Liverpool 2-0 Villareal

Eins og við var búist mætti Unai Emery með lið sitt, Villareal, vel skipulagt og lágu djúpt á Anfield í kvöld og reyndist það þolinmæðisverk að brjóta þá á bak aftur. Fyrsta alvöru færið kom á tíundu mínútu þegar Salah átti flottan bolta inn fyrir vörnina á Mane sem náði ekki að koma skalla sínum á markið. Eftir nokkuð jafnræði fyrstu mínúturnar tóku Liverpool svo öll völd á vellinum og áttu nokkur fín færi til að komast yfir í fyrri hálfleiknum. Salah átti skot rétt yfir markið, Diaz átti tvö fín skot og Thiago nálægt því að skora draumamark með langskoti sem fór í stöngina nokkrum sentimetrum frá því að liggja í samskeytunum.

Það var svo á tveimur mínútum í seinni hálfleiknum sem Liverpool kláraði leikinn með tveimur mörkum. Það fyrra kom eftir góðan sendingarkafla sem endaði á fyrirgjöf frá Henderson sem átti viðkomu í varnarmanni og flaug þaðan yfir Rulli í marki Villareal sem rétt náði að strjúka boltann á leiðinni í markið. Tveimur mínútum seinna náði Salah að pota boltanum inn fyrir vörn Villareal á Mane sem kom boltanum framhjá Rulli og kom Liverpool í 2-0.

Liverpool hélt áfram að stýra leiknum allt þar til að dómarinn flautaði til leiksloka en náði ekki að bæta við marki. Eina marktilraun Villareal kom á 36. mínútu þegar þeir áttu aukaspyrnu á miðjum vellinum tóku hana fljótt með því að senda langan bolta inn á teig þar sem Lo Celso hafði tekið flott hlaup en hann náði engri stjórn á boltanum og setti hann langt framhjá.

Bestu menn Liverpool

Liðið spilaði gríðarlega vel. Henderson var mjög öflugur í pressunni. Sóknartríóið ógnaði mikið og hefðu þess vegna allir getað skorað í dag. Bestur í dag var þó Thiago sem stýrði spilinu eins og kóngur og var nálægt því að skora eitt af mörkum ársins. Hann var búinn að vera flottur síðan hann kom til liðsins en var alltaf að lenda í litlum meiðslum og covid veikindum og annað en síðustu vikur… hvað er hægt að segja um hann síðustu vikur. Hann hefur verið gjörsamlega geggjaður.

Vondur dagur

Yfirburðirnir voru miklir í dag og lítið útá að setja. Hinsvegar átti Fabinho nokkuð erfitt með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleik en var allt annar eftir hlé og því nokkuð ósanngjarnt að nefna hann hér.

Umræðan og næsta verkefni

Man hreinlega ekki eftir mikið meiri yfirburðum í undanúrslitaleik í Meistaradeild og hefði Liverpool þess vegna getað skorað nokkur í viðbót í dag. Vissulega er annar leikur eftir á Spáni og það má alls ekki vanmeta þá þar enda hafa þeir þegar slegið út Juve og Bayern úr leik.

Næsti leikur er svo gegn Newcastle í hádeginu á laugardaginn og mætum þar einu heitasta liði deildarinnar frá því í janúar.

 

31 Comments

  1. Mjög fagmannlega leikið hjá okkar mönnum, létu leikaraskap Villareal ekki æsa sig. Mjög sterkur sigur en enn er þó vonarglæta hjá þeim gulu. Þeir þurfa að sækja í seinni leiknum og það skapar möguleika fyrir þá rauðu. Ef vörnin og miðjan verður jafn sterk og í dag hef ég ekki áhyggjur.

    Mikið er Konate annars góður leikmaður, í hvert skipti þegar þeir reyndu eitthvað gegn honum enduðu þeir úti í Ibou-feni.

    10
  2. Get alveg tekið ofan hattinn fyrir Villareal. Komandi á Anfield sem underdogs, þá var spilamenska þeirra bara nokkuð sangjörn. Þessi leikur var aldrei í hættu, eðlilega er svo mikið á milli þessara liða gæðalega, að þeir hljóta að segja sín á milli, vá þvílík skrímsli er þetta Liverpool lið, aldrei friður eina millisek. Heilt yfir góður og solid leikur okkar manna og fara með gott veganesti til Spánar.

    YNWA

    8
  3. Bíddu FAB var einn af okkar bestu mönnum ! Hann var t. d. tekinn fyrir af þeim hjá Stöð 2 hvað hann var frábær ! Hann braut á bak aftur hverja skyndisókina af fætur annari. Hvaða leik varst þú að horfa á ?
    Iðnaðarsigur. Fagmannlegur og hefði getað verið stærri með smá heppni. Villareal með 1 skot á rammann.
    Næst er það nýjasta olíufélagið !

    YNWA

    9
    • Orðaði þetta kannski ekki nógu vel. Skilaði varnarhlutverkinu vel allan leikinn og var frábær í seinni hálfleik en í fyrri átti hann nokkrar sendinar beint á gulklædda, sendi hann tvisvar allt of langt upp á vinstri kantinn þannig Robbo og Diaz áttu ekki séns að ná honum og eina sendingu beint útaf vellinum. Var að kosta okkur nokkuð þegar það var svona erfitt að brjóta varnarmúrinn að missa temprað. Átti alls ekki slakan leik en í fyrri hálfleik átti í erfiðum með þennan part leiksins og það var lítið annað að setja útá í okkar leik í dag og nefndi það einmitt að ég væri að vera mjög ósanngjarn en þetta fór aðeins í taugarnar á mér í fyrri hálfleiknum. Þér er velkomið að vera ósammála mér eins og ég kom inná þá var hann góður heilt yfir.

      11
  4. Ég ætla að taka ofan fyrir Mané. Svona almennt bara. Spáiði í að fá Díaz ofan á hausinn á sér í janúar, vessgú búið að taka stöðuna þína! Hvað gerir Mané? Endurfæðist í nýrri stöðu fyrir miðju. Ég er hreint ekki viss um að Salah hefði tekið þessu jafnvel sín megin.

    En þrautseigjusigur og takk fyrir Thiago!

    16
    • Mané byrjaði á kantinum gegn Everton en virtist hafa mun meiri áhuga að koma sér inn í miðjustöðuna. Svo ég held að hann sé sáttur. Mætti þó vera sýna meiri skilning þegar honum er skipt af velli, en ekki reiðast í hvert skipti.

      2
      • Gat nú ekki betur séð en að Mané væri haltrandi eftir leik þannig að ég býst við að það hafi verið smá hnjask að hrjá kallinn. Annars er Mané líka þannig týpa að það er sami svipurinn hvort sem hann er svekktur, sár, reiður eða glaður.

        4
  5. Vondur dagur?
    Alisson!
    Ekki fyrir framistöðuna, heldur fyrir að vera búin að vera inná í 75 mínútur í tandurhreinum galla og ekki dropa af svita. Stefndi í að geta farið heim án sturtu og sleppt því að þrífa búninginn.
    Svo áttu þeir eitt skot og hann fékk smá grasagrænku og mold á skálmarnar.
    Þvílík óheppni!

    16
  6. er málið í dag að gera sér upp höfuðmeiðsli gegn Liverpool, til þess eins að tefja, svona amk þangað til þú lendir undir?

    Einn leikmaður Villarreal tók Richarlison á þetta og gerði sér upp höfuðmeiðsli eftir að hafa skallað boltann.

    Ítrekað lágu leikmenn þessara liða í jörðinni og héldu um höfuð sér og tókst með því að stöðva nokkrar sóknir í fæðingu.

    Undarlegt nokk að enginn leikmaður Villarreal eða Everton fékk höfuðmeiðsli eftir að hafa lent undir gegn okkur.

    Þetta er svívirðileg vanvirðing við leikinn og þá sem fá alvöru höfuðmeiðsli á vellinum.

    11
  7. Sæl og blessuð.

    2-0 er vissulega gott en mikið hefði það nú verið vel þegið ef fleiri af þessum 20+ markskotum hefðu ratað í markið. Oft vantaði smá ,,eftirfylgni” þegar mikið var um að vera í víta- og markteig VR. T.d. þegar Diazinn prjónaði sig í gegn og skotið rann samsíða opnu markinu – endaði svo í innkasti. Þá hefðu sóknarmenn mátt fara á fjarstöngina góðu.

    Nú eru gulir þó amk með vonina og munu selja sig áfram dýrt þarna ytra og við þurfum að nota áfram sparistellið. Hefði verið flott að geta brúkað strákana og öldunginn Milner í þeim leik.

    En þetta var fagmannlega gert og það er alltaf svo gaman þegar andstæðingar okkar eru komnir að þrotum eftir eltingarleikinn. Þeir voru undir það síðasta, skjögrandi eins og öldungar, margir hverjir.

    2
  8. Ég missti af seinni hálfleik í gær en mikið var nú gott að geta séð að Liverpool vann þennan leik. Reyndar sá þann fyrri og þar voru Liverpool með öll völd gegn þykkum varnarmúr Villa manna.

    Þetta lið okkar er ógnvænlegt það gefur engin grið og það er alveg sama hverjum við förum á móti virðist vera þeir finna svörin.

    Klopp er einfaldlega snillingur og þetta lið er það langt besta sem maður hefur fylgst með í gegn um tíðina.
    Djufull er Mané svo alltaf stór í meistaradeildini hann er búinn að vera í miklu formi finnst mér algjörlega frábær leikmaður.
    Ég hef ekki áhyggjur af Salah eins og kanski eh stuðningsmenn við erum með menn á vellinum útum allt sem geta skorað Salah er alltaf að fara búa til pláss fyrir hina þó hann sé ekki endilega að skora mörkin akkurat þessa stundina.

    Við erum einfaldlega of góðu vön með Salah vön því að hann raði inn mörkum látlaust en það er erfitt þegar það er nánast 3 í honum hverju sinni og réttilega meikar það fullkominn sense að senda all hands on deck á hann þú stöðvar hann annars ekki.

    Annars ætla ég að taka undir með Birgi hér fyrir ofan maður hefur séð þetta frá nokkrum liðum en það eru ekki allir sem haga sér svona.

    5
  9. Frábær leikur. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila í fjórðungsúrslitum í meistarakeppni Evrópu og yfirburðirnir algjörir. Það segir okkur hvað liðið er geggjað. Ég ætla að henda öðru út í kosmóið sem tengist þessum leik ekki. Margir eru á þeim vagni að Steve G. eigi að taka við af Klopp en ekki ég. Klopp sagði að hann væri kannski ekki besti þjálfarinn en hann væri með besta staffið. Ég held að Steve muni henda öllu þessu staffi út og koma með sitt. Ég er á því að nota gömlu aðferðina þegar liðið var upp á sitt besta í denn og það er að láta núverandi staff taka við. Þeir þekkja allt umhverfið út og inn en það er flest breitt, nýtt æfingasvæði og allt. Það er mín skoðun.

    5
    • Nýjustu sögusagnir herma að Klopp sé til í að framlengja- vonum að svo sé

      7
  10. Frábær og öruggur sigur. Miklu betra að byrja heima og setja á flug og ná góðum úrslitum. Þegar liðið hefur byrjað úti og sigrað þá hefur fylgt hálfgerð drulluræpa heima eins og sást gegn Inter og Benfica. Auðvitað þarf að spara liðið og allt það þegar nánast er búið að ganga frá einvígi í fyrri leik en fyrir aðdáendur er óskaplega leiðinlegt að tapa heima.
    Núna þarf bara að halda haus í 90 mín og þá er þriðji úrslitaleikurinn staðreynd þetta tímabilið. Ekki neðar en nr 2 (ef allt verður eðlilegt í deildinni það sem eftir er) í fjórum keppnum sama tímabilið. Held að það hafi aldrei gerst áður í sögu félagsins. Tímabilið 2000-01 lék liðið til úrslita í þremur keppnum en lenti í þriðja sæti í deildinni. Stefnir í mettímabil sama hvað og nóg er eftir. Spennan er nánast yfirgengileg.

    5
  11. Top 3 atriði síðustu daga:
    3. Sigur í fyrri undanúrslitaleik UCL
    2. “Standup” með Alisson
    1. Orðrómur um að Klopp sé að hefja viðræður við FSG um að framlengja.

    Eg myndi skilgreina framlengdan samning sem ígildi bikars. Ferna hvað? Ég á mér draum um fimmu!

    11
    • Sælir félagar

      Ég var ekki alveg áhyggjulaus fyrir þennan leik en þegar korter var liðið voru áhyggjurnar farnar. Yfirburðir Liverpool voru svo afgerandi að þetta hlaut að enda með sigri. Að vinna þetta lið 2 – 0, lið sem sló Bæjara út úr Meistaradeildinni segir meira en mörg orð. Ég hélt satt að segja að Villareal liðið væri betra en það sýndi í gær. Ef til vill er Liverpool liðið bara svo gott að ekkert getur ógnað því – ekki einu sinni M. City.

      Bezti leikmaður vallarins var Thiago. Ég hefi ekki séð slíkan yfirburða miðjumann síðan Zidane var að spila sællar minningar og gerði mig að fylgismanni Juve á sínum tíma. Salah og Mané ásamt Diaz voru gríðarlega ógnandi allan sinn leik og Sala raðar inn stoðsendingum þessa dagana. Fab var frábær þó það sé rétt hjá Hannesi að hann átti nokkrar slæmar sendingar í fyrri hálfleik. Robbo er magnaður og er að mínu mati kominn fram fyrir TAA nú um stundir. Aðrir ónefndir skiluðu sínu mjög vel líka.

      Það er nú þannig

      YNWA

      3
  12. Viðræður hafnar við Klopp um nýjan samning – BREAKING NEWS!!!

    13
  13. Flottur leikur okkar manna, tek ekkert af Villareal að þeir reyndu að verjast á öllum sínum mönnum og hefðu á betri degi getað sett eitt mark í andlitið á okkur þar sem varnarlínan okkar var oftast við miðlínuna og ætti að vera auðvelt að setja fljótan framherja í gegn en Konate og Van dijk voru með þetta allt á hreinu. Undradrengurinn Thiago sýndi svo ekki verður um villst að hann er einhver bestu kaup Liverpool í langan tíma ef ekki þau bestu, þvílík yfirferð og ég tala ekki um leikskilninginn sem þessi drengur virðist hafa. Robertsson og Arnold með sætaferðir upp kantana og framlínan öll að standa sig frábærlega. Fab og Henderson algjörir vinnuhestar á miðjunni og kafteinninn okkar elskar auðsjáanlega að fá að djöflast í svona leikjum. Auðvitað er bara hálfleikur í þessu einvígi en ég sé ekki í fljótu bragði að Villareal nái að vinna upp þennan mun og sérstaklega þar sem þeir þurfa að sækja heima sem gæti opnað á okkar öskufljóta sóknarleik. Hvernig sem þetta fer allt saman þá tek ég hatt minn ofan fyrir herr Klopp og félögum sem hafa haldið uppi taumlausri skemmtun í allan vetur og megi sú skemmtun vara um alla eilifð. Ekki spillir nú fyrir að sjá nýjustu fréttirnar um Klopp að hugsanlega sé smámöguleiki að hann framlengi. Er ekki hægt að gera við hann 20 ára samning ?
    nei ég segi bara svona.

    3
  14. Kaup tímabilins kominn???
    Klopp búinn að framlengja til 2026 skv. fréttum

    16
  15. Geggjað að Klopp sé búinn að framlengja til 2026 ! þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur not so much fyrir hin liðin 😀 gleði !
    YNWA !

    6
  16. Geggjaðar fréttir ef satt reynist.
    Núna þarf Guardiola bara að koma sér til Spánar eða Psg og þá erum við í toppmálum

    6
  17. Frábært ef Klopp er as framlengja og það hefur manni von um að Salah sé nálægt því líka þá. Klopp vill ekkertt meira en að halda honum og ég held hann hefði ekki framlengt ef hann vissi að hann væri að fara. Núna verða bara að koma fréttir um að Salah hafi framlengt.

    2

Byrjunarliðið gegn Villareal

Klopp framlengir!!!!! (Staðfest!!!!)