Liðið gegn Villareal

Eftir rétt tæpa þrjá tíma fáum við að vita hvort liðið okkar fer í þriðja úrslitaleik meistaradeildarinnar á fimm árum, en til að það gangi eftir þarf að ná hæfilega hagstæðum úrslitum í leiknum sem hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Það er ekkert verið að hvíla einn eða neinn heldur er bara hent í sterkasta lið sem völ er á:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Matip, Tsimikas, Henderson, Milner, Ox, Jones, Elliott, Minamino, Diaz, Origi

Aðeins Firmino sem er frá, en það var vitað fyrirfram, og hann gæti sést gegn Spurs um helgina.

Við biðjum ekki um mikið, bara að menn sleppi heilir frá þessum leik. Jú og svo einn úrslitaleik í París í vor, takk fyrir!

KOMA SVO!!!!

47 Comments

  1. virkilega slök spilamennska hjá okkar mönnum eru þungir og sendingar eru bara eitthvað

    1
  2. Jæja erum við að fara tapa fyrir Villarreal hver hefði trúað því.

    1
  3. Þetta er það lélegasta sem maður hefur séð frá Liverpool. Það er einsog þeir séu orkulausir.

    4
  4. Þeir stoluðu á að liverpool kæmi sofandi í leikinn, þeir slá okkur út ég efast ekki um það úr þessu

    1
  5. Hendó og Díaz inná strax í seinni hálfleik. Þetta er hræðilegt.

    3
  6. Snúum þessu við i seinnihálfleik einsog við þekkjum svo vel frá okkar mönnum…..

    5
  7. Lang légasti hálfleikur sem ég hef séð með Liverpool í mjög langan tíma. Slenið hefur náð yfirtökum og “þetta reddast” hugarfarið alsráðandi. Það var ekki fyrr en andstæðingarnir skoruðu síðara markið að Liverpool tók við sér. Það vantar neysta í liðið, Þessa nauðynlegu ákefð og baráttu. Liðið er einfaldlega út á þekju.

    Ein góð hálfleiksræða getur breytt mörgu en ef það dugar ekki erum við með ása á erminni. T.d Diaz, Henderson, jafnvel einhvern ungan og villtan eins og Elliot.

    En vonandi dugar hálfleiksræðan til. Það væri mikil synd að detta út núna, nokkrum skrefum frá úrslitaleiknum.

    1
  8. Ætli leikmenn hafi verið byrjaðir að hugsa um úrslitaleikinn eins og margir stuðningsmenn og vanmetið stöðuna.
    Það er eins gott að menn mæti með hausinn rétt skrúfaðan á.

    3
  9. þurfum Hendó, Milner og Diaz.

    Merkilegt að Thiago getur vart sent einfaldar sendingar á samherja í kvöld.

    1
  10. Ég hef aldrei séð liðið spila varnarsinnað og reyna að tefja. Þetta er algjörlega galið.
    Keita og jota út á 9 mínútu, þvílík skelfing.
    Robertson? Konate? Þetta var aðalvandamálið í fyrri.
    Hvernig getur klopp bjargað liðinu úr þessu?
    Ég er því miður mjög svartsýnn.
    (Nei, þetta var aldrei víti)

    1
  11. Liðið að mæta til leiks núna. Þá þurfum við bara mark, koma svo RAUÐIR !

    1
  12. Setjum annað á þá strax….villareal geta ekki pressað svona einsog þeir gerðu i fyrri

  13. hvaða vítamín fengu menn í hálfleik önnur en andleg frá Klopp…. jahérna

    3
  14. Ákveðið stílbrot að Mane skyldi ekki hafa klobbað markvörð Villereal í 3ja markinu.

    4
  15. Diaz maður leiksins. Þvílíkur viðsnúningur hjá okkar mönnum í síðari hálfleik.

    Komnir í úrslit í öllum keppnum og getum unnið allar dollunar þó deildin sé ekki í okkar höndum.

    Besta Liverpool lið allra tíma og eitt allra besta lið sem uppi hefur verið. Segi það og skrifa. .

    11

Villarreal – Seinni hálfleikur (Upphitun)

Liverpool á leið í úrslitin!!