Klopp framlengir!!!!! (Staðfest!!!!)

“Það eru ekki alltaf jólin” segir máltækið, en jólin komu snemma í ár því Jürgen Norbert Klopp er búinn að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Liverpool, og verður stjóri liðsins fram á mitt ár 2026, sem er viðbót um tvö ár frá fyrri samningi. Jafnframt heldur þjálfarateymið í kringum hann allt áfram.

Þetta eru einfaldlega bestu fréttir sem við Liverpool aðdáendur getum mögulega fengið í lok apríl 2022, og þetta segi ég í kjölfarið á 4-0 sigri á United, 2-0 sigri á Everton, og 2-0 sigri í undanúrslitum CL!

“I’m so glad….”

29 Comments

 1. Vá mér leið bara eins og eg væri að horfa á gamla mynd af fjölskyldunni á jólunum og brosti mínu breiðasta allt vídeoið.
  þvílík forréttindi að fá að hafa þennan ótrúlega þjálfara í 4 ár í viðbót.
  geggjaðar fréttir.

  23
 2. Mergjað.
  Hann hlýtur að stefna að því að vinna ManU stærra á næsta tímabili.

  19
 3. maður verður bara klökkur að horfa á þetta myndband með Meistara Klopp

  20
 4. Algjörlega FRÁBÆRAR fréttir! Jürgen Klopp er langmikilvægasti hlekkurinn í þessari stórkostulegu keðju sem félagið er í dag.

  18
 5. Hvað með Buvac? Hann er víst heilinn á bakvið Klopp!

  Geggjaðar fréttir 😀

  19
  • Mo verður seldur í sumar, því miður finnst mér margt benda til þess.
   Ekki misskilja mig, ég vil alls ekki missa hann.

 6. Okkar TÓLFTI Byrjunarliðsmaður og líklega sá mikilvægasti af þeim öllum að skrifa undir.

  17
 7. Lang lang LANGBESTU fréttir ársins!!

  „I’m so glaaaad that Jürgen is a Red…” 🙂

  16
 8. Betra en Haaland og betra en Mbappe. Þetta ee gæinn sem er á bak við gleðina.

  13
 9. Stórkostlegar fréttir!
  Maður gældi við þessa hugsun en ekki átti ég von á þessari gleði núna.

  Til lukku öll sem eitt og takk Klopp.

  14
 10. Eða eins og kaninn myndi chanta: Four more years, four more years! Auðveldlega bestu fréttir ársins, óháð því hvernig maí mánuður spilast

  9
 11. Kann einhver að setja risa STÓRT hjarta hér inn eins og bros kallana ég ætl prófa allavega ??

  YNWA.

  4
 12. Það hefur svo sem lengi verið á kristaltæru að allt Samfélagið elskar Jurgen meira en lífið sjálft nú er það orðið ljóst við erum einnig yfir okkur ástfangnir af Ullu líka!

  11
 13. Frábært. Leikmenn sem félagið vill fá eiga auðveldara með að taka ákvörðun þegar þeir vita að Klopp verður til 2026???

  11
 14. Hvernig á ég að útskýra fyrir konunni hver þesi Ulla er sem ég mun tala um upp úr svefni næstu daga?

  20
 15. Ég trúi þessu ekki! Mig langar að grenja af gleði en þori því ekki fyrir framan bekkinn minn.

  9
 16. Úlla dúllen kopkikke lane koffkoffe lane bikke baneúlla dúlla Klopp.

  5

Liverpool 2-0 Villareal

Sofa, sofa, spila – Upphitun gegn Newcastle