Aldrei gleyma

2021
Það eru 5.leikir eftir í deildinni.
3.Leicester 62 stig
4.Chelsea 58 stig
5. W.Ham 55 stig
6. Liverpool 54 stig
7. Tottenham 53 stig
Staðan er alls ekki góð og mjög ólíklegt að liðið okkar nái meistaradeildarsæti. Liðið var í miklum miðvarðarvandræðum. Phillips, Kabak, R.Williams höfðu verið að spila þessa stöðu og miðjumennirnir okkar Fabinho og Henderson þurftu að bregða sér í miðvarðarhlutverk sem veikti miðjuna okkar mikið.


34.umferð
Liverpool – Southampton 2-0
35.umferð
Man utd – Liverpool 2-4
– þeir ætluðu heldur betur að skemma fyrir okkur
36.umferð
WBA – Liverpool 1-2
Fyrir þennan leik er Leicester með 66 stig, Chelsea 64 og við með 60 og eigum einn leik inni.
ALISSON!!!!

37.umferð
Burnley – Liverpool 0-3
38.umferð
Liverpool – C.Palace 2-0

Af hverju að rifja þetta upp? Jú út af því að þessir kappar neituðu að gefast upp á tímabili sem var farið til fjandans, þá værum við ekki að fara að spila í úrslitaleik meistaradeildar 28.maí.
Ekki gleyma þeim sem hjálpuðu okkur að komast þangað
YNWA

5 Comments

  1. Vonandi verður Nat Phillips kominn til baka fyrir úrslitaleikinn.

    Fari svo að við verðum Evrópumeistarar vona ég að hann verði á staðnum og fagni sigrinum í keppninni sem átti stóran þátt í að koma okkur í.

    12
  2. Jæja, þá er búið að ákveða dag og stund fyrir væntanlega (vonandi) sigurreið Liverpool-liðsins um borgina ef og þegar annar eða báðir titlar Meistaradeildar og úrvalsdeildar eru í höfn. Sunnudaginn 29. maí kl. 16 leggja rúturnar af stað.

    Í fréttinni er hinsvegar EKKERT minnst á að kvennaliðið verði með í þessari hátíðarlest, sem mér finnst í hæsta máta skrýtið því þær voru nú einu sinni að tryggja sig aftur upp í úrvalsdeild með glæsibrag og rústuðu fyrstu deildinni algjörlega.

    Getið þið sem hafið best tengsl við klúbbinn nokkuð grafist fyrir um það hvort konurnar verða með í gleðinni? Eða hvort þeim verður fagnað á einhverjum öðrum degi? Það væri fráleitt að gleyma þeim.

    https://www.thisisanfield.com/2022/05/date-and-time-confirmed-for-liverpools-potential-trophy-parade/

    1
    • Þær munu koma fram í hálfleik í Spurs leiknum og sýna bikarinn, ég veit að þær eru samt ekki allar á staðnum því t.d. Missy Bo Kearns er komin til suðrænni landa (væntanlega búin að fá nóg af bresku rigningunni, ég skil hana mjög vel), og sjálfsagt fleiri komnar á flakk. En jú, ég væri mjög til í að þær yrðu með í rútunni.

      1

Liverpool á leið í úrslitin!!

Conte kemur í heimsókn