Liverpool 1 – 1 Tottenham

Leikurinn í kvöld spilaðist lengst af eins og við var búist. Tottenham mætti til leiks og spilaði djúpan varnarleik og reyndi að beita skyndisóknum með hlaupara í kringum Harry Kane. Liverpool voru því mun meira með boltann og reyndu hvað þeir gátu að finna opnur í vörn Tottenham. Það gekk hinsvegar ekki nægilega vel, framan af fundust nokkur hálffæri en það hættulegasta kom eftir skalla frá Van Dijk úr hornspyrnu.

Varnarmenn Tottenham áttu góðan leik en framan af áttu þeir erfitt með að spila sig úr pressu Liverpool og hefðu okkar menn nokkrum sinnum átt að gera betur þegar á þeim kafla. Tottenham ógnaði þó ekki mikið framan af en minntu á sig þegar Hojberg átti frábært skot í stöngina af löngu færi.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svo á sömu nótum og sá fyrri hafði endað en á 56. mínútu komust Tottenham í skyndisókn þar sem Kane kom boltanum á Sessegnon sem kom boltanum fyrir miðjan teigin á Son sem skoraði auðveldlega. Varnarleikur Liverpool alls ekki til útfluttnings þarna. Eftir markið urðu leikmenn Liverpool greinilega stressaðir fóru að brjóta heimskulega og létu Tottenham leikmennina fara gríðarlega í taugarnar á sér. Sextán mínútum fyrir leikslok kom svo jöfnunarmarkið þegar Diaz átti skot sem fór í varnarmann Tottenham og þaðan í netið.

Það sem eftir lifði leiks reyndi Liverpool að dæla boltum inn í teig sem var mjög auðvelt fyrir varnarmenn Tottenham og voru það Tottenham sem áttu eina almennilega færið á loka mínútunum. Undarlegt miðað við hversu mikið við reyndum að ná háum boltum inn á teig að Divok Origi sat á bekknum allan leikinn.

Bestu menn Liverpool

Markaskorarinn og nýja stjarna liðsins Luis Diaz var bestur okkar manna í dag. Ekki aðeins skoraði hann jöfnunarmarkið, hann hljóp einnig eins og enginn væri morgundagurinn og var eini sóknarmaður liðsins í dag sem maður hafði alltaf trú á því að það væri eitthvað hættulegt að gerast þegar hann fékk boltann. Einnig var Thiago flottur á miðsvæðinu.

Vondur dagur

Mane og Salah áttu ekki sinn besta dag í dag. Mane vann vel í pressunni og var fínn í uppspilinu í fyrri hálfleik og Salah átti nokkra flotta spretti og var nálægt því að vera kominn í dauðafæri þegar Sessegnon reif hann niður en það gekk illa fyrir þá að komast í almennilegar stöður.

Umræðan

Umræðan í dag snýrst aðallega um það hvort titillinn sé farinn. Vissulega voru þetta stig sem máttu helst ekki tapast en nú er staðan þá þannig að ef Man City tapar einum leik og bæði lið vinna rest þá enda bæði lið jöfn á stigum. Vissulega eru líkur okkar því töluvert minni en þær voru í morgun en öll von er ekki úti enn.

42 Comments

 1. Sæl og blessuð.

  Alvöru andstæðingur með frábæra vörn. Gott að tapa ekki. Höldum dampi. Game on.

  Efst í deild. Úrslitaleikur í FA og í CL framundan.

  Ekkert að því.

  15
  • Risa stig…….farið ef við hefðum tapað tökum þetta árið á markatölu…..

   8
 2. Ansi mikil Meistaradeildarþynnka. Svona gerist en ekki öll nótt úti enn.

 3. Þýðir ekki að hengja haus okkar menn börðust allan leikinn en voru óheppnir að nýta ekki færin.
  Vörnin hjá Tottenham það gekk nánast allt upp hjá þeim.
  City þarf að tapa leik en hver veit hvað gerist.

  9
 4. Þetta var bara hörkuleikur hjá tveim góðum liðum. Skil ekki þetta væl um að allt sé komið í skrúfuna. Við erum efstir og verðum það eftir morgundaginn, hugsanlega stigi á eftir city og mögulega þrem stigum á eftir þeim. En þetta er klárlega ekki búið þó svo city sé í bílstjóra sætinu eins og þeir hafa reyndar verið í þó nokkurn tíma. Við erum komnir með einn bikar nú þegar og tveir úrslitaleikir eru handan við hornið. Er hægt að biðja um mikið meira…..ég bara spyr 🙂
  YNWA

  17
 5. Lélegt að vinna ekki miðlungslið á heimavelli. Sérstaklega þegar svo mikið er í húfi.

  8
  • Þetta er ósangjart Dude….þú veist meira um fótbolta en þetta komment

   18
   • Ok.

    Sköpuðum ekki eitt einasta dauðafæri í leiknum.

    Við erum 21 stigi fyrir ofan Tottenham.

    Með alla nema Firmino ómeidda.

    Og á heimavelli okkar Anfield Road Mekka fótboltans.

    Sorry ég bara get ekki séð hvernig þetta geta talist góð úrslit – þó ég myndi setja upp Pollýönnu-gleraugun (á þó engin svoleiðis).

    9
   • Ég var nú mest að benda á staðreyndir.

    En það er vissulega mín skoðun að það sé slappt að vinna ekki Tottenham á heimavelli. Með alla bestu mennina ómeidda.

    Þetta var Tottenham. Ekki City, Chelsea eða Real Madrid.

    4
 6. Við viljum alltaf gera okkur erfitt fyrir og halda allri spennu á lofti þetta árið vinnum við á markatölu…….city þurfti alltaf að tapa stigum spurning um jafntefli eða tap….núna snýst það um 1 tap hjá city og bæði lið vinna rest síðan markatölu við tökum það með einu marki stöngina inn….

  4
 7. Varðandi andstæðinginn: Tottenham er lið sem vann City tvisvar á leiktíðinni.

  Gefum okkur svo að City vinni alla sína leiki sem eftir eru, og að Liverpool geri það sama. Þá vinna þeir með 3ja stiga mun, en hefðu unnið með eins stigs mun ef þessi leikur hefði unnist (og önnur úrslit væru eins).

  Spyrjum að leikslokum. Þetta er ekki búið.

  18
 8. Má aldrei hvíla Salah bara spyr ? svo átti Trent allveg hræðilegan leik bara svo því sé halfið til haga hann hætti bara og varð áhorfandi í varnarvinnunni þegar við fengum á okkur markið eitthvað sem á bara ekki að vera í boði. en nú tapa
  Man shiti bara á morgun og við tökum upp gleði okkar á ný !

  YNWA.

  8
 9. Það er ekki hægt að vera fúll eftir þennan leik. Liðið réð lögum og lofum og spilaði glimrandi á köflum en Tottenham spilar grjótharðan varnarleik og þeir björguðu trekk í trekk með því að fleygja sér fyrir bolta á leið í markið. Tóku svo Everton á þetta eftir að hafa skorað mark, töfðu og vældu og reyndu að hægja á tempóinu. Eina sem hefði að ósekju mátt gera meira af var að skjóta fyrir utan teig, skilaði okkur einu marki í dag.

  Þetta er fjarri því að vera búið og ræðst örugglega ekki fyrr en í síðustu umferðinni. Treystum á Gerrard og hans menn þar.

  3
 10. Sé fyrir mér að Danny Ings skori sigurmark Villa á móti City í lokaumferðinni og tryggi okkur titilinn.
  Annars var útilokað að liðið gæti bara unnið alla leiki, það styttist alltaf í vond úrslit og þau komu í dag.
  Vonandi á City slæman leik eftir.

  4
 11. City eiga alls ekki auðvelda leiki eftir.
  Newcastle heima
  Wolves úti
  West Ham úti
  Gerrard og Villa heima
  Get alveg séð fyrir mér töpuð stig hérna.
  West Ham eru að berjast við united um evrópusæti og verða erfiðir.

  4
 12. Mér var nær að vera að skemmta mér yfir því hvernig Brighton tjargaði og fiðraði Man Utd.

  En samt: Í fyrsta lagi er þetta ekki búið með deildina ennþá. Í öðru lagi hefur ENGINN tekið fernuna. Aldrei. Og í þriðja lagi eru þessir piltar að fara í úrslitaleiki í bæði FA cup og Meistaradeild. Gætu unnið þrennu.

  Þeir eru einfaldlega þreyttir núna. Og skyldi engan undra.

  (Helvíti var samt gaman að horfa á skokkfélagið Muuuu tapa stórt.)

  4
  • Það sem er svo magnað í þessu er að United er þrátt fyrir allt í 6. sæti deildarinnar, en eru með eitt mark í plús í markamun. Það er í alvörunni ekki útilokað að þeir endi í mínus í lok leiktíðar.

   1
   • Þeir væru í hressilega djúpum skít ef ekki væri fyrir mörkin frá gömlu treyjusölu-stjörnunni.

    3
  • En þetta með þreytuna fær mann til að spyrja sig: ætti að spila vel róteruðu liði gegn Villa í miðri viku? Ef lykilmenn (Trent, Fab, Virgil, Salah, Mané…) eru farnir að þreytast, er þá ekki málið að gefa þeim smá andrými og fá þá ferska inn í bikarúrslitin um næstu helgi? Það má spila Firmino, Origi, Minamino eða Jota frammi (veljið 3 af 4), það má spila Curtis, Milner og Keita á miðjunni, það má spila Tsimikas og Gomez í bakvörðunum. Vissulega ekki sterkasta liðið gegn Villa, en væri endilega betra að spila fyrstu 11 ef þeir eru orðnir þreyttir hvort eð er og hafa þá ennþá þreyttari um næstu helgi?

   6
 13. Meistaradeildarþynnka eða einfaldlega þreyta á löngu tímabili. Spurs heldur áfram að vera jó jó lið eins og í mörg ár. Geta unnið alla og tapað fyrir öllum og eru stórhættulegir á sínum besta degi. Óþarfi að gera eitthvað lítið úr því. Enska PL deildin er ekki deild með einhverjum bjálfum eða liðum sem geta ekki spilað fótbolta. Liðin á Englandi geta öll unnið hvert annað eins og margoft hefur verið sannað og þýðir ekkert að reyna að taka liðin þar með einari. Það er bara staðreynd.

 14. Ef við tökum innbyrðis, Chelsea, MC, Spurs og Liverpool í vetur. Eins og þetta sé einhver grínbók?? 4 leikir farið 2-2. Veit ekki hvort Liverpool á einfaldlega skilið að vinna deildina með svona gegn hinum efstu.
  Chelsea 6 2 2 2 8-5 8 stig
  MC 6 2 2 2 8-8 8 stig
  Spurs 6 2 2 2 7-10 8 stig
  Liverpool 6 0 6 0 10-10 6 stig

 15. Á okkar góða lið skilið að vinna titilinn? Innbyrðis viðureignir í vetur:
  Chelsea 6 2 2 2 8-5 8 stig
  MC 6 2 2 2 8-8 8 stig
  Spurs 6 2 2 2 7-10 8 stig
  Liverpool 6 0 6 0 10-10 6 stig

  6
  • Í fyrsta lagi eru það Arsenal en ekki Tottenham sem eru í fjórða sæti. Í öðru lagi er þetta deild 20 liða en ekki 4.

   5
   • Arsenal var bara alls ekkert til umræðu hjá mér. Eins og okkar ágæta lið er gott þá hefur þeim bara alls ekki gengið sem skyldi gegn mörgum liðum sem eru í efsta hlutanum. En meira og minna fullt hús gegn neðri hlutanum, sem er gott.

    6
 16. Einmitt það sem ég hugsaði þegar boltarnir komu trekk í trekk háir inn í teiginn að Origi hefði átt að koma inn á og fá að reyna á sig síðasta korterið.

  En stig er stig og það hlaut að koma að því að liðið myndi misstíga sig eftir ótrúlega sigurgöngu síðastliðin misseri. Salah átti erfitt uppdráttar í þessum leik og þarf hvíld. Skriðþunginn er City meginn,en sjáum til með þeirra framgöngu í dag,þó ég búst við stórsigri hjá þeim gegn Skjóunum.

  5
 17. Athyglisverð tölfræði hjá hjalta þ hér að ofan. Svo vil ég bara meina að Origi hefði nýst okkur betur en Salah í sumum leikjum að undanförnu, t.d. gegn Tottenham.

  6
  • Einmitt Stefán. Tímabilið áður en Liverpool varð meistari var okkar lið því miður undir í viðureignunum við MC (jafntefli og tap) og núna í vetur tvö jafntefli. Það verður bara einfaldlega að vera yfir í þessum innbyrðis viðureignum til að hafa meiri möguleika. Liðin tapa bæði svo fáum stigum.
   Finnst eins og fleirum að Origi hefði mátt vera notaður meira. Hann er mesta ólíkindatólið af sóknarmönnum Liverpool og getur því skorað við aðstæður þar aðrir eiga erfitt uppdráttar.

   1
 18. Sælir félagar

  Nenni ekki að ræða þennan leik. Hitt er annað að bakverðirnir okkar (Robbo og TAA) voru báðir skelfilegir. Tsimikas kom vel inn en það þarf “bakkupp” fyrir TAA se getur ógnað honum í bakvarðarstöðunni. Hann er alltaf í byrjunarliði hvernig sem hann spilar ef hann er heill. Gomes hefur komið ágætlega inn fyrir TAA en hann er ekki eins góður sóknarlega ef TAA heldur fókus. Þetta er líklega búið með titilbaráttuna og ekki líklegt að City tapi 3 stigum á þessum lokakafla. því miður.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 19. Sammála þessu:
  Mane og Salah áttu ekki sinn besta dag í dag. Mane vann vel í pressunni og var fínn í uppspilinu í fyrri hálfleik og Salah átti nokkra flotta spretti og var nálægt því að vera kominn í dauðafæri þegar Sessegnon reif hann niður en það gekk illa fyrir þá að komast í almennilegar stöður.g Salah áttu ekki sinn besta dag í dag. Mane vann vel í pressunni og var fínn í uppspilinu í fyrri hálfleik og Salah átti nokkra flotta spretti og var nálægt því að vera kominn í dauðafæri þegar Sessegnon reif hann niður en það gekk illa fyrir þá að komast í almennilegar stöður.

  1
 20. Sælir félagar. City vann stórt í dag þannig markatalan er þeim hagstæð þessa stundina.
  Hjammi var búinn að spá því að Tottenham myndi ná stigi/stigum á móti okkur en Mækarinn spáði okkur sigri.
  Chelsea munu mæta dýrvitlausir í bikarúrslitin og líta 100% svo á að mark hafi ranglega verið dæmt af þeim í úrslitum deildarbikarsins.
  YNWA

  3
 21. Þið sem allt vitið: hvar get ég fundið tölfræði yfir mörk Salah frá leik til leiks, þ.e. hvar og hvenær hann hefur skorað? Hann var algjörlega sturlaður fyrir áramót og við værum ekki í öðru sæti án hans, en nú reynir á – og mér stendur ekki á sama um markaþurrðina hjá honum. Fyrir utan það hef ég líka áhyggur af því að hann fer aldrei á hægri fótinn lengur, svona til að rugla varnarmennina. Úff, first world problems!

  2
 22. Þetta var erfiður leikur á að horfa. Mér fannst Liverpool heppið að ná jafntefli. Ég verð að viðurkenna þegar ég sé Salah sækja þá hef ég orðið enga trú á hann klári dæmið. Synist hann sjálfan skorta trú líka. Liðið þarf að gleyma þessari deildarkeppni núna og gíra sig upp í tvo risa úrslitaleiki. Létta á pressunni og finna gleðina aftur.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

  4
 23. Áttu menn virkilega von á að við færum í gegn um restina af tímabilinu án þess að tapa stigi eða stigum ? Ég minni á að við erum ennþá í möguleika að ná okkar langbesta árangri í langan tíma ef við klárum þessa tvo úrslitaleiki sem eftir eru á jákvæðan hátt og klárum tímabilið svo með sóma. Olíuliðið er aldrei að fara að tapa fjórum stigum á þeim leikjum sem eftir eru (eða þremur ef við jöfnum eða bætum markatöluna) held ég þannig að við verðum að leggja áherslu á að klára FA cup og CL með bikurum, annað er bónus en minni líka á að þetta verður ekki auðvelt verkefni, Chelsea verða okkur erfiðir að venju og Real Madríd hvað á að segja um þá ? ekki verður það auðveldara verkefni en ég trúi því að Liverpool drengir og herr Klopp muni gera sitt allra besta til að þetta verði í það minnsta góðir leikir og megi Fowler vera með okkur í þessum leikjum. Leikurinn gegn Tottenham var mjög góður að mestu leiti en það er sjáanleg þreyta í okkar mönnum enda álagið ómanneskulegt og Tottarar komu óþreyttir með öllu í þessa viðureign, pökkuðu í vörn og beittu sínu sterkasta vopni á móti mjög framliggjandi vörn sem áttu ekki sinn besta dag .

  3
 24. 1. Maður er drullu fúll með jafnteflið því að maður veit að það gefur Man City andrými og líklega er þessi bikar úr sögunni.

  2. Maður er samt ekkert fúll yfir framistöðu liðsins í þessum leik. Leikmenn gáfu allt í verkefnið, voru á köflum að spila flottan fótbolta og náðu góðri hápressu þar sem boltinn vannst á góðum stöðum. Það áttu ekki allir leikmenn sinn besta leik en við því má búast þegar leikmenn eru að spila maraþon tímabil.

  3.Tottenham leikstíll hentar mjög vel gegn liðum eins og Liverpool/Man City eins og sést í vetur. Krafan hjá þeim er að pakka í vörn og reyna að keyra hratt fram þegar tækifæri gefst.

  4. Ég reikna með að Klopp verður dálítið hugaður gegn Villa á Þriðjudaginn. Ég get alveg séð Fab, Thiago, Salah, Mane og Andy byrja á bekknum í þeim leik. Við getum samt stillt upp sterku liði.
  Tismikas í vinstri, Keita/Hendo/Milner á miðsvæðinu og Diaz/Jota/Bobby(verður vonandi kominn) fremstir.

  5. Þetta er búið að vera geggjað tímabil hjá okkur þar sem af er einn bikar í viðbót myndi gleðja mann mikið en tveir myndu gera þetta eitt af top 5 bestu tímabilum Liverpool í sögunni.

  YNWA

  6
 25. Ég er á því eins og nefnt hefur verið hér ofar að rétt sé að hvíla lykilmenn gegn Aston Villa – við gætum misst stig í þeim leik, en við gætum líka unnið þann leik með veikara lið. Annars erum við að setja okkur í vesen, því FA bikar gegn Chelsea er nefnilega ekki gefið ef við spilum þreyttu liði.
  Annars er ég mjög ánægður með Liverpool – þeir gefa endalaust af sér góða og skemmtilega leiki, frábæra takta og spila knattspyrnu sem er töluvert skemmtilegri en t.d. þetta Tottenham lið spilar.
  Það er engin þörf að kvarta þessi misserin.

  5

Byrjunarliðið gegn Tottenham

Aston Villa á þriðjudag (Upphitun)