Úrslit CL – liðið gegn Real

Það er komið að því! Síðasti leikur tímabilsins, úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á Stade de France í París.

Liðið sem byrjar lítur svona út:

Bekkur: Kelleher, Matip, Gomez, Tsimikas, Milner, Keita, Ox, Curtis, Elliott, Firmino, Minamino, Jota

Madrídingar gáfu út sitt lið fyrir löngu síðan, og fátt sem kemur á óvart í þeirra uppstillingu:

Courtois

Carvajal – Militão – Alaba – Mendy

Modric – Casemiro – Kroos

Valverde – Benzema – Junior

Náum í sjöuna takk!

KOMA SVO!!!!!

35 Comments

 1. Er ég einn um að láta Rúrik fara í taugarnar á mér ” Vonbrigða tímabila hjá Liverpool”. Um hvað er maðurinn að tala!! og þessi augljósa öfund að Liverpool eigi líklega bestu stuðningsmenn heims.

  11
  • Eg gat ekki hlustað lengur á þá 3 og skipti yfir á btsport…..langar samt að hlusta á Hörð og Heimi lýsa leiknum

   6
   • ömurlegir. Vantar bara Gunnar Ormslev til að kóróna hryllinginn.

    5
 2. Verður svakalegur leikur er að horfa í Grikklandi leikurinn byrjar kl. 22:00 hjá mér, stendur líklega fram yfir miðnætti, við tökum þetta eftir drama í vídó

  3
 3. Lítur út fyrir að Keita muni byrja í staðinn fyrir Thiago, ekki staðfest samt…

  4
  • Það er ekki gott að heyra…..sem betur fer er Keita þá klár i staðinn

   3
   • Nýjustu fréttir eru að Thiago ætli að byrja eftir allt saman!

    5
 4. Þvílíkt og annað eins klúður hjá Frökkunum í skipulagningu. Hálftíma seinkun á úrslitaleik CL er fyrir neðan allar hellur!!!

  4
 5. Alveg með með ólíkindum að svona geti gerst. Ekki eins og þetta sé fyrsti stórleikurinn sem haldinn hefur verið þarna. Enn fullt af fólki fyrir utan leikvanginn sem á miða. En þeim tekst örugglega að koma sökinni á Liverpool áhagendur.

  1
 6. Hvað er eiginlega í gangi hjá Salah, hann heldur ekki bolta og tapar öllum návígum.

  3
 7. Salah búinn að vera magnaður og Mané lika ásamt Diaz. Langa dýrið hefur haldið RM inni æi leiknum.

  2
 8. Við erum þekktir fyrir það að vera betri i seinnihalfleik……samt góðir i fyrri

  1
 9. Trent er svo ofmetinn!! Drífur ekki yfir fyrsta varnarmann og kann ekki að verjast!

  1
 10. Guðanabænum verið jákvæðir. við erum að berjast á öllum vígstöðum. Meira en önnur lið.

  5
  • Jákvæðir!! Þetta er bara dapurt. Þetta Real lið er drasl of við lítum illa út!

   1
 11. Virðist vera algerlega ómögulegt að koma boltanum framhjá Courtois í þessum leik þvílíkur leikur hjá honum andskotans að hann eigi svona leik akkúrat núna.

  5
  • Frábært lið, spiluðum alla leiki sem í boði voru og vorum að keppa á móti UEFA og fleirum… þvílíkt stolltur af þessum gaurum

   2
 12. Hvað er að valda þessu. Endalaus umræða um að hinn og þessi séu að fara. Er það eðlilegt þegar verið er að berjsat umtittla á öllum vígstöðum. Held að eigendur þessa liðs þurfi að hugsa sinn gang.

  3

Upphitun: Liverpool vs. Real Madrid í CL Final í París!

Liverpool 0 – 1 Real Madrid