Gullkastið – Merde!

Frakkar sýndi það og sönnuðu í eitt skipti fyrir öll að þeir eru ömurlegir heim að sækja, það var ekki hægt að standa mikið verr að Úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hjálpaði það ekki ofan í vonbrigðin yfir leiknum sjálfum.
Hvað gera Julian Ward, Jurgen Klopp og félagar í sumar til að hressa upp á hópinn og hvernig er prógrammið framundan í sumar?

1.mín – Klúður hjá Liverpool í París
12.mín – Hörmungar skipulag og lygar hjá Frökkum og UEFA
28.mín – Hvernig þróast Liverpool liðið í sumar – Silly Season
49.mín – Skrúðganga í Liverpool og hvað næst?

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull (léttöl)
Húsasmiðjan
Sólon Bistro Bar
Ögurverk ehf

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 384

5 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir góðan þátt og vonandi verður stutt í alvöru kaup hjá LFC og þar með nýjan þátt.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  2. Takk fyrir þáttinn.

    Að vissu leyti væri næsti gluggi tilvalinn til að ýta á reset á framlínuna og losa holy trinity. Fá e-h á milli 150-200mp fyrir þá þrjá. Í raun væri það svolítið galið og ábyggilega of miklar breytingar á of stuttum tíma. En kannski er rétti tíminn núna. Þeir þrír út ásamt Origi kallar að fá fjóra inn. Einhv af eftirtöldum; Bowen, Nunez, Sane, Gnabry, gæjann frá Villareal, Sarr, Pulisic, Coman, J.David og hinn gaurinn hjá Lille sem afþakkaði Lpool í den. Einn leikmaður sem ég er mjög hrifinn af er St.Maximin hjá Newc, er hann nokkuð norður af 30?

    Klárt mál að það þarf að græja back-up fyrir Trent. Mikilvægast er samt miðjan. Hendo búinn að dala mikið, Ox á útleið og Milner mögulega líka. Sammála að Bellingham er drauma-signing en finnst eins og það sé nánast staðfest að hann taki eitt tímabil í viðbót hjá Dmund. Á eftir honum væri það D.Rice, hann er bara alltof dýr. Svo er það endalausa pælingin að spila einhv í holunni. Þá er Maddison efstur á blaði. Kominn tími á að hann fari í stærri klúbb. Eitt er þó víst. Þetta verður rosalegur gluggi.

    2
    • Allt of mikið að losa alla þrjà sóknarmenn okkar. Það er talað um að Mane og Salah vilji báðir 400 þús pund á viku, og að Mane hafi sagt að hann vilji fara. Ég vona að Salah verði áfram og að við fàum einn sterkan þá í staðin fyrir Mane, þessi hjá Benfica væri flottur. Svo vantar okkur einn miðjumann líka, mér sýnist við vera að missa af þessum hjà Monaco, þà bara Bellingham. Annars treysti ég Klopp 100% fyrir þessu og vona bara að FSG bakki hann upp, enda erum við að spila ca 60-65 leiki á tímabili.

      1
  3. Væri til í að fá Dembele frá barca, hann er að renna út á samningi. Frábær leikmaður, teknískur og mjög hraður 🙂

    • Ótrúlega góður leikmaður þegar hann er í lagi…smá vild card en ef Klopp tekur hann þá er ég mjög spenntur fyrir honum ..

Næsta tímabil

Hvaða leikmenn kaupir Liverpool?