Gullkastið – Liverpool búið að bursta tennurnar frá 2018

Stærsti leikur tímabilsins framundan, Liverpool – Real Madríd í París í Úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þetta verður einfaldlega ekkert stærra en það. Hituðum upp fyrir leikinn í París, tókum stutt spjall við hressa meistara úr stjórn Liverpool klúbbsins sem eru staddir í París og horfðum aðeins yfir tímabilið sem var að klárast um helgina.

1.mín – Lokaumferðin og stemmingin á Anfield
18.mín – Real Madríd í París
28.mín – Stemmingin í Parísarborg
41.mín – Samanburður á liðunum

Leikurinn um helgina verður t.a.m. sýndur á efri hæðinni á Sólon í góðum gæðum og um að gera að smella sér þangað snemma til að ná sætum.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.Egils Gull (léttöl)
Húsasmiðjan
Sólon Bistro Bar
Ögurverk ehf

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi auk þess sem við heyrðum í Braga Brynjars formanni Liverpool klúbbsins, Sverri Jóni og Pálma Theódórs sem hafa verið í borginni frá því á þriðjudag eftir góða helgi í Liverpool borg.

MP3: Þáttur 383

7 Comments

  1. Frábær þáttur, þið eigið mikið hrós skilið. Ég fer inn á kop.is á hverjum degi og vonast eftir að þið séuð búnir að setja podcast inn.

    3
  2. Veit einhver hvort leikurinn á morgun verði í opinni dagskrá llíkt og undanfarin ár ?

    • Var einmitt að velta þessu fyrir mér líka.
      Viaplay eru með þetta og ég veit ekki betur en leikurinn eigi að vera í opinni.

      Vona að einhver viti þetta fyrir víst 🙂

Gullkastið – Uppgjör á lokaumferðinni og tímabilinu

Upphitun: Liverpool vs. Real Madrid í CL Final í París!