Næsta tímabil

Þetta tímabil er búið 2 bikarar, tap í meistaradeildar úrslitaleik og 92 stig í deild = Mjög gott en hefði getað verið stórkostlegt. Liðið okkar spilaði marga frábæra leiki á tímabilinu og er þetta t.d í fyrsta skipti síðan 2001 að við vinnum alla leikina gegn Man utd og Everton á sama tímabili og því ber að fagna( jafnvel skála fyrir)

Snúum okkar samt strax að næsta tímabili. Skoðum stöðunar og hvort að við þurfum að bæta við okkur í þeim.


Markvörður: Hérna erum við í toppmálum með aðal og varamarkvörð.
Hægri bak: Trent er frábær en við þurfum kost fyrir aftan hann sem gæti leyst hann að hólmi. Gomez gerði það reyndar ágætlega.
Vinstri bak: Hérna erum við í góðum málum.
Miðverðir: Hérna erum við í góðum málum. Konate á bara eftir að verða betri og taka meira af mín frá Matip og Gomez er góður fjórðu kostur en hann gæti reyndar viljað fara í sumar.
Djúpur miðjumaður. Fabinho er heimsklassa í þeirri stöðu og bæði Hendo/Milner hafa leyst hann af nokkur vel og gæti maður séð Hendo fara meira í þetta hlutverk eftir því sem aldurinn færist yfir( s.s að gefa Fabinho hvíld).
Miðsvæðið: Við erum í góðum málum en hérna væri ágæt að fá inn annan X-factor. Thiago/Hendo/Keita voru þeir sem voru oftast að skipta þessum tveimur stöðum á milli sín en allir þrír hafa átt það til að meiðast. Jones/Elliott eru að koma ágætlega inn en eru líklega ekki tilbúinn strax í aðalhlutverk á miðsvæðinu. Milner er kominn á síðustu metrana og Ox er að fara.
Hérna væri gott að fá inn sókndjarfan miðjumann sem gefur Klopp alvöru hausverk að velja í liðið.
Sóknarmenn: Hér er spurning um hvort að Mane sé að fara eða ekki. Ef hann er að fara þá þurfum við einfaldlega að fjárfesta í öðrum sóknarmanni. Origi er farinn og Minamino líklega ekki tilbúinn að taka við aðalhlutverki og jafnvel líka að fara.
Diaz, Salah, Jota, Firmino eru góðir kostir í þessar þrjár stöður en það þarf meira sóknarlega.
s.s við erum með frábært lið með frábæran stjóra en það má alltaf hressa upp á þetta. Við erum komnir með spennandi 19 ára miðjumann frá Fulham en það er engin pressa á hann strax að fara að gera eitthvað hjá okkur.

Okkur vantar líklega hægri bak, nýjan miðjumann og jafnvel auka sóknarmann sérstaklega ef Mane er að fara.
Hvaða finnst ykkur vanta í liðið okkar?

Hvernig er staðan á hinum liðunum

Man City eru komnir með sinn heimsklassa sóknarmann sem þeir hafa verið að leita eftir og eiga eftir að versla meira. Þegar við lendum í vandræðum með stöður þá er spurt Klopp hvernig reddum við því? Þegar City lendir í sömu vandræðum þá er spurt hvern eigum við að kaupa?

Chelsea eru að fara að eyða og eyða með nýjum eigendum.

Tottenham lofa að styðja Conte og en þeir eru þekktir fyrir að lofa stuðning og ekki alveg staðið við það.

Arsenal – ja.. ég held að þeir séu ekki að fara að gera neitt merkilegt í sumar en ef þeir halda Saka þá verða þeir nokkuð sáttir.

Man utd eru sagðir fara að eyða 200m pundum og ætla að styrkja sig mikið og hreinsa vel til. Þetta mun taka smá tíma og vonum við að þeir séu ekkert að flýta sér í að verða að sterkari liði.

Newcastle eru að drukkna í seðlum og verða duglegir í sumar en líklega eru nokkur tímabil í þá að berjast á toppnum.

Við erum á góðum stað en við þurfum að halda áfram að hamra í járnið meðan það er heitt. Það þýðir ekkert bara að treysta að Klopp gerir kraftaverk á hverju ári heldur þarf að styðja hann með smá seðlum og ná í 2-3 sterka leikmenn í sumar sem gefur liðinu smá auka orku til að berjast um alla bikara sem standa okkur til boða.
Þótt að maður reikni ekki með því að fara alltaf alla leið í öllum bikurum ár eftir ár þá vill maður sjá nokkra detta í hús með okkar gæðum og þá er maður helst að horfa á deild og CL.

YNWA – Maður er stoltur af strákunum eftir þetta tímabil og vonar að þeir rífi sig í gang aftur fyrir næsta tímabil en fái núna gott frí sem þeir eiga heldur betur skilið.

9 Comments

 1. Einmitt. Við þurfum aðeins að breikka valið og það verður spennandi að fylgjast með sumrinu. Ég er gríðarlega stoltur en vissulega er það súrt hversu nálægt við vorum að tryggja okkur fleiri titla.
  Við tökum fleiri á næsta ári! ?

  2
 2. Ef við erum að losa okkkur við Karius Adrian Ox Origi Minamino í sumar þá fynnst mér Hægri bak – 2 miðjumenn og ef Mane fer þá 2 sóknarmenn!

  Henderson og Thiago báðir röngum megin við 30 ára aldurinn og erfitt fyrir þá að spila 55 plús leiki með þetta gríðarlegu vinnusluálagi sem liðið krefst af miðjumönnum okkar.

  Væri sáttur ef Liverpool myndi kaupa sæmilega Hægri bak – 2 virkilega góða miðjumenn sem geta spilað strax – Væri ekki leiðinlegt að fá Darwin Nunez 22 ára leikmann í sókninna það væri gott svar á móti Halland kaupunum.

  Ef City kaupir slatta í sumar og við styrkjum liðið bara semi miðað við þá. Þá verður erfitt að gera aðra atlögu að titlinum á næsta ári.

  Svo veit maður ekkert hvernig nýju eigendur Chelsea eru að fara gera í sumar. Það þarf alla styrkja vörninna og helst 3-4 leikmenn þar.

  Held að það séu 3-4 ár í að United fari að ógna okkur að einhverju ráði Það er bara alltof mikið sem þarf að gera og 3-4 leikmannagluggar þar sem öll kaup þurfa að heppanast og það hefur ekki verið að gerast hjá þeim undanfarin ár. Svo er ekkert víst að þessi þjálfari geti tekið stóra stökkið frá Ajax í Man United, Enn ég kvarta svo sem ekkert ef þessi eyðimerkurganga united heldur áfram í áratug í viðbót

  Newcastle er allveg 5-7 árum í að fara ógna okkur að einhverju ráði Bilið er of stórt til að það sé hægt að nálgast Liverpool og City á einhverjum unfraverðum tíma eins og City gerði fyrir 14 árum.

  2
 3. Ég held að FSG og LFC séu ekki mjög flóknir að skilja. Þetta verður líklega gluggi þar sem liðið endar í 10-15 milljóna plús. Hópurinn í ár var of stór að þeirra mati. Næstum engir sénsar fyrir góða leikmenn sem voru bara að tapa verðmætum á bekk og ungir leikmenn fengu engin tækifæri. Slatti á láni.

  1. Diaz var keyptur til að bakfylla fyrir Mane/Salah/Firmino. Það sést best á því að ætlunin var að ganga frá kaupunum í sumar. Þau kaup eru hluti af þessum sumarglugga. Einn ofangreindra fer örugglega í sumar. Ef tveir fara þá verður annar sóknarmaður keyptur, annars ekki.
  2. Elliott og Carvalho, ásamt kjúllum og einhverjum upprennandi taka við af Origi og Minamino. Það verða engir 40-50 milljóna menn á sóknarbekknum. Fyrr held ég að við sjáum Jones og jafnvel TAA prófa sóknarstöður!.
  3. Ef Neco verður ekki seldur þá munu hann og Gomez fylla fyrir TAA, nema einhver nýr ungliði geri það.
  4. Miðjan er eini staðurinn þar sem áreiðanlega verður keyptur leikmaður sem getur byrjað strax.. Hendo/Millie/Thiago/Keita eru ekki heilir og réttir menn nema fyrir um tvær stöður. Fabinho þarf Hendo sem bakfyllingu, Millie getur það ekki nema í neyð gegn lélegri liðum. Ég sé 40-60 milljónir í tilbúinn leikmann hérna.

  Fyrir þá sem vilja aðrar áherslur þá er bara að bíða eftir að FSG selji, Klopp hætti, eða velja sér annað lið. LFC hefur verið að tapa peningum og jafnvægi og stöðugleiki er það sem eigendurnir vilja. Alltaf vera í topp 4 og stundum að keppa um titilinn, og eiga alltaf séns í bikurum. LFC er ekki að fara í neitt galactico dæmi.

  7
 4. Hvað varð eiginlega um FFP regluverkið ? Er það ekki lengur í gildi eða hvað ? Geta lið bara eytt og eytt peningum án þess að félagið sé sjálfbært ? Ég er alveg hættur að skilja þetta. Það er ekki covid lengur :-/

  4
 5. City er reyndar að fá inn 2 sóknarmenn.
  Haaland og alvarez (minnir að hann heitir það) sagður vera næsta stjarna s-ameriku.

  Annars eins og James pearce talar (yfirleitt áreiðanlegur) að þá ætlar Salah bara að klára samninginn og fara frítt ef hann fær ekki 500þ pund á viku og hann vilji halda sig í ensku deildinni.
  FSG selur hann í sumar í stað þess að eiga í hættu á að missa hann frítt til chelsea eða city næsta sumar . Þetta er hræðileg staða, því það er ekki eins og salah hafi sýnt það undanfarnar vikur að hann eigi 500þ pund á viku skilið

  2
 6. 500 þús pund er vissulega vel í lagt en að tala um að Salah hafi ekki skilað sínu er bara ekki rétt, maðurinn er bæði markahæðstur og með flestar stoðsendingar í deildinni, hvað viltu meira frá einum leikmanni.

  1
   • Vissulega, afþví að hann var stórkostlegur fyrir áramót.
    Svo eftir afrikukeppnina, þá hefur hann bara ekki verið góður og of margir leikir sem hann hefur bara verið lélegur

    3
 7. Darwin Nunez er maðurinn sem við þurfum, okkur vantar svona sóknarmann.

  4

Liverpool 0 – 1 Real Madrid

Gullkastið – Merde!