Ramsay til Liverpool (Staðfest)

Liverpool var í morgun að staðfesta það sem er búið að vera mál manna síðustu vikur: að táningurinn Calvin Ramsay er genginn til liðs við félagið. Þetta er 18 ára pjakkur sem kemur frá Aberdeen, og hefur það pínkulitla hlutverk að koma í staðinn fyrir Trent Alexander-Arnold, besta hægri bakvörð í heimi, þegar þess gerist þörf, en sitja á bekknum annars. Í skosku deildinni átti hann 9 stoðsendingar og skoraði eitt mark. Það lítur út fyrir að hann eigi að koma beint inn í hópinn, en verði ekki lánaður út (eins og gert var með Elliott t.d.). Hann tekur skyrtunúmerið 22, en síðasti leikmaður með það númer var Simon Mignolet.

Jafnframt er útlit fyrir að þetta verði síðasti leikmaðurinn sem Liverpool kaupi í glugganum, með þeim fyrirvara að ef eitthvað breytist varðandi langtímamarkmið félagsins (t.d. að leikmaður sem klúbburinn er búinn að fylgjast með og stefnir á að bjóða í í framtíðinni) kemur á markaðinn, þá er aldrei að vita nema Klopp og Ward taki upp veskið. Ekki sitt eigið samt, skárra væri það nú.

Nú er að sjá hvaða leikmenn yfirgefi klúbbinn á næstu tveim mánuðum. Mikið talað um leikmenn eins og Ox, Taki, Neco og Nat (og svo auðvitað Mané sem verður væntanlega kvaddur formlega á næstu 2-3 dögum), en látum það ekki koma okkur á óvart þó brottfarirnar verði færri en margir halda. Það er t.d. talað um að einhverjir sjái Nat Phillips fyrir sér sem leikmanninn sem komi í staðinn fyrir Matip, og e.t.v. fari hann á láni í vetur – mögulega aftur til Bournemouth – en komi svo aftur og verði “squad player”. Sjáum hvað setur. Tilkoma Calvin Ramsay ætti þó að segja okkur að Neco er á förum, að minnsta kosti á láni og líklega seldur.

Við fögnum því að sjálfsögðu að tenging Liverpool við skoska boltann haldi áfram, því öðruvísi vinnur Liverpool ekki deildartitilinn.

Velkominn Ramsay!

14 Comments

 1. Spennandi kaup. Ramsey virðist þegar klár í fullorðinsbolta en verður örugglega slakað rólega inn í liðið.

  Rak augun í það að hann átti tvær stoðsendingar í leik Aberdeen gegn Breiðabliki á Laugardalsvellinum í fyrra.

  https://www.bbc.com/sport/football/58061292

  3
 2. Ég held að þetta hafi verið frábær kaup og hann hafi alla burði til að halda Trent á tánum í vetur og jafnvel slá hann út með tíð og tíma. Hann hefur allt með sér, aldurinn og tölfræðina.

  2
 3. Tielemans 25 ára fyrir 25 m, af hverju er liverpool ekki búið að ganga frá því?

  • Frekar væri ég til í að fá Winjaldum aftur á láni. Kaupum svo Bellingham næsta sumar.

   4
   • Hjartanlega sammála þér, Gini á láni eitt tímabil væri virkilega fín redding.

    3
   • Nei, ekki Gini til baka. Ég vill aldrei aftur sjá leikmann í Liverpool búningi taka við bolta með frítt run að marki, taka tvær snertingar, snúa sér í hálfhring, svo heilan hring í hina áttina, líta upp, reka aðeins til hliðar, aftur taka hálfhring,…….

    2
  • Finnst Tielemans virkilega ofmetinn. Ég held að hann hafi gefið ca.5 vítaspyrnur með “lazy defending” á síðastliðnu tímabili og hann er miðjumaður. Jújú, er með gullsendingar- og mörk en vinnusemi og ákefð ekki í Klopp standard. Þetta er bara annaðhvort Rice eða Bellingham.

   10
   • það væri áhugavert að sjá hvort að West Ham mundi íhuga skiptidíl á Rice og Uxanum

    1
 4. Jæja þá er að verða nokkuð ljóst að bikar Minamino er að fara frá okkur fyrir lágmark 15 millur, fínasti leikmaður sem stóð sig gríðarlega vel í bikarleikjunum.

  Tweet frá Fabrizio Romano
  Takumi Minamino’s now set to leave Liverpool as expected. Deal in place with AS Monaco on a five year deal, as per @Santi_J_FM ???? #LFC

  Liverpool will receive €15m fee plus add-ons. Minamino, discussing final details before medical tests.

  Ég væri alveg til í að losa okkur við Chamberlain líka og reyna að fá Jude Bellingham frá Dortmund

  1
  • Rólegur kúreki, Jude verður ekki seldur í sumar, það er búið að gefa það út. Ox verður áfram og það er enginn peningur til þess að splassa út í 70 plús millur punda á Jude. Liverpool fer eftir FFP, annað en glæpa liðin sem eru rekin af olíu morðingja stjórnum sem eru að þvo peninga. Hvenær svo uefa eða fifa taka á þessum glæpamönnum er annað mál.

   4
   • Hvað gerir þig að sérfræðing um fjármál Liverpool ?
    Farnir eru Origi, Mane, Karius, Minamino og þá mögulega Chamberlain og Milner kominn á mun lægri laun.
    Búnir að fá inn 2 unglinga og Darwin Nunez, félag eins og Liverpool á alveg að hafa efni á leikmanni eins og Bellingham líka.

    4
 5. Red.

  Höddi B þarf ekki að vera sérfræðingur í peningamálum FSG til þess að skilja út á hvað þau ganga. Þau byggja upp á skynsemi á markaðnum,, halda aftur af hestum sínum og fjárfesta eingöngu í leikmönnum sem eru líklegir til í að hækka í framtíðinni.

  “Búnir að fá inn 2 unglinga og Darwin Nunez, félag eins og Liverpool á alveg að hafa efni á leikmanni eins og Bellingham líka.”

  Forsenda þess að við getum keppt við stóru liðiin – er að kaupa menn áður en þeir verða stórstjörnur.. T.d trent Alexsander, Elliot og Jones, Gomez, Robertson, eru gott dæmi um það. Þetta er eitthvað sem þú virðist ekki fatta.

  Meginn ástæða þess að Núnez var keyptur – er vegna tölfræðinnar og aldursins. Hann er sem sé talin verða meira virði í framtíðinni og hafi alla burði í að verða afburðarframherji.

  Setjum þetta dæmi einfallt upp svo jafnvel þú skiljir þetta. Ef Klopp álýtur Jones og Champerlain ekki með minni gæði en þessi Bellingham, afhvejru ættu hann að kaupa hann á svona uppsprengdu verði ?

  Þessi peningastefna (Moneyball) ásamt Jurgen Klopp- sem styður þessa stefnu heilshugar- er sú stefna sem er búin að koma okkur á toppinn.

  Ef þér langar að fylgja svona peningatefnu.. farðu þá og halltu með Man Und. Það er nákvæmlega svona sem þeir eru búnir að koma sér klandur. Út af svona rugli á markaðnum. T.d mannstu eftir Sanco og hæpið í kringum hann ?

  3

Mané á förum

Mané og Minamino að fara, hverjir næst?