Bikarúrslit á morgun!

Á morgun fær Liverpool tækifæri á að gera eitthvað sem liðinu hefur ekki tekist að gera síðan árið 2006 og það er að landa enska bikarnum en liðið mun mæta Chelsea aftur á Wembley en liðin mættust einmitt fyrr á leiktíðinni þegar Liverpool landaði Deildarbikarnum eftir ansi langa vítaspyrnukeppni.

Því miður virðist Englandsmeistaratitillinn vera runninn úr greipum en Liverpool hefur tvo sénsa til að gera leiktíðina engu að síður alveg stórkostlega. Nú þegar er einn titill kominn í hús og möguleiki á öðrum á morgun og þeim þriðja í lok mánaðar þegar Liverpool mætir Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þannig að vonandi lifir vonin um bikarþrennuna eftir leikinn á morgun.

Liverpool vann baráttu sigur á Aston Villa í miðri viku á meðan að Chelsea vann þægilegan sigur á Leeds. Helsti neikvæði punkturinn við sigurinn á Aston Villa er sá að Fabinho fór meiddur út af í fyrri hálfleik og mun ekki vera með á morgun né í loka leikjum deildarinnar en ætti að öllum líkindum að ná úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Það er eitthvað búið að vera talað um að þeir Kovacic, Jorginho og Kante gætu allir verið eitthvað tæpir fyrir leikinn en Kovacic og Kante æfðu í dag og á að meta stöðuna á þeim á morgun – sem þýðir nú yfirleitt alltaf að þeir muni 110% vera í byrjunarliðinu.

Liverpool hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur og það neikvæðasta er klárlega jafnteflið við Tottenham á Anfield sem gæti hafa gert út um vonir Liverpool á Englandsmeistaratitlinum. Fyrir utan jafnteflið þá hefur Liverpool verið að vinna sína leiki hvort sem þeir hafa spilað þá alla upp á sitt besta eða ekki, það var klárlega vottur af smá svona “þynnku” eftir Tottenham leikinn þegar Liverpool mætti Aston Villa en það var engu að síður frábær karaktersigur.

Chelsea hefur verið mjög misjafnir undanfarnar vikur. Frá 20.apríl hafa þeir tapað gegn Arsenal og Everotn, gert jafntefli við Man Utd og Wolves og unnið West Ham og Leeds – sem voru bæði manni færri í þeim leikjum. Frammistaða þeirra hefur því verið mjög misjöfn og kannski erfitt að giska á hvaða Chelsea mætir til leiks á morgun – hins vegar þá er þetta eini “marktæki” leikur þeirra sem er eftir á leiktíðinni og þeir hafa harma að hefna frá því fyrr í vetur svo það má sterklega búast við því að þeir muni mæta í þennan leik með miklum krafti.

Í ljósi þess að Fabinho er meiddur þá held ég að það verði Henderson sem muni spila djúpt á miðjunni fyrir Liverpool og þeir Thiago og Keita sitthvoru megin við hann. Ég held að það sé alveg bókað að Diaz, Mane og Salah verði saman frammi, Trent og Robertson verða í bakvörðunum, Van Dijk á sínum stað og þá spurning hvort það sé Konate eða Matip með honum. Konate hefur verið að spila svolítið undanfarið og staðið sig frábærlega en Matip hefur einnig verið frábær á leiktíðinni og skoraði í vikunni. Það er ekki ólíklegt að þeir muni rótera þessum loka leikjum á milli sín og ég yrði ekki hissa ef Konate kemur inn á morgun og Matip sé frekar hugsaður í viðureignina gegn Real Madrid.

Alisson

Trent – Konate – VVD – Robertson

Keita- Henderson- Thiago

Salah – Mane – Diaz

Vonandi mætir Liverpool almennilega til leiks á morgun og verða klárir í slaginn. Undanfarnir leikir við Chelsea hafa verið nokkuð erfiðir og þá sérstaklega þegar kemur að því að verjast hreyfanlegri sóknarmönnum þeirra eins og Mount og Havertz. Því gæti hraði Konate verið mikið vopn í leiknum og vont fyrir Liverpool að vera án Fabinho.

Vonandi tekst Liverpool að vinna leikinn, næla sér í annan titilinn á leiktíðinni og eiga þá enn möguleika á glæsilegri bikarþrennu!

12 Comments

 1. Liverpool bara VERÐUR að vinna. Ég kann alltaf betur við þegar við erum underdogs. Það er alvöru pressa á liðinu þessa dagana og liðið er að byrja leiki illa. Ef við vinnum í dag tel ég meiri líkur á við klárum Real í meistaradeildinni. Mark frá Salah snemma leiks væri yndislegt. Panta það.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

  10
  • Ekki er ég sammála að við séum underdogs, sé eiginlega ekki hvernig hægt er að fá það út. Hins vegar er ættu menn að vita það fullkomlega, að ekkert vanmat er í boði, sé það reyndar ekki gerast. En maður bíður spenntur fyrir þessum leik, sem ég held að verði hin besta skemmtun. Við vinnum í venjulegum leiktíma 2-1.

   YNWA

   • Eg sagðist bara kunna betur við að vera það. Þannig hefur það verið undanfarin ár. Ekki lengur. Eg upplifi okkur ekki sem underdogs.

    1
 2. Sælir félagar

  Þessi leikur leggst illa í mig. Það er bara eitthvað svo anstyggilegt við þetta bláa lið og blá lið yfirleitt og leikir við blá lið leggjast alltaf illa í mig. Við virðumst eiga afar erfitt með að vinna þetta lið í opnum leik og ef ég man rétt þá gerðum við jafntefli við þá í báðum leikjum leiktíðarinnar. Við gerðum líka jafntefli við þá í leiktíma í bikarnum síðast og unnum svo í langri vítaspyrnukeppni. Klopp verður bara að fara að finna leið til að vinna þessa andskota okkar. Vonum hið bezta.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 3. Mér finnst liðið í lægð, lægð líkt og við höfum áður séð. Það er ekkert mál að grípa til afneitunar og benda á góðan árangur í vetur og vænlega stöðu í hinum ýmsu keppnum. Ég tek undir þqnn frábæran árangur og finnst flest allt mjög jákvætt hjá klúbbnum. Þessar lægðir eru eitthvað sem öll lið ganga í gegnum, þau bestu líka. Birtingarmyndir liðanna í lægð eru samt ólíkar. Liverpool fer að hafa meira fyrir hlutunum, úrslitin verða mjög tæp en sleppa ótrúlega oft og einstaka leikmenn virðast heillum horfnir. Það verður sem sagt ekki algert hrun þar sem mörg stig tapast á mjög stuttum tíma eins og gerist hjá City. Hins vegar er aðdragandinn svo lævís að umræðan verður viðkvæm, getur misskilst og slitin úr samhengi. Ég spái tapi í báðum úrslitaleikjunum og að liðið endi 5 stigum á eftir City í deildinni. Yrði afskaplega sárt og svekkjandi en í raun samt frábær árangur á tímabilinu. Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér því stemningin í hópnum yrði slæm og það myndi torvelda samningamál. Ætli Salah myndi ekki hætta í fótbolta eftir að hafa upplifað það sama með landsliðinu.

 4. Mér finnst liðið í lægð, lægð líkt og við höfum áður séð. Það er ekkert mál að grípa til afneitunar og benda á góðan árangur í vetur og vænlega stöðu í hinum ýmsu keppnum. Ég tek undir þqnn frábæran árangur og finnst flest allt mjög jákvætt hjá klúbbnum. Þessar lægðir eru eitthvað sem öll lið ganga í gegnum, þau bestu líka. Birtingarmyndir liðanna í lægð eru samt ólíkar. Liverpool fer að hafa meira fyrir hlutunum, úrslitin verða mjög tæp en sleppa ótrúlega oft og einstaka leikmenn virðast heillum horfnir. Það verður sem sagt ekki algert hrun þar sem mörg stig tapast á mjög stuttum tíma eins og gerist hjá City. Hins vegar er aðdragandinn svo lævís að umræðan verður viðkvæm, getur misskilst og slitin úr samhengi. Ég spái tapi í báðum úrslitaleikjunum og að liðið endi 5 stigum á eftir City í deildinni. Yrði afskaplega sárt og svekkjandi en í raun samt frábær árangur á tímabilinu. Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér því stemningin í hópnum yrði slæm og það myndi torvelda samningamál. Ætli Salah myndi ekki hætta í fótbolta eftir að hafa upplifað það sama með landsliðinu.

 5. Mér finnst liðið í lægð, lægð líkt og við höfum áður séð. Það er ekkert mál að grípa til afneitunar og benda á góðan árangur í vetur og vænlega stöðu í hinum ýmsu keppnum. Ég tek undir þqnn frábæran árangur og finnst flest allt mjög jákvætt hjá klúbbnum. Þessar lægðir eru eitthvað sem öll lið ganga í gegnum, þau bestu líka. Birtingarmyndir liðanna í lægð eru samt ólíkar. Liverpool fer að hafa meira fyrir hlutunum, úrslitin verða mjög tæp en sleppa ótrúlega oft og einstaka leikmenn virðast heillum horfnir. Það verður sem sagt ekki algert hrun þar sem mörg stig tapast á mjög stuttum tíma eins og gerist hjá City. Hins vegar er aðdragandinn svo lævís að umræðan verður viðkvæm, getur misskilst og slitin úr samhengi. Ég spái tapi í báðum úrslitaleikjunum og að liðið endi 5 stigum á eftir City í deildinni. Yrði afskaplega sárt og svekkjandi en í raun samt frábær árangur á tímabilinu. Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér því stemningin í hópnum yrði slæm og það myndi torvelda samningamál. Ætli Salah myndi ekki hætta í fótbolta eftir að hafa upplifað það sama með landsliðinu.

 6. Er ekki kominn tími á að Salah fari að sýna sitt rétta andlit – búinn að vera skelfilega lélegur eftir áramótin! Aragrúi atvika í undanförnum leikjum þar sem liðsfélagar í opnum færum en Salah reynir frekar eitthvað út úr korti á eigin spýtur! Mér liggur við að segja að það megi fara fá aura í kassann fyrir hann áður en hann fer frítt!

  Annars verður þessi leikur stálin stinn, bæði lið spila varfærið, kæmi ekki óvart að endaði í framlengingu og vító.

  1

Boss Night á Íslandi – Jamie Webster

Byrjunarliðið í úrslitum klárt!