Calvin Ramsay til Liverpool

Þetta er ekki orðið staðfest en þetta er næsti bær við. Liverpool eru að kaupa hinn 18 ára skoska Calvin Ramsay frá Aberdeen á 4m punda sem getur farið í 6,5 m punda ef hann nær ákveðnum leikjafjölda. Calvin Ramsay er hægri bakvörður sem á líklega að verða varaskeifa fyrir Trent en það er talið mjög líklegt að Neco Williams fari frá okkur í sumar( líklega til Fulham ef marka má slúðrið). Ekki er víst að Ramsay sé strax tilbúinn að leysa Trent af hólmi en góðu fréttirnar eru að bæði Gomez og Milner geta gefið Trent smá hvíld inn á milli.

Ramsay spilaði 33 leiki fyrir Aberdeen á síðustu leiktíð og sló rækilega í gegn og voru okkar menn fljótir að næla sér í hann. Hann virkar sem kraftmikill bakvörður sem getur notað báðar fætur(sjá myndband) og efast maður ekki um að hann á eftir að læra mikið af Klopp og nýju liðsfélögum sínum. Maður vill ekki tala of hátt um þetta en það er svona smá Andy Robertson lykt af þessum kaupum, skoskur baráttuhundur að mæta á svæðið sem ekki margir vita mikið um.

Ramsay er aðeins 18 ára og á því heldur betur framtíðina fyrir sér og vonum við að hér með sé fundinn leikmaður sem getur gefið Trent smá hvíld inn á milli á næstu árum en varaskeifa fyrir Trent hefur verið vandræða staða undanfarinn tímabil hjá okkur.

Mæli með að þið skoðið þetta myndband af kappanum og takið sérstaklega eftir því hvað honum líður vel að fara á vinstri fótinn sem er mikil kostur.

YNWA – Calvin Ramsay

5 Comments

  1. Lítur virkilega spennandi út og ólíkt landa sínum vinstra meginn þá kann hann að nota báðar lappirnar
    18 ára og sér um öll föst leikatriði, það er vel gert.
    Verður gaman að sjá hvað Klopp nær að þróa leik hans mikið.
    Hvað var Trent gamall þegar að Clyne meiddist illa og Trent eignaði sér stöðuna ?
    Var hann ekki 19 ára ?
    Svo er spurning hvort að Trent verði miðjumaður í liðinu með árunum ef að þessi strákur verður öflugur bakvörður.
    Spennandi tímar framundan.

    2
  2. Mjög spennandi ungur leikmaður.
    Hann á eftir að vaxa mikið hjá okkur tilæ framtíðar.

    2
  3. það mætti halda að LFC væri að velja menn eftir lit þ.e. vanir rauðu !?

    YNWA.

    3
  4. Fljótu bragði litið virðist Ramsey vera með svipaða tölfræði og Robertson þegar hann var að spila bæði í skotlandi og fyrir Hull. Fimm stoðsendingar á tímabili fyrir bakvörð er stórfínn árangur. Tala nú ekki um ef hægt að væri að þróa hann ennþá frekar.

    Annars er margt athyglisvert við nýju leikmennina okkar. T.d byrjaði Nunez 5 sinnum sem vinnstri vængmaður í portugölsu deildinni og skoraði 10 mörk sem segir mér að hans næst besta staða er engu síðri en framherjastaðan. Það bíður klárlega upp á möguleika.

    Fabio Carvalho er eiginlega fyrst og síðast miðjumaður en ekki framlínumaður. Hann spilaði einn leik á vængnum en það kom miklu meira út úr honum þegar hann spilaði á miðunni. Bæði sem sóknartengilður og sem miðjumaður. Þannig að þið sem voruð að kalla eftir miðjumanni, þá er þegar búið að kaupa hann.

    2
  5. Lýtur allt vel út, spennandi þessir tveir ungu strákar en það breytir því ekki að við þurfum allavega einn háklassa miðjumann, tielemans eða eriksen eða báða helst væri draumur í skiptum fyrir Chamberlain og minamino sem dæmi. Væri svo sem alveg sáttur við bara einn klassa miðjumann en tveir væru ekkert verra.

    Allavega vonandi bara spennandi tímar framundan, það kemur eitthvað meira er ég viss um… Er mjög spenntur að sjá hvað gerist. Bara með sölum leikmanna eigum við sennilega fyrir Nunez eða langleiðina og svo kosta carvalho og Ramsey um 10 kúlur samanlagt sem segir mér að það ætti að vera til peningur fyrir allavega einum háklassa leikmanni. Er mjög spenntur að sjá hvað gerist.. núna fer allt á fullt.

    1

Leikjalistinn 2022/23

Gullkastið – Klopp lið Liverpool 2.0