Byrjunarliðið gegn Tottenham

Bekkur: Kelleher, Milner, Keita, Gomez, Jones, Jota, Tsimikas, Origi, Matip.

Sterkt byrjunarlið gegn Tottenham í dag. Diogo Jota og Naby Keita missa sæti sitt frá því í síðasta leik og koma Henderson og Luis Diaz inn fyrir þá. Helsta spurningamerkið fyrir leik var líklega hver yrði með Van Dijk í vörninni þar sem Matip hefur fengið flesta deildarleikina en Konate heldur sæti sínu í liðinu líklega til að eiga betur við hraðann í skyndisóknum Tottenham sem hefur verið þeirra helsta vopn í ár.

27 Comments

  1. Fínasta upphitun í gangi hjá Brighton og einhverju rauð-hvítu liði.

    (sorry, mér tekst alltaf að setja kommentin mín á vitlausa færslu)

    2
  2. Sæl og blessuð.

    úff… þvílík pressa hjá okkar mönnum. Gott að hvítir þurfa að vinna. Það gefur höggstað á þeim.

    Frábær leikur eins og við mátti búast.

    Nú er bara að halda haus, halda pressu og koma boltanum í markið!

    4
  3. ótrúlegt að okkar menn séu ekki búnir að skora meðað við pressuna sem var.
    Taka þetta í seinni !

    4
  4. Mig minnir að í upphitun leiksins hafi komið fram að tottarar (conte) spiluðu sóknarsinnað. Eitthvað hefur conte gleymt því.
    Við verðum að vinna þennan leik!

    4
  5. Ef þetta kemur ekki fyrir 75min þá eigum við Origi sem klárar þetta alltaf……

    2
  6. Jæja…..þetta var nú bara frekar ill gert hjá okkar mönnum. Nú reynir á gæðin og getuna.
    YNWA

    1
  7. Dramatíkin er ekki búin. Mín spa er er að þetta fari svona og ciity tapar á morgun.

    3
  8. Hrikalega spennandi. Maður var bjartsýnn en innst inni vissu maður að tottenham gæti hitt á dúndurleik

    Svo tapa þeir mögulega næsta með fjórum mörkum gegn neðri deildar liði. Bara vesen að lenda á þeim í þessu stuði núna.

    1
  9. Salah langt frá sínu besta … en maður verður samt að vera sanngjarn. Það er ekkert grín að spila gegn svona öflugri vörn.

Conte kemur í heimsókn

Liverpool 1 – 1 Tottenham