 af mínútufjölda síðasta tímabils og haldist hann heill gæti þeim fjölgað á kostnað Henderson sérstaklega (32 ára) og auðvitað Thiago sem er á meiðslalista ca. 40% af hverju tímabili (eins og Keita).

Joe Gomez – Hann fékk síðsta tímabil til að ná sér af meiðslum og leið svo fyrir það að Liverpool var ekki í nálægt því í sömu meiðslavandræðum og árið áður. Ef að hann er að ná sér eru allar líkur á að Klopp finni miklu stærra hlutverk fyrir hann næsta vetur en rúmlega 300 mínútur í deildarleikjum. Hann er t.a.m. ekki í landsliði öfugt við Van Dijk og Konaté.

Ný nöfn – Hverjir gætu komið sér á kortið á undirbúningstímabilinu?

Kadie Gordon – Brottför Origi og Minamino er nauðsynleg fyrir stráka eins og Kadie Gordon, hann kom til Liverpool sem svipað efni og Harvey Elliott og sýndi afhverju í þeim leikjum sem hann hefur komið við sögu í hjá Liverpool. Hann verður 18 ára á þessu ári og kemur til með að gera kröfu á meira en 160 mínútur af aðalliðsmínútum eins og hann fékk í fyrra.

Sepp van der Berg – Það er erfitt að sjá hann brjóta sér leið inn í myndina hjá Klopp en á móti kom hann ekki fyrir svo löngu síðan sem eitt mesta efnið í sinni stöðu í heiminum og hefur núna spilað heilt tímabil í Championship deildinni. Mögulega of góður samt fyrir hlutverk 5-6 í miðverði.

Tyler Morton – Aðstæður voru að einhverju leiti með Morton í liði en hann kom við sögu í sjö leikjum á síðsta tímabili. Líklega er hann ekki partur af framtíðarplönum Klopp en á meðan ekki er keyptur miðjumaður (annar en Jay Spearing) er hann einn af fáum varnartengiliðum í hónum. Hann fer örugglega með til Asíu og Austurríkis í sumar.

Fyrir utan þessa sem við höfum aðeins fengið að sjá eru líka mikil efni í akademíunni sem gætu farið að banka meira, Billy Koumetio sonur Van Dijk og Konate er orðin tvítugur, Frauendorf, Musialowski og Balagizi eru 18-19 ára og hafa allir á einhverju stigi verið talaðir gríðarlega upp. Harvey Blair hefur spilað fyrir aðalliðið og boltasækirinn Okley Cannonier er orðin 18 ára og skorar helling af mörkum í yngri flokkum.

Ef einn af þessum nær í gegn er það stórmál, flestir af þessum strákum hafa hæfileikana en vantar mögulega heppni og/eða vilja til að ná alla leið. Trent Alexander-Arnold fékk sénsinn 18 ára vegna þess að Clyne meiddist út tímabilið og Joe Gomez var hans varamaður. Hvenær hefði hann komið inn annars? Líklega hafa sjaldan verið eins margir rosalega efnilegir verið í akademíu Liverpool áður, strákar sem ættu nokkrir að eiga mjög góðan feril sem atvinnumenn. En á sama tíma hefur Liverpool liðið heldur aldrei verið eins sterkt og lögmálið um að það byrji bara 11 leikmenn inná hefur ekkert breyst. Fimm skiptingar gæti hinsvegar orðið til þess að einhverjir af þeim fái fleiri sénsa á að sýna sig.

33 Comments

 1. Það meikar mjög mikinn sens í mínum huga að Fabio og Firmino verði meira hugsaðir sem sóknartengiliðir á næsta tímabili en ekki framlínumenn og með sölunni á Minamino og Origi sé verið að opna hurðina fyrir Kadie Gordon að byrjunarliðinu. Stóra spurningin er og verður sú hvort hann hafi gæði til þess að vinna sér sæti í hóp eða byrjunarliðið. Þess væri óskandi.

  Það væri mjög í anda Klopp og FSG að gera það þannig.

  2
  • Ég hef enga trú á að Kaide Gordon verði byrjunarliðsmaður á næstu leiktíð. En hann er mikið efni. Þarf bara rétt tækifæri til að þroskast.

   3
   • Minamino og Origi voru alls ekki byrjunarliðsmenn heldur. Ágætis byrjun að gefa honum þeirra mínútur í vetur og svo er það bara undir honum að nýta þær.

    4
   • Já ef hann verður ekki lánaður, þá er ég alveg viss um að hann fær mínútur í bikarleikjum og jafnvel í deild, vonandi sem flestar, og vonandi nýtir hann þær í botn. Sé hann ekki ryðja sér leið í fyrstu 11 á næstunni samt.

    1
   • Miðað við hvernig Pep Lijnders hefur lýst Kadie Gordon. þá finnst mér meira að segja mjög líklegt að þeir vilji frekar reyna að þróa hann áfram en fara á markaðinn eftir leikmanni. Það er klárlega pláss fyrir vængmann eftir brottför Minamino og Origi, en ég er nokkuð viss um að þeir kaupi ekki neinn sóknarmann til viðbótar. Það væri kannski keyptur miðjumaður ef t.d Chamberlain vill fara en jafnvel ekki. Gæti vel trúað að þeir vilji þá frekar gefa einhverjum kjúklinum tækifæri eins og t.d Tyler Morton.

    1
 2. Held að salah sé næstur út í sumar. Víst að liverpool tímdi ekki að greiða mane hærri laun þá efast ég um að þeir láti salah fá það sem hann vill, spurning er hvað liverpool getur keypt í hans stað

  2
 3. Fyrst Salah er ekki ennþá farinn þá tel ég næsta víst að hann verði hjá okkur í vetur.

  6
 4. Vill losna við Chambo. Fá smá aur, losa laun og þá fleiri mins f. Jones, Elliott og Carvalho. Hann hefur ekkert í þetta lið að gera lengur kallanginn sem lúkkaði svo vel áður en hann meiddist á vormánuðum 2018.

  FSG hljóta nú að vilja cash in á Salah ef hann skrifar ekki undir, er það ekki no brainer? Ég er eiginlega kominn á þann stað að ef hann vill ekki samninginn sem er á borðinu fyrir framan hann þá bara selja, life goes on. Mjög spenntur fyrir Raphinha eða Saka í hans stað. Formið á Salah var svo lélegt eftir áramót að maður gafst bara upp á honum. Fyrir áramót; Já, hendið 400k p/w í hann, langbestur og crucial að binda hann. Innst inni vill maður halda honum en fokk nei, ekki free transfer næsta season.

  Svo King Nat P. B´mouth hljóta að henda í 15-20m.p. ef þeir vilja eiga möguleika á að halda sér uppi.

  Hvaða rugl er þetta með Bellingham? Vill hann svona rosalega mikið spila eitt tímabil í viðbót hjá Dortmund? Why? Berjast um CL sæti…come on! Ef ekki verður keyptur top miðjumaður í Jude/Rice klassa þá getum við gleymt deildinni. Það er eina staðan sem virkilega þarf að bæta.

  9
  • Margir liverpool stuðningsmenn eru í afneitun og halda að liverpool sé tilbúið til að tapa 80-100m með því að hanga á salah í 1 ár þar sem hann verður með hangandi haus og jafnvel búinn að gera allt vitlaust með að semja við city eða chelsea í jan, ef hann skrifar ekki undir þá beint á sölu með hann og taka besta boði.

   10
  • Klopp hefur alltaf sagt að þeir sem róa ekki í sömu átt er frjálst að fara. Mane var einn af þeim, kannski því miður, en enginn er stærri en klúbburinn, við vildum ekki borga honum nóg og þar við situr.
   Salah verður líklega annar kandidat eftir eitt ár, en munurinn er að hann vill virkilega spila fyrir okkur á næsta tímabili og okkar menn á skrifstofunni eru búnir að reikna út alla möguleika, það borgar sig fyrir okkur að halda honum í eitt tímabil í viðbót og þá væntanlega leita að arftaka fyrir tímabilið á eftir, peningalega séð líka að sjálfsögðu. Dæmið með Nunez er það nýjasta, við í rauninni skiptum út Mané út fyrir Nunez, ungur hungraður leikmaður sem hefur fullt að sanna og þó hann sé dýr þá hefur hann allt að sanna, það er að sjálfsögðu möguleiki að það floppi en yfir það heila gæti komið okkur mun betur en að semja við Mané, bæði þegar það kemur peningum og árangri á vellinum, þetta er sá risk sem Liverpool er búið að taka endurtekið undanfarin ár, þeas í staðinn fyrir að semja við stórsjörnur á risa samningum, semja við unga efnilega menn.

   3
   • Og það má kannski bera stefnu Liverpool við stefnu Utd þegar það kemur að þessum málum, Utd hafa ítrekað gefið stórstjörnum stóra samninga á seinustu árum án þess að skila miklum árangri. Ronaldo er eitt dæmi, hann skilaði fullt af mörkum en passaði engan veginn við hugmyndafræði OGS, eftir nýjustu fréttum ætlar Ten Haag að losa sig við hann. Þannig ég er sáttur við stefnuna hjá Liverpool, semja frekar við hungraða unga leikmenn sem hafa allt að sanna frekar en stórstjörnur sem hafa unnið allt á ofurlaunum, og leyfið mér að ítreka á Ofurlaunum. En að sjálfsögðu ef við náum samningum við Salah og leikmenn á hans kaliberi sem henta klúbbnum þá er það alltaf jákvætt.

    4
 5. Kouometio farinn á lán til Vín enda verður hann aldrei nógu góður stór seinn og klaufskur.

 6. Það væri galið að láta salah fara inná seinasta árið og eiga á hættu að missa hann frítt til city,chelsea eða united, þar sem hann virðist víst helst vilja vera áfram á Englandi.

  2
 7. Við erum svo nálægt því að vera með complete hóp.
  Einn mid inn og þetta lýtur rosalega vel út!
  Lélegt slúður núna um Barella fyrir Keita+pening, vissulega stækkar það ekki hópinn en Barella spilaði 36 af 38 leikjum Inter í deild á seinasta tímabili.

  2
 8. Nú er alltaf að verða háværara að FSG séu tilbúnir að selja Salah.
  Þetta eru of miklar breytingar að missa 2 okkar lang bestu menn.
  Hvernig ætlum við að berjast um stærstu titlanna ár eftir ár ef við ætlum bara að vera að borga laun eins og tottenham.
  Það gengur bara ekki upp.

  4
  • Verðum við ekki að treysta Klopp fyrir þessu en vissulega gæti það bitið okkur ef við missum Salah líka en á einhverjum tímapunkti þar að endurnýja framlínuna með yngri leikmönnum þar sem Mané og Salah báðir komnir á fertugsaldurinn.

   3
   • Við förum aaldrei að taka út tvo menn út sem skora 40 mörk plús á tímabili bara sí svona. Að missa Mane er meira en nóg. Vill fá Gini tilbaka á láni í eitt tímabil takk.

    1
 9. Þvæla ..neita trúa að þeir láti Salah fara annars er búið að veikja liðið punktur

  4
  • Heldurðu að þeir leyfi honum þá frekar að fara frítt næsta sumar og eiga jafnvel hættu á að hann fari til city, chelsea eða man utd?
   Mér finnst það mjög ólíklegt

   3
   • Ekki hugmynd en myndi finnast líklegar að hann færi til spánar eða mögulega PSG ef þetta snýst um money…utd ? Ætla leyfa mér að setja lol á það. Þetta er annars fín spurning.

    4
 10. Sælir félagar

  Nú ganga þær sögur fjöllum hærra að FSG vilji selja Salah fyrir 60 millur+. Ég er því sammála ef Mo vill ekki semja innan launastrukturs LFC. Það er enginn ómissandi og allt í lagi að selja hann úr “landi”. Hvað segja menn um þetta? Klubburinn er stærri en hvaða leikmaður sem er að mínu mati.

  Það er nú þannig

  YNWA

  6
  • Ólíklegt að svo gerist en fari það þannig þá þarf Liverpool að fara strax í baráttuna um Raphinha eða Saka

   1
  • Ég sakna Mane nú þegar. Varðandi Salah þá skil ég vel stöðuna sem FSG eru í og fyrirgef þeim alveg ef hann fer fyrir 60m. Held þeir séu baðir komnir yfir það besta en það þýðir ekki þeir séu ekki enn heimsklassa leikmenn. Það er samt ekki hægt að borga 30+ leikmönnum launin sem þeir fara frá á. Ekki Liverpool. Það væri bara ekki gott fyrir klúbbinn að mínu mati.

   Ég hef oft verið þreyttur á FSG en í dag hef ég sjaldan verið sáttari. Ég treysti þeim og samstarfi þeirra og meistara Klopp.

   Mane og Salah, vá, þvílík forréttindi að hafa haft þá í Liverpool. Fáir leikmenn hafa verið betri en þeir frá stofnun úrvalsdeildarinnar.

   Áfram Liverpool og áfram á Klopp!

   5
 11. Ragnar.
  Hann vill vera áfram á Englandi samkvæmt slúðrinu.
  Þannig það þyrfti þá að selja hann út fyrir England í þessum glugga svo hann gæti ekki endað í city,chelsea eða united.
  Já alveg hægt að setja lol á united, en þeir myndu alltaf borga honum 400þ+ pund á viku, sem er það sem hann vill og ef united væri kannski á uppleið á þessu tímabili, þá er ekkert hægt að útiloka þa.

  1
 12. Semja bara við Salah, ekki spurning, alltof mikið að missa þá báða í sumar. Shitty er að styrkja sig of mikið fyrir minn smekk, líka Arsenal. Ég vonast enn eftir samningi við Salah og líka að fà einn miðjumann.

  1
  • Varðandi styrkingar þá er athyglisvert að Man Utd gengur ekki neitt í þeim efnum. Hvað skyldi valda?

   • þurfa þeir styrkingu, united búnir að eiða yfir 1000m punda í leikmenn frá 2014.. ættu varla að þurfa meira 🙂

    1
   • MU gæti t.d. byrjað á því að finna sér nothæfan kaptein. Það getur vel verið að Henderson hafi furðulegan hlaupastíl en helvíti gæti liðið hans rauðnefs gamla notað svoleiðis mann.

    1
 13. Þetta er ekkert flókið, Salah má alls ekki fara í sumar og auðvitað a bara sérstaklega fyrst mane er farinn að semja við hann, borga honum almennileg laun í takt við það sem þeir bestu eru að fá, gleymum ekki að hann er besti leikmaður deildarinnar og hvernig hann er td byggður þá á hann alltaf 3-4 góð ár eftir jafnvel 5 og mun slá öll met sem hægt er að bæta hjá Liverpool og vera nalægt því að fá styttu af sér fyrir utan helvitis völlinn. Getum alls ekki misst hann og Mane get enganveginn sed það fyrir mér að Klopp yrði bara sáttur við það.

  Er annars sáttur við hópinn EF einn alvöru miðjumaður kemur í viðbót þá aðallega vegna þess að okkar bestu miðjumenn eru meiddir alltof alltof mikið. Þessi heimsklassa miðjumaður sem ég er að tala um Að fá þarf ekkert að kosta 100 milljónir, Tielemans hjá Leicester yrðu frábær kaup eda semja bara við Eriksen í 2 ár ef við þurfum að bíða eftir belllingham í 1-2 ár í viðbót, ef hann væri möguleiki myndi hann auðvitað tikka best I öll box FSG nuna. Allavega tel ég bráðnauðsynlegt að fá einn mjög góðan miðjumann sama hvort ox fari eða ekki en vonandi fer hann bara.

  2
  • Alls ekki Tielemans, hann er latur leikmaður og hentar alls ekki í lið hjá Klopp.

   3

Ramsay til Liverpool (Staðfest)

Hvað er að gerast á leikmannamarkaðnum?