Liverpool 90 stig +

Liðið okkar stefnir í það að ná í 90 stig eða fleiri á þessu tímabili (getum farið í 92 stig) og gerist það ekki oft að lið ná þessum árangri.
Þetta er frábær árangur og til þess að styðja það þá er ágæt að skoða hversu oft hefur lið náð 90 stigum eða fleiri frá árinu 1990. Ákvað að hafa bara gamla meistara árið okkar sem upphafspunkt.

Hversu oft hefðu 90 stig eða fleiri dugað til sigurs í deildinni?
1990 90 stig eða fleiri hefðu dugað til að verða meistara
1991 meistarar
1992 meistarar
1993 meistarar
1994 Man utd náði 92 stigum en í 42 leikja deild.
1995 meistarar
1996 meistarar
1997 meistarar
1998 meistarar
1999 meistarar
2000 Man utd náði í 91 stigi
2001 meistarar
2002 meistarar
2003 meistarar
2004 Arsenal náði í 90 stig
2005 Chelsea náði í 95 stig
2006 Chelsea náði í 91 stig
2007 meistarar
2008 meistarar
2009 Man utd náði í 90 stig
2010 meistarar
2011 meistarar
2012 meistarar
2013 meistarar
2014 meistarar
2015 meistarar
2016 meistarar
2017 Chelsea náði í 93 stig
2018 Man City náði í 100 stig
2019 Man City náði í 98 stig og Liverpool 97 stig
2020 Liverpool náði í 99 stig
2021 meistara
2022 Man City og líklega Liverpool ná bæði yfir 90 stigum

Frá 1990 s.s 33 tímabil þá hefur aðeins 11 sinnum meistara liðið náð í eða yfir 90 stig(eitt í 22 liða deild) og ef við sigrum Wolves og náum í 92 stig þá hefur aðeins 6 lið náð þeim stiga fjölda og unnið)
Aðeins einu sinni í sögunni hefur lið náð yfir 90 stigum og ekki orðið meistara og það voru við 2019 og svo í ár verða það annað hvort við eða Man City sem bætist í þennan hóp.
Það sem liðið okkar er að gera núna er ótrúlegt og þótt að þetta endi ekki í meistaratitlinum þá held ég að allir sem vilja vita er að okkar lið í dag er í algjöri elítu með bestu liðum allra tíma og hefði liðið okkar oftar en ekki slátrað deildinni með þessum árangri í vetur. Það sem gerir þennan árangur í deild en þá merkilegri er að við erum í úrslitum meistaradeildar og höfum unnið FA Cup og deildarbikarinn svo að leikjaálagið er rosalegt á liðið.

YNWA – Liverpool 2022 er eitt besta lið allra tíma og ég tala nú ekki um ef það bætist við einn eða má láta sér dreyma tveir bikarar í viðbót.

9 Comments

 1. 90 plús og allt það, klopp bara verður að hringja í bukaya saka strax!

  1
 2. Áhugaverð samantekt. Önnur leið til að hugsa um þetta er svona. Ef LFC hefði enga af byrjunar mönnum sínum, en gæti spilað næstu 11 leikmenn alla leiki í deildinni, í hvaða sæti myndi liðið enda?

  Eitthvað í þessum dúr:

  Kelleher
  Neco, Gomez, Konaté, Kostas
  Elliott, Jones, Keita
  Jota, Firmino, Origi

  Á bekk væru; Ox, Milner, Minamino, Nat, Rhys, Morten, Gordon, og fleiri ungliðar.

  Þetta lið er sennilega nógu gott til að keppa um Evrópusæti. Og þetta lið er talsvert betra heldur en liðið sem Klopp fékk í hendurnar þegar hann byrjaði með LFC!

  2
  • Neco væri varamaður í þessu liði, King Milner væri sennilega hægri bakvörður, eða kannski Gomez og þá Nat í miðverði.
   Svo er Keita einn af 11 bestu þ.a. Hendo væri á miðjunni í þessu liði.
   Annars er ég sammála þér og pælingin er skemmtileg.

   • Já, má alveg deila um einstaka menn. Held að traustasta miðja LFC sé Fab, Thiago, Hendo. Keita hefur ákveðna hluti sem Hendo hefur ekki, en Hendo hefur miklu fleiri hluti sem Keita hefur ekki og öll stórlið þurfa.

    Varðandi Neco eða Millie. Ef þú skoðar liðið einsog ég setti það upp væri án vafa gott að hafa reynslubolta inná (svipað og ég segi með Hendo að ofan). En á hinn bóginn þá byggir leikkerfi LFC á því að hafa eldfljóta og skapandi bakverði — sérstaklega þegar liðið vantar sköpun annars staðar. Milner myndi aldrei verða lýst þannig. Þegar hann fer í bakvarðarstöðuna tapast ýmislegt. Held að Neco sé svipaðari Trent. En ekki aðalatriði.

    3
 3. Algjörlega ósammála þér með Hendo, í mínu liði væri hann alltaf í 11 bestu. Vissulega hefur Keita átt fína spretti inn á milli og þá sérstaklega núna eftir áramót, en svo hafa líka komið ansi margir leikir þar sem hann er bara miðlungsleikmaður. Held að Klopp sé ekki með Hendo sem fyrirliða af því að hann sé svona skemmtilegur 🙂
  En þetta er bara mín skoðun.

  12
 4. Mjög spennandi. Ég er að springa úr stolti af liðinu okkar!

  2
 5. Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Aston Villa 15 milljónir p í bónusgreiðslur ef Jack Grilish verður enskur meistari á fyrsta ári með Man. City. Ég hef ekki trú á að þeir vilji fórna þeirri upphæð fyrir stig sem skipta engu máli fyrir liðið.

  1
  • Liverpool ætti auðvitað að bjóða AV það sama ef Grilli verður ekki meistari.
   En staðan í deildinni sýnir að svona samningar geta haft óeðlileg áhrif á úrslit leikja. Á móti má spyrja sig að því hvort leikmönnum og stjórum sé ekki alveg sama hvort félagið fái nokkrar milljónir aukalega eða ekki, þeir vilja vonandi ná í úrslit og sýna fram á eigið ágæti.

   Óháð þessu eru yfirgnæfandi líkur á að City vinni AV… en ég á mér draum…

   2
 6. Miðað við hvernig Villa spilaði á móti Burnley fyrir 2 dögum, þá eru þeir ekki vænlegir til árangurs.

Southampton 1-2 Liverpool

Upphitun: Lokaumferð gegn Wolves á Anfield