Hvaða leikmenn kaupir Liverpool?

Liverpool hefur í tíð Jurgen Klopp jafnan reynt að klára sín leikmannakaup snemma og fá nýja leikmenn frá fyrsta degi undirbúningstímabilsins enda það mikilvægasti æfingakafli tímabilsins. Til að ná því að þessu sinni þarf að hafa hraðar hendur, það er tæplega mánuður til stefnu og tveir mánuðir í fyrsta leik.

Líklega er Luis Diaz flokkaður með leikmannakaupum þessa sumars þó hann hafi komið í janúar. Liverpool var algjörlega tilbúið að bíða til sumars er Tottenham gerði sig líklegt til að kaupa hann. Það eru ekki mörg pláss í leikmannahópi Liverpool fyrir þetta kaliber af sóknarmanni og svona í ljósi þess að hann var nú þegar búinn að taka stöðuna af Mané meðan hann var ennþá leikmaður Liverpool er lang nærtækast að horfa til Diaz sem arftaka Mané.

Fabio Carvalho var líka keyptur snemma, annar díll sem reynt var að flýta í janúar en klárlega hugsaður fyrir næsta tímabil frekar en það sem var að klárast. Þetta er líka leikmaður sem tekur pláss í aðalliðshópnum. Hann leysir svipað hlutverk og Harvey Elliott og Curtis Jones en kemur líklega til að byrja með inn í staðin fyrir t.d. Alex Oxlade-Chamberlain og/eða Minamino.

Þetta eru tveir mjög sóknarþenkjanldi leikmenn sem bætast við mjög vel mannaða sóknarlínu.

Hvar þarf Liverpool helst að styrkja sig í sumar?

Klopp vill líklega ekki stækka hópinn sem hann var með á síðasta tímabili, ef einhver kemur inn þá er það í staðin fyrir einhvern annan.

Það er engin lykilmaður í hópnum komin á síðasta söludag en m.v. fréttir er Sadio Mané lang líklegastur til að verða sá næsti af þessu goðsagna Liverpool liði til að fara. Divock Origi er farinn og Bobby Firmino á aðeins eitt ár eftir af samningi og hefur verið að dala undanfarin 1-2 tímabil.

Nía – Klopp hefur aldrei verið með alvöru níu í sóknarlínunni hjá Liverpool líkt og hann var jafnan með hjá Dortmund. Hann fékk Firmino í arf og gerði að bestu fölsku níu í boltanum en líklega var Divock Origi það næsta sem kemst alvöru níu í hópnum. Benteke og Balotelli voru t.a.m. ekkert að gera. Er ekki slíkur leikmaður líklegri en annar vængmaður? Diogo Jota er auðvitað nú þegar nokkurnvegin lýsingin á þessum leikmanni en það er klárlega hægt að finna níu sem er allt öðruvísi en Jota.

Miðjumaður – Við erum klárlega á lokakafla hinar heilögu þrenningar Salah – Mané – Firmino og líklega er þetta sumar líka tíminn til að hefja endurnýjun liðsins á miðsvæðinu. Þar vantar ferskar lappir í anda þess sem Konate gerði fyrir vörnina og Jota/Diaz fyrir sóknina. Losa út Ox og fá inn einhvern sem veitir Henderson og Keita alvöru samkeppni og tekur af þeim stöðuna. Thiago, Henderson, Fabinho og Keita eru allir allt of meiðslagjarnir til að hægt sé að treysta á þá yfir 60+ leikja tímabil. Hlutverk Milner er svo ekkert að fara aukast þó hann sé líklega að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár í viðbót.

Hægri bakvörður – Ef að Neco Williams er tilbúinn að vera varamaður fyrir Trent næsta vetur þarf Liverpool líklega ekki að kaupa annan leikmann í þessa stöðu en ef ekki þá er rosalega vont að hafa Joe Gomez og James Milner sem næstu valkosti, leikstíll Liverpool gjörbreytist þegar þeir leysa þetta hlutverk. Joe Gomez er geggjaður leikmaður og hefði verið frábær hægri bakvörður undir stjórn Houllier eða Benitez en alls ekki undir stjórn Klopp.

Hvaða leikmenn eru helst til umræðu?

Einn heitasti bitinn í sumar er Darwin Nunez hjá Benfica, leikmaður sem spilaði tvisvar gegn Liverpool síðasta vetur og skoraði í báðum leikjum. Hann spilar aðallega sem fremsti maður en getur einnig leyst út á vængina. Liverpool er sagt vera að skoða hann líkt og líklega flest lið í heiminum en verðmiðinn er sagður vera vel yfir því sem Liverpool er tilbúið að leggja út fyrir þennan 22 ára sóknarmann. Hann skoraði 26 mörk í deildinni í vetur en aðeins sex tímabilið á undan, þetta var því sannkallað breakthrough tímabil hjá honum.

Christopher Nkunku hjá RB Leipzig er önnur heit vara í sumar sem hentar mögulega leikstíl Liverpool betur en Nunez. Hann skoraði 35 mörk og lagði upp 15 í þýska boltanum í vetur, spilar sem sóknarmaður en getur leyst gjörsamlega allar stöður í sókninni. Strákur sem er alin upp hjá PSG en hefur verið hjá Leipzig í Red Bull skólanum undanfarin þrjú tímabil. Hann er núna 24 ára og því á úrvals aldri fyrir næsta skref.

Tammy Abraham kom óvænt inn í umræðuna eftir að það sást video af honum á landsliðsæfingu segja við Trent að hann væri að fara ganga til liðs við ykkur. Vonandi var það eitthvað sem slitið var úr samhengi því að það er erfitt að sjá tilganginn í því að láta Origi fara ef Abraham er svarið. Hvað þá að horfa til hans sem valkost fyrir einhvern af hinum sóknarmönnum Liverpool.

Það eru svo fjölmargir af þeim leikmönnum sem voru sterklega orðaðir við Liverpool áður en t.d. Jota og Diaz voru keyptir fáanlegir í sumar eða réttara sagt hjá liðum sem Liverpool getur bully-að á leikmannamarkaðnum.

Kanadíska undrið Jonathan David er t.a.m. gott dæmi um slíkan leikmann og væri ekta FSG moneyball leikmannakup. Liverpool bauð honum samning 16 ára og reyndi aftur fyrir tveimur árum en hann taldi í bæði skiptin að hann væri ekki tilbúin og tók skynsamlegri leik á meginlandi Evrópu hjá liðum þar sem hann fékk að spila mjög ungur, fyrst Gent þaðan sem sem hann fór svo til Lille.  Hann er núna 22 ára hjá miðlungs liði Lille og þarf næstu áskorun. Lille voru nota bene meistarar 2021 og í Meistaradeildinni í vetur, enduðu í 10.sæti núna.

Raphinha hjá Ledds hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool og þarf klárlega nýja áskorun en líklega er Liverpool ekki á eftir honum úr því Luiz Diaz kom.

Ismailia Sarr er annar sem var sterklega orðaður við Liverpool áður en Diogo Jota skrifaði undir og er varla tilbúinn í annað tímabil með Watford í Championship deildinni. Hann var reyndar mikið meiddur í vetur og spurning hvort hann sé yfirhöfuð nógu góður leikmaður fyrir allra bestu liðin?

Bowen hjá West Ham hefur vaxið mikið þessi tvö tímabil frá því hann var orðaður við Liverpool og hefði klárlega smellpassað hjá okkar mönnum. Hinsvegar hefur hann spilað sama hlutverk hjá West Ham og Salah gerir hjá Liverpool þannig að hann er ekki á radar Liverpool lengur.

Svo hafa komið upp í umræðunni undanfarið nöfn eins og Serge Gnabry og Christian Pulisic sem maður nennir ekki einu sinni að smella á fréttina fyrir.

Mest væri ég til í að gera atlögu að mönnum eins og Saka eða Martinelli hjá Arsenal, 40.000.001m ætti að duga sem kaupverð vænti ég.

Miðjumenn

Henderson er 32 ára, Thiago er 31 árs og Fabinho 29 ára. Keita er svo 27 ára, Elliott 19 ára, Jones 21 árs og Milner 36 ára. Þetta er ekkert slæmt á pappír en allir lykilmennirnir eru oft meiddir og gjörsamlega alltaf þegar Klopp reynir að koma með ferska fætur í þessa stöðu meiðast þeir líka.

Það fer svolítið eftir því hversu stórt hlutverk Klopp ætlar Curtis Jones og Harvey Elliott á miðsvæðinu hversu mikið þörfin er fyrir nýjum leikmanni. Maður sér ekki framtíðar miðjumanninn í aftari stöðunum á miðjunni og mögulega væri snjallt að fá þann leikmann inn í sumar og koma í rólegheitum inn í leikstíl liðsis.

Curtis Jones spilaði 25% af deildarleikjum síðasta tímabils og Elliott 10% Báðir hafa getu til að springa út og spila +50% strax næsta vetur en þá alltaf sem sóknartengiliðir.

Aurelien Tchouameni hjá Monaco væri frábær viðbót við hópinn hjá Liverpool og nákvæmlega sú tegund af leikmanni sem gæti komið inn og veitt núverandi leikmönnum alvarlega samkeppni um stöðu. Liverpool ásamt öllum liðum Evrópu var klárlega að skoða hann en hann virðist vera fara til Real Madríd. Hvernig þeir náðu allt í einu að slökkva á öllum fjárhagsvandræðum sínum og geta keppt við Liverpool á leikmannamarkaðnum, boðið í Mbappé og hvaðeina þarf einhver að útskýra fyrir mér en það er staðan. PSG er einnig inni í þessari mynd.

Ef að Man Utd er að reyna sannfæra Frenkie De Jong um að koma finnst mér að Liverpool ætti að blanda sér af alvöru í þá baráttu en sé það ekki sem raunhæfan kost.

Gavi hjá Barcelona hefur mikið verið til umræðu undanfarið, hann á eitt á eftir af samningi og er sagður vera með söluákvæði í núverandi samningi sem Liverpool gæti greitt vilji hann koma. Hann er aðeins 17 ára (að verða 18) en það mikið efni að hann er bæði lykilmaður í Barcelona liðinu og núna spænska landsliðinu. Vandamálið við hann er að hann spilar sama hlutverk og Elliott, Jones og jafnvel Carvalho sem framliggjandi miðjumaður.

Liverpool er líklegra til að fara allt aðra leið hérna og tilkynna frekar leikmann sem við vitum lítið af en smellpassar. Fabinho hafði t.a.m. lítið verið á radar stuðningsmanna Liverpool áður en hann var tilkynntur. Viðbætur eins og Thiago eru meira one off þar sem hann var mögulegur og að verða samningslaus. Það er nóg til af alvöru góðum miðjumönnum og greiningardeild Liverpool meira en nógu hæf til að finna þann leikmann sem hentar.

Hverjir fara og hvað fær Liverpool fyrir þá?

Eftir að Klopp skrifaði undir nýjan samning er mér satt að segja nákvæmlega sama hvað gerist í  sumar með Salah, Mané og Firmino. Langar að halda þeim öllum en vill á sama tíma að Liverpool verði búið að endurnýja sóknarlínuna áður en þeir fara yfir hæðina.

Söluverðmæti leikmanna er oft minni partur af kökunni en launagreiðslur og Liverpool gæti í sumar verið að losa slatta af leikmönnum af launaskrá sem hefðu líklega farið fyrir 1-2 árum ef ekki hefði komið til Covid.

Það eru að koma til nýjir sjónvarpssamningar á næstunni, félagið er nýlega búið að gera risasamning við Nike, það er komið að endurnýjun á samningi við aðalstyrktaraðila félagsins og liðið spilaði til úrslita í bókstaflega öllum keppnum í vetur. Ef þetta allt (og meira til) hefur ekki skilað sér í töluverðum tekjum sem hægt er að nota á leikmannamarkaðnum er eitthvað mikið að hjá Liverpool.

Auk þess var Jurgen Klopp að semja um tvö ár til viðbótar við þau tvö sem hann átti eftir og því komið að uppbyggingu á næsta liði Jurgen Klopp hjá Liverpool.

Svona eru laun leikmanna Liverpool skv. einfaldri google leit, tökum þessu því með fyrirvara. Þarna vantar svo auðvitað alla bónus greiðslur. Sadio Mané er t.d. ekki “bara” með 100.þús á viku (o.s.frv.)

  • Ox (120.þús á viku) + 0-10m söluverðmæti þar sem hann á ár eftir af samningi
  • Origi (60.þús á viku) – 0 
  • Phillips (64.þús á viku + 10-20m söluverðmæti
  • Davies (60.þús á viku) – 0-10m söluverðmæti?
  • Adrian (50.þús á viku) – 0 
  • Milner (140.þús á viku) – Lækkar umtalsvert í launum
  • Minamino (60.þús á viku) – ca. 20m söluverðmæti?
  • Mane (100.þús á viku) – 40-50m söluverðmæti a.m.k. 
  • Neco Williams – ?
  • Karius (25.þús á viku) – 0
  • (Naby Keita (120.þús á viku) – 40-50m

Nat Phillips var lykilmaður í vörn Bournemouth eftir áramót er liðið fór upp um deild. Verðmiðin á honum lækkaði ekkert við það og er sagður vera +20m. Hann er líka með lúmskt há laun.

Ef að Liverpool nær að losna við Ox skapar það pláss fyrir byrjunarliðsmann á launaskrá. Hvað þá ef það tekst að selja hann fyrir eitthvað enda á hann enn ár eftir af samningi.

Origi, Adrian og Karius skila engu söluvirði en brotthvarf þeirra skapar eins pláss á launaskrá fyrir nýja leikmenn.

Leikmenn eins og Minamino, Neco Williams og Ben Davies gætu skilað slatta af pundum í söluvirði ef þeir verða seldir

Stóru factorarnir væru svo sölur á lykilmönnum eins og Mané eða t.d. Naby Keita.

Liverpool hefur komið út úr síðustu tveimur leikmannagluggum í -60m nettó. Með Luiz Diaz í janúar ofan á kaupin á Konate í sumar  var eyðslan 87m en söluvirði leikmanna eins og Wilson, Shaqiri og Awoniyi skilaði 27m á móti. Launamiði Gini Wijnaldum sem fór frítt dugar þó líklega langleiðina upp í laun Diaz og Konate.

Sumarið áður var svipað, keypt Jota, Thiago og Tsimikas fyrir 82m og selt á móti fyrir 17m (Lovren).

Nettó eyðsla upp á 60m ætti að vera algjört lágmark hjá félagi eins og Liverpool án þess að þurfa selja nokkurn leikmann sem félagið vill ekki missa. Fari svo að Sadio Mané eða álíka stórstjarna fari ættu að vera vel yfir 100m til afnota á markaðnum í sumar og töluvert pláss á launaskrá

Sala til viðbótar á einhverjum af Phillips, Davies, Minamino og Nevo Williams gæti vel skilað 25-50m til viðbótar fyrir utan að lækka laun Milner og losna við laun Ox.

M.ö.o. það ætti að vera nóg til.

9 Comments

  1. Svo ég útskýri það fyrir þér að þá hafa Real Madrid aldrei verið í neinum fjárhagsvandræðum.
    Þetta er mjög vel rekinn klúbbur (ekkert í líkingu við barca)
    Þeir hafa ekkert verið að kaupa undanfarin ár fyrir utan hazard og verið að safna pening og auk þess voru þeir að endurnýja völlinn.

    En var ekki þessi Carvalho fenginn inn núna útaf þeir vissu að mane,salah eða firmino væri að fara?

  2. Já, margir á útleið og þótt það fari 10 þarf ekki að kaupa 10. Stór leikmannhópur og þarf að grisja. Spenntastur er ég fyrir D. Nunez og til að halda í við City þarf gæðakaup í stað Mane. Trúi ekki að Man.Utd nái í Nunez og De Jong án CL bolta.

    Sammála að Elliott, Jones og Carvalho eru spurn.merki, að því leyti hversu mikið sé ætlast til af þeim. Ef Elliott hefði ekki meiðst spilaði hann mögulega 50% af epl leikjum. Líklega og vonandi er hann starter. Eftir að hafa tekið tvö skref áfram 20/21 tímabilið hefur Jones tekið eitt skref afturábak. En hann er ungur og undir handleiðslu Klopp er ég viss um að hann komi sterkur inn í næsta tímabil. Back- up fyrir Trent er möst og vinnuhestur/back to back miðjumaður. Bissouma og Ndidi hafa kannski dottið undir radarinn en eru fínir kostir.

    Ef Mane fer þarf flott replacement, hægri bakvörð og öflugann miðjumann. 10-15 út og 3 flotta inn.

    1
    • mér þóttu Jones og Elliott ansi langt frá því að gera eitthvað tilkall til að spila reglulega.

      Vil helst senda þá báða út á lán.

      4
  3. Spurning með Keita.

    Mér finnst hann frábær leikmaður, en núna þegar hann náði loksins nokkrum mánuðum án meiðsla þá fannst mér hann aldrei ná neinum stöðugleika.

    Varðandi Keita þá held ég að allt væri skárra en að hleypa honum inn á síðasta ár samnings.

    Maður heyrir að þarna úti séu félög sem vilja borga góða upphæð fyrir hann.

    Annað hvort að selja eða framlengja við manninn.

    • Sammála, Keita er greinilega frábær leikmaður eins og þú segir, og ég er sammála með stöguleikann, og ég vonast eftir því að við semjum við hann í samræmi við hans framlag. Ef hann sleppur við meiðsli og fær reglulegan leiktíma, sem ég held að hafi verið hans helsta vandamál hjá Liverpool, þá verður hann frábær miðjumaður fyrir Liverpool.

      2
      • ef að samningar ganga illa, þá held ég að það væri glapræði að hafna tilboði upp á 30-40 millur í hann.

        En vissulega vonar maður að Keita semji, en ég er þó hóflega bjartsýnn á það. Honum hefur gengið illa að aðlagast og FSG horfa í peninginn og spyrja sig eflaust hvort það borgi sig að semja við mann sem er mikið frá.

        1
  4. Það sem Jones þarf og kemur væntanlega með meiri spilatíma er aðeins hraðari ákvarðanataka. Hann er oft aðeins of mikið að klappa boltanum, sérstaklega þegar það kemur að “fast break” hjá Liverpool. Hann getur vonandi lært af Thiago, því þeir eru ekki svo ólíkir tæknilega séð, þó Thiago sé óneitanlega langtum fremri í dag.
    Origi hefði sennilega verið besti framherji í heiminum hjá Liverpool í dagi og Klopp hefði vel getað notað hann ef hann væri hraðari á fyrstu 5-10 metrunum eða svo, hann er hraður en það tekur hann of langan tíma að ná upp hraða og þess vegna hentaði hann ekki leikstíl Klopp, annað en t.d. Salah og Mane. Hann hentar líklega betra í meira taktískan bolta eins og hjá Milan, ég vona að honum vegni sem best enda einn besti sub sem Liverpool hefur átt í seinni tíð.
    Varðandi aðra, þá er ég sammála um að öll nöfnin á listanum væri góð viðbót, en hvað um t.d. Jeremy Doku, ég er ekki viss um að hann færi fyrir svo háa upphæð, hann hefur skilað frábærum frammistöðum fyrir Belgíu á alþjóðlegu sviði. Kannski smá svipaður Origi á sínum tíma en miklu hraðari á fyrstu 5 metrununum og gæti passað vel inn í leikstíl Klopp.
    En annars treysti ég 100% á Liverpool þeir eru með besta recruitment seinstu ár.

    3
  5. Góð samantekt. Sammála öllu nema því að ég held að LFC muni ergja stuðningsmenn með því að eyða heldur minna en við viljum. Klopp hefur sýnt og innkaupanefndin að þeir geta alveg beðið og að þeir eru “value buyers.” Held að einhver eins og Jude Bellingham sé á toppnum hjá þeim og þeir fara ekki í vara vara fyrir þannig týpu með fulla vasa af seðlum, heldur bíða og ef fyrsti gengur ekki upp þá bíða þeir. Það gera bara olíufélög og ManU.

    En það er tvennt. Eitt er að LFC hefur ekki verið í þessari stöðu í langan tíma að við erum ekki að missa menn af því að við séum “sellers club.” Ég held að það hafi legið fyrir lengi að Bobby/Salah/Mane yrðu ekki allir framlengdir. Og að Mane sé að fara núna fyrir pening er bara eðlilegt og hollt. Diaz var klárlega hugsaður sem bakfylling fyrir hann. Svo sjáum við með Salah. En ég hef alveg trú á því að Klopp kerfið geti ennþá búið til stjörnur úr nöfnum sem enginn hefur heyrt af. Hefur verið þannig í næstum 15 ár hjá honum.

    Annað er og verður athyglisvert er hversu margir ungir verða keyptir með það að markmiði að halda áfram starfinu þar. Akademían hjá LFC er held ég vanmetin og hefur verið að stækka og batna. Klopp er ólíkur hinum bestu stjórunum að hann vill fá leikmenn unga og þjálfa þá upp í sinni aðferð og móta þá til að verða stjörnur. Við kaupum aldrei Haaland — við búum hann til.

    4
  6. Sá Jamal Musiala spila rétt í þessu með Þýskalandi á móti Englandi. Hann bauð af sér góðan þokka, fannst mér. Sókndjarfur miðjumaður 19 ára gamall af enskum ættum. Spennandi kostur fyrir okkur?

    1

Gullkastið – Merde!

Milner framlengir