Darwin Núñez til Liverpool (Staðfest)

Verst geymda leyndarmál síðustu daga var staðfest núna rétt í þessu á opinberu síðu Liverpool þegar Darwin Núñez var kynntur sem næsti leikmaður Liverpool. Benfica var búið að staðfesta brottför kappans, og því bara beðið eftir opinberri staðfestingu frá okkar ástkæra klúbbi.

Eins og kom fram í síðustu færslu er talað um að kaupverðið sé u.þ.b. 75m evrur (64m punda) plús 25 m evrur (21 m punda) í viðbætur ef ákveðnum markmiðum verður náð (fjöldi spilaðra leikja, bikarar o.fl.). Hann verður því dýrasti leikmaður Liverpool sögunnar. Við vonum að hann standi undir þeim merkimiða, a.m.k. að hann geri betur en síðasti leikmaður sem kom frá Benfica *hóst*Markovic*hóst*. Jafnframt er hann þriðji leikmaður Liverpool sem kemur frá Uruguay, á eftir Luis Suarez og Sebastian Coates.

Núñez ætlar að feta í ansi stór fótspor Divock Origi varðandi skyrtunúmer, því hann tekur 27.

Velkominn Núñez!

20 Comments

  1. Loksins loksins staðfest!!!
    Þorði ekki að fagna fyrr en nú.

    Hjartanlega velkominn til starfa hjá besta fótboltaliði alheimsins.

    YNWA

    20
  2. Geggjað að þetta sé frá, hef beðið lengi eftir alvöru “9” til að leiða sóknina þó svo að sóknarleikur liðsins hafi verið stórkostlegur hingað til.
    Flott að klára þetta sem fyrst því að hann mun þurfa sinn tíma til að aðlagast enda talar hann ekki ensku.

    Velkominn til LFC Darwin

    6
  3. Bara geggjað og velkomin herra kóngur. Ef hann stígur í annann skóinn hans Suarez erum við í toppmalum…

    Núna er bara að sjá meira, 1-2 hágæða miðjumenn, minn draumur væri Tielemans með ár eftir af samning og fæst fyrir 30-35 og Eriksen bara frítt.. þar væri búið að uppgreida miðjuna allrosalega, Chamberlain út í staðinn, Curtis Jones mætti fara fyrir mér enda verður hann aldrei lykilmaður hjá okkur en svo bara td minamino..

    Man utd er víst búið að bjóða Eriksen samning enneg vill sjá okkur stela þeim díl. Hann er rétt 30 ára og kostar ekki neitt ásamt því að vera komin í toppform. Ég bara attta mig ekki a því ef við erum ekki að bjóða honum samning. Maðurinn er ókeypis og allir vita hans gæði. Þvílík veisla sem það yrði fyrir okkar þrjá fremstu að hafa hann fyrir aftan þá að mata þá með sínum gullsendingum ásamt því að hann skorar mörk líka. Vill alls ekki sjá hann í United.

    En hver kemur verður að koma í ljós en allavega vantar okkur einn hágæða miðjumann það er ljóst…

    5
    • Ég er sammála þér varðandi gæði Eriksen og vill ekki sjá hann hjá ManU, en ekki sammála því að næsta möst sê 1 til 2 á miðjuna vill sjá allvöru backup fyrir TAA eða arftaka hans í bakverði og sjá TAA jafnvel þróast góðan miðju mann ef því er að skipta? En við megum heldur ekki gleyma því að við erum búnir að semja við Milner og búinn að kaupa Fabio Carvalo sem gæti allveg sprúngið út og spilað stórt hlutverk á miðjuni okkar næsta vetur þá má ekki heldur gleyma Eliot sem var óheppinn að meiðast í byrjun síðasta tímabils kanski nær hann aftur hæðum?

      YNWA.

      3
    • Ég held að Eriksen langar að spila fótbolta og hann veit að hann er ekki ofarlega í röðinni hjá Liverpool en lið eins og Man utd myndu frekar þurfa á honum að halda.
      Eriksen væri mjög góður valkostur gegn liðum sem setja í 11 manna varnarpakka en Eriksen nýtist ekki vel í hápressu Liverpool þar sem hann er ekki með fæturnar í svoleiðis geðveiki.

      Eins og Kaldi segir þá erum við með fleirri valkosti og ég tel að það væri betra fyrir okkur að láta ungu strákana Elliott, Jones og núna Carvalo fá fleirri leiki en 30 ára Eriksen.

      9
    • Tja hann er a.m.k. farinn að leggja drög að því…

      22
  4. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leikmanni. Hann býr augljóslega yfir miklum gæðum. En ég er á sama tíma kvíðinn yfir verðmiðanum. Við erum að tala um að hann þarf helst að spila svipuðum gæðastandardi og Haland eða Lewendowski eða Salah til þess að rísa undir þeim væntingum sem eru bornar til hans.

    En Klopp hefur yfirleitt verið mjög fundvís á hæfileika á leikmannamarkaðnum og því trúi ég ekki öðru en þessi leikmaður slái í gegn með tíð og tíma og verði goðsögn hjá félaginu okkar. .

    2
  5. verður markakóngurinn í deildinni nema salah verði svo eigingjarn að hann gefi aldrei boltann á hann 😀

    3
  6. Ég var spurður í gær, tókstu eithvað sérstaklega eftir Diaz eða Nunes þegar LFC spilaði við liðin þeirra, hreinskilið svar mitt var NEI. Málið er sem betur fer, að Klopp og hans teymi sjá um, og vinna við það, að spotta þessa snillinga. Bara að Salah beri þá gæfu að snúa af villu síns vegar og semja við LFC, verða LFC legend í stað þess að verða einhver no name, við þekkjum dæmin.

    YNWA

    3
    • Það er örugglega mjög misjafnt hvaða leikmönnum maður tekur eftir þegar Liverpool er að spila við tiltekin lið. Ég skal alveg játa að ég man ekki hvort ég tók sérstaklega eftir Luis Díaz, en Darwin Nunez vakti klárlega athygli.

      Það er líka áhugavert að skoða lista yfir þá leikmenn sem skoruðu fleiri en eitt mark gegn Liverpool á leiktíðinni:

      (2) Kevin De Bruyne
      (2) Son
      (2) Jamie Vardy
      (2) Griezmann
      (2) Darwin Nunez

      Af þessum leikmönnum hafði Nunez bara tvo leiki, Son og Griezmann vissulega sömuleiðis, en Liverpool spilaði þrisvar á leiktíðinni gegn City og Leicester.

      4
      • En Vardy var bara í 2 leikjum af þessum 3 og gerði 2 mörk í leik en ekki að það skipti öllu skemtileg tölfræði samt :-).

        YNWA.

        2
    • Það var nú töluverð umræða um Nunez fyrir Benfica leikina og hann skoraði í þeim báðum.

      Fór svo á Porto leikinn á Anfield og Diaz stóð augljóslega uppúr í þeim leik frá Porto þó maður væri ekkert að spá í honum m.t.t. Liverpool.

      1
    • merkilegt að þú hafir ekki tekið eftir Nunez í 3-3 leiknum á Anfield. Drengurinn átti stórleik

      2
    • Mohamed Salah verður aldrei “no name”. Sama hvernig fer. Þegar talað verður um Klopp og fyrsta úrvalsdeildartitil Liverpool verður Salah fyrstur leikmanna nefndur á nafn. Kóngurinn.

      Ég veit ekki hvaða dæmi þú ert að vísa í, eini leikmaðurinn sem mér dettur í hug er sem flokkast gæti sem no name er El Hadji Diouf. Flestir hafa lagt sig fram og talað af virðingu um klúbbinn. Ekki hægt að ætlast til meira. Menn verða að fa að breyta til, hver sem ástæðan er.

      Áfram Liverpool og áfram Klopp!

      9
  7. Setti Nunez boltann ekki 2 framhjá Alisson einn gegn einum í leikjunum gegn Benfica….hver hefur gert það….bara pæling minnir reyndar að annað markið hafi verið dæmt af útaf tæpri rangstöðu….lofar góðu þessi gæi…

    3

Darwin Nunez í læknisskoðun í dag

Leikjalistinn 2022/23