Aston Villa 1 – 2 Liverpool

Það var sko engin lautarferð hjá okkar mönnum til Birmingham í kvöld, því Villa gáfu allt í verkefnið og ekki hjálpaði dómgæslan til við að halda baráttunni niðri. En 3 stig í hús, og enn getum við leyft okkur að vona.

Mörkin

1-0 Luiz (3. mín)
1-1 Matip (6. mín)
1-2 Mané (65. mín)

Gangur leiksins

Maður var rétt svo búinn að dreypa á fyrsta Ribena sopanum þegar heimamenn voru komnir yfir. Reyndar klár rangstaða í aðdraganda marksins, en hei David Coote var í VAR herberginu svo þetta fékk auðvitað að slæda. En okkar menn létu þetta ekki slá okkur út af laginu eins og fyrir 18 mánuðum síðan á Villa Park, og jöfnuðu í svo gott sem næstu sókn. Sending eftir aukaspyrnu inn á vítateiginn, svolítil barátta um boltann, en að lokum náði Virgil boltanum við vinstra markteigshornið, renndi inn í markteiginn þar sem Joel Matip rak stórutána í boltann og setti hann í netið. 1-1 eftir 6 mínútur, og þó hlutfallið milli marka per mínútu hafi nú ekki haldist alveg svona hátt út leikinn var þetta vísbending um hraðann sem átti eftir að ríkja í leiknum.

Okkar menn urðu fyrir allnokkru áfalli eftir hálftíma leik þegar Fabinho fékk tak aftan í læri og þurfti að fara af velli. Hendo kom í hans stað, og þetta setur örugglega aðeins strik í reikninginn fyrir bikarúrslitaleikinn um helgina. Bæði var sjálfsagt reiknað með að Fabinho myndi spila þann leik, og eins var varla planið að láta Hendo spila klukkutíma í kvöld. En þetta er staðan og ekkert annað að gera en að spila úr þeim spilum sem liðinu hafa verið gefin.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik, og staðan því 1-1 þegar menn gengu til búningsherbergja. Í upphafi síðari hálfleiks náði Díaz að skora en var ansi rúmlega rangstæður. Á 61. mínútu kom svo önnur skipting okkar manna, Curtis Jones kom af velli eftir að hafa verið ansi sprækur, og Thiago kom í hans stað. Það var svo aðeins 4 mínútum síðar sem þessi skipting bar árangur, en þá fékk Díaz boltann á vinstri kantinum, spilaði upp að vítateigshorni, gaf sendingu inn að vítapunkti þar sem Sadio Mané átti hnitmiðaðan skalla í hornið fjær, óverjandi fyrir Martinez sem hafði annars átt ágætan leik.

Skömmu síðar var Coutinho tekinn af velli, og hafði nú ekki sett mark sitt á leikinn svo heitið gæti. Buendia kom í hans stað, og það var eins og við manninn mælt að pressan frá Villa jókst umtalsvert. Svo kom Salah inná fyrir Díaz, sem segir okkur að sá Kólumbíski er að fara að byrja gegn Chelsea á laugardaginn. Salah náði ekki að brjóta upp þetta markaþurrðartímabil sem hann er búinn að vera í, en var annars sprækur. Ings náði að skora undir lokin en var rangstæður og það réttilega dæmt svo. Keita varð fyrir hnjaski í uppbótartíma og ekki alveg ljóst hversu slæm þau voru, en okkar menn náðu semsagt að sigla þessu heim við mikinn fögnuð okkar Púlara en minni fögnuð Villa manna.

Frammistaða leikmanna

Þessi leikur var svolítið köflóttur. Sumir leikmenn voru almennt að ströggla, t.d. Tsimikas, en hann slapp þó frá þessu og Andy fékk dýrmæta hvíld fyrir helgina. Keita var köflóttur sömuleiðis, og var augljóslega sprunginn undir lokin. Jota hefur oft verið klínískari, en skilaði þó sínu. Þeir sem helst standa upp úr eru Luis Díaz og svo miðverðirnir okkar. Annars var þetta bara gamaldags baráttusigur, og það hvernig stigin þrjú komast í hús skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli ef þau nást í hús á annað borð.

Umræðan eftir leik

Auðvitað hljótum við að velta fyrir okkur hvort City muni misstíga sig í lokin. Það er ljóst að City þarf annaðhvort að tapa a.m.k. einum leik, og svo þurfum við að vona að okkar menn nái að vinna upp markamuninn (Saints eru t.d. ekki enn búnir að tapa 9-0 á þessari leiktíð #justsayin), nú eða þá að City geri tvö jafntefli. Þeir eiga bara 3 leiki eftir, og verða búnir að spila 2 þeirra áður en okkar menn taka á móti Southampton. Er líklegt að þetta falli með okkar mönnum? Við skulum bara orða það þannig að þetta verður alltaf ólíklegra. En er þetta búið? Alls ekki.

Það þarf líka aðeins að ræða breiddina í framherjastöðunni. Luis Díaz er að koma þvílíkt sterkur inn, kannski ætti Liverpool að gera meira af því að taka inn leikmenn að nafni Luis í janúargluggunum? Það nákvæmlega hvar hann var að spila í kvöld var að vísu aðeins á reiki, það mátti greina örlítinn stöðuusla hjá okkar fremstu þremur, þá sérstaklega Díaz. Salah er ekki enn kominn að fullu til baka, núna hefur hann nákvæmlega fjóra leiki til þess (næsti leikur væri t.d. alveg tilvalinn). Mané er hægt og bítandi að stimpla sig inn meðal bestu knattspyrnumanna í heiminum í dag. Hann fer bara í þá stöðu sem hentar liðinu best, og er að spila allar þær mínútur sem hann er beðinn um að spila. Það er svolítið magnað að Diogo Jota sé svo í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar (jafn Sadio Mané eftir leik kvöldsins), en á ekki lengur fast sæti í liðinu. Talandi um fyrstaheimsvandamál.

Framundan

Það er risaleikur um helgina. Úrslitaleikur númer 2 gegn Chelsea þessa leiktíðina. Mikið væri nú gaman að krækja í dollu númer 2 á tímabilinu. Hugsanlega þarf maður að hafa áhyggjur af leikjaálaginu á tilteknum leikmönnum: Keita spilaði 90 mínútur og þarf líklega að byrja á laugardaginn, Trent er búinn að spila 90 mínútur síðustu tvo leiki og mun sjálfsagt byrja sömuleiðis. Hendo átti örugglega ekki að spila klukkutíma, og það er nánast öruggt að við verðum án Fabinho. Mané spilaði 90 mínútur, getur verið að við sjáum Firmino byrja á laugardaginn? Virgil spilar allar mínútur ef hann er heill, ég held hann eigi að ráða við það en það væri samt gaman ef það gæfist tækifæri til að gefa honum smá andrými einhverntímann.

Er á meðan er. Og munum að njóta þess að fylgjast með þessu frábæra liði okkar, það eru fjórir leikir eftir af þessari leiktíð og svo taka við laaaangir sumarmánuðir!

34 Comments

 1. Úff tæpt og erfitt var þetta kvöld, Villa seldu sig gríðarlega dýrt og ætluðu svo sannarlega ekki að gefa okkur stigin.
  Verst eru meiðsli Fabinho en vonandi verður hann klár sem allra fyrst.

  6
 2. Ef að Salah hefði skorað í leiknum þá hefði hann orðið annar leikmaðurinn í sögu Liverpool til þess að skora mörk í fjórum leikjum í röð gegn Aston Villa. Salah skoraði ekki þannig að “Sir” Roger er ennþá sá eini sem hefur afrekað þetta.

  3
 3. Ekki leit það vel út hjá Fabinho tognun aftan í læri alltaf lámark 4 vikur úti.

  1
 4. Sæl og blessuð.

  Þetta var hörkuviðureign, alvöru rimma. Ings er einn fárra seldra leikmanna Liverpool hefði betur fengið að vera áfram í liðinu. Sá hefði fallið inn í hópinn með þessa baráttu og elju.

  Var ánægður með hafsentana og það var gaman að sjá Tsimikas sprækan. Svo var Henderson góður þegar hann kom inn á og Diaz er alltaf góður. Mané átti frábært mark en oft eru þeir ósamstilltir þarna í sókninni. Jota barðist ágætlega en hefið viljað sjá klínískari slútt hjá honum.

  En eins og skýrsluupphitari skrifar: Það er von og það er amk spenna. Er það ekki einmitt þetta sem við sækjumst eftir? Litið gaman þegar að engu er að keppa. Svona var þetta líka í fyrra þegar öll sund virtust lokuð. Það er alltaf gaman að vera púlari og klárlega alltaf spennandi!

  7
 5. A.Villa gáfu ekkert eftir og skoruðu alltof snemma í leiknum.
  Það er meiri spenna svona og frábært ef þeir geta endað mótið með að klára leikina með sigrum.
  Vonandi var þetta ekki slæmt með Fabinho.
  Mané maður leiksins fyrir mér.

  6
 6. Vonandi er Keita í lagi eftir að hafa lagst i grasið i lok leiks……þessi leikur tók toll…Chelsea á erfiðan leik á morgun meiga varla tapa stigum geta enn fallið í 5 sætið með töpum af rest…

  6
 7. Svakalega var Klopp orðin grömpí í restina. Gnísti tönnum alveg tjúllaður, kallinn! Væri fróðlegt að vita hvað fór svona í taugarnar á honum.

  3
   • Jon Moss, það var pínu gaman að fylgjsat með honum í gær. Hann missti stjórn á þessu á fyrstu mínútum leiksins. En hann hjálpaði okkar mönnum ef eitthvað er. Væri meira pirraður á honum héldi ég með Villa.

    Annars bara hrikalega anægður með minn mann Mane. Þvílíkur leikmaður. Á off degi getur hann verið maður leiksins.

    Verður fróðlegt að sjá byrjunarliðið gegn Chelsea. Liverpool hefur verið að byrja leiki illa að undanförnu.

    Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

    3
 8. Þetta var torsóttur sigur og greinilegt að þreytan er farin að segja til sín núna þegar lítið er eftir af tímabilinu. Skil ekki hvað Fab var að byrja þennan leik, finnst hann hafa spilað síðustu tíu leiki og var greinilega mjög þreyttur, sá það á sendingum og frammistöðu fyrir meiðslin. Hendo hefði alltaf átt að byrja og Fab kannski að koma inn síðustu 30 mín. með bikarúrslitin í huga. En vonin um titil lifir og við eigum enn hörkuleikmenn á bekknum. Nú er þeirra tækifæri til að láta ljós sitt skína.

 9. Van Dijk stjórnaði vörninni eins og herforingi. Maður leiksins.

  7
 10. Getur verið að tveir miðjumenn hafi meiðst í kvöld og því ætla ég að vera aðeins meira á því að Trent byrji ekki næsta leik væri allveg til í að hvíla hann og hafa til vara sem annaðhvort í bakvörð eða jafnvel miðju.! Nú veit ég að ég hef ekki verið jákvæður á að nota Gomes í bakvörðinn en hann hefur verið að gera það mjög vel upp á síðkastið og þá sérstaklega varnarlega þar sem mér finnst Trent ekki alltaf hafa verið upp á sitt besta í síðustu leikjum en ég veit að herra Klopp mun finna út úr þessu án sófasérfræðings frá Íslandi. Annars frábær sigur á móti erfiðum MOSS.

  YNWA.

  3
 11. Sadio Mane er minn maður leiksins.

  Sigurmark og á fullu að ógna allan leikinn.
  Aðrir góðir voru Diaz, Thiago, Van Dijk og Alisson.

  Carragher er hrifin af Mane

  When I have watched Liverpool as a fan, Sadio Mane is my favourite player,” Carragher told Sky Sports. “There is just something about Mane. He’s sacrificed himself at times and the shift he puts in.
  “I’m a huge fan of Sadio Mane and I can assure you he will be going nowhere because I will not let him go to Bayern Munich, he’d have me to deal with

  “I love him, absolutely love him to bits. And not just because he’s a great player and what he’s done for Liverpool.

  “He initially came in on the right wing then moved to the left when Salah arrived. Diaz comes in on the left and Mane goes to centre-forward.

  “He’s always moving for someone else but his performances never drop. It doesn’t seem to matter where Mane plays, you get exactly the same from him, the same cannot be said for the rest of the Liverpool attack.”

  Vanmetnasti heimsklassa leikmaður heims. Það talar nánast engin um þennan kappa en hann er kominn með 22 mörk á tímabilinu( 15 í deild), er algjör vinnuhestur í 90 mín, frábær liðsmaður, er með frábæra fyrstu snertingu, hraður, áræðin, og gerir þetta allt með bros á vör.

  Jurgen Klopp eftir leikinn í kvöld
  “He’s a machine, I told him after the game,” Klopp told Sky Sports. “[He’s a] massive player, his physicality is brutal. The mix of technique, desire and physicality.

 12. Sæl og blessuð.
  Góður sigur en það voru mikil þreytumerki á liðinu og það undrar mig ekki. Vonandi ná þeir að hlaði batteríinn fyrir laugardaginn.

  3
 13. Sælir félagar

  Ég er sáttur við niðurstöðuna og fannst AV leggja sig alla í verkefnið og gera okkar mönnum erfitt fyrir. Báðir aðilar ósáttir við dómgæsluna svo hún hefur verið álíka illa framkvæmd fyrir bæði lið. Hitt er annað að lið virðast vilja fórna lífi og limum gegn Liverpool en leggjast svo í grasið og láta troða á sér þegar City á í hlut. Í bezta falli sérkennilegt en í versta falli eitthvað annað.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
  • Alveg sammála. Mér finnst mörg lið vera búin að henda hvíta handklæðinu inn þegar þau mæta City. Virðast vera búin að tapa fyrirfram og hafa enga trú á verkefninu. Sum lið mæta jafnvel með hálfgerð varalið því þau ætla að ná í stigin annars staðar.
   Held því miður að City klári sína leiki en það er alltaf hægt að láta sig dreyma………….

   3
 14. 3 stig í hús sem er allt sem þurfti í bili. Hefði viljað sjá stærri sigur en leikurinn bauð alls ekki uppá meira, nú er bara að vona að olíuliðið tapi einvherjum stigum á lokasprettinum. Ég er ekkert ofurbjartsýnn á það en meðan það er von þá leyfi ég mér að trúa. Nú er bara að bíta í þær margfrægu skjaldarrendur og setja allt púðrið sem eftir er í að ná í þessa tvo bikara sem við getum náð í af eigin rammleik. Það verður gaman að sjá uppstillinguna um helgina, miðað við hverjir léku í þessum leik, ég tippa á að þetta verði svona: Alison, Alex Arnold, Konate, Van dijk, Robertsson, Thiago, Henderson, Keita (eða Jones ef Keita er tæpur), Diaz, Mane, Salah.

  2
  • Held að þetta sé uppstillingin sem við munum sjá. Smá séns að Matip fái sénsinn í stað Konate, hann byrjaði jú úrslitaleikinn í deildarbikarnum. Yrði samt ekkert gapandi hissa að sjá Konate.

   2
   • Miðjan er núna lang-viðkvæmasti hluti liðsins. Ef Fab er frá og jafnvel Keïta líka, þá erum við að horfa á Hendó OG Milner með Thiago. Amk. á meðan Curtis Jones finnur ekki fimmta gírinn sinn. Nema auðvitað að Ox fái að koma inn úr kuldanum (og geti eitthvað).

   • Hef reyndar trú á því Daníel að Matip byrji ef hann er í 100 % standi en það hefur sýnt sig að hann er ekki að spila alla leiki. Verður væntanlega hvíldur fyrir næsta deildarleik en hvað veit ég svo sem , mér er nokk sama vil bara sigur og ekkert annað

    1
 15. Ég mun fylgjast spenntur með leiknum í kvöld, Wolves – City
  Það sem gerir mann smá bjartsýnan er að vörnin hjá City er veik ef að Wolves þora að sækja á hana.
  Mendy í fangelsi
  Stones frá út tímabilið
  Walker frá út tímabilið
  Dias frá út tímabilið
  Ake mjög tæpur að ná leiknum í kvöld.
  Það er von og á meðan það er þá trúi ég á kraftaverk

  5
  • Tuchel er með Lukaku í byrjunarliðinu. Havertz, Werner, Azpilicueta o.fl. á bekknum. Er hann að spara besta liðið sitt fyrir bikarleikinn?

   • Er hann ekki bara að nýta hópinn, svipað og Klopp gerði með því að spila Curtis og Tsimikas?

    2
 16. Góður seiglusigur, ég hefði samt viljað sjá uxann í stað curtis í liðinu en hans dagar eru líklega taldir hjá lfc. Ég er skíthræddur um að annaðhvort salah/mané verði seldir í sumar og tveir óvæntir nokkuð ungir sóknarmenn plús miðjumaður komi í sumar.
  Ég held að liverpool breyta ekki launastrúkturnum fyrir þá þrátt fyrir allt.

  2
  • Við eigum ekki að breyta þessum launamálum. Frekar að selja þá Salah eða láta hann spila út samninginn. Við finnum aðra snillinga undir Klopp eins og Diaz og fleiri. Við eigum ALDREI að samþykkja að greiða 400-500þús fokkings pund á VIKU! Agentarnir eru því miður að eyðileggja ferilinn hjá mörgum góðum leikmönnum eins og allt stefnir í hjá Salah en það eiga þeir ekki að komast upp með.

   10
   • Ef Liverpool ætlar að halda sínum bestu mönnum þurfa þeir að borga þeim þau laun sem hinir stóru klúbbarnir eru að borga, það er bara þannig!
    Minn hetasti draumur er að losna við þessa eigendur í sumar, þeir eru því miður
    mörgum númerum of litlir til að eiga klúbb eins og Liverpool!

    2
 17. Hvar væri ManC án De Bruyne hann er allt í þessu liði en þetta er ekki búið ég segi tap á móti West Ham og jafntefli ínsíðasta ! Má alltaf láta sig dreyma, sá ekki leikinn áðan en heyrði einhverstaðar að Úlfarnir hefðu átt að fá ca. 3 víti Atkinson að eiga topp dag í kvöld eins og Moss í gær?

  YNWA.

  2

Liðið gegn Villa

Boss Night á Íslandi – Jamie Webster