Byrjunarliðið gegn Villareal

Curtis Jones og Tsimikas ekki í hóp vegna veikinda í dag annars koma Diaz, Henderson og Konate inn fyrir Jota, Keita og Matip. Sterkt lið og verður gaman að fylgjast með þeim eftir rúman klukkutíma,  Áfam Liverpool!!!

10 Comments

  1. Sælir félagar

    Spennan hleðst upp en vonin lifir. Er að horfa Beinsport og þeir voru að sýna hvernig Villareal vann Juve og og Bæjarana. Þetta er mjög vel spilandi hörkulið og gríðarlega skipulagt í sínum leik. Vonum að Liverpool geti riðlað skipulagi þeirra verulega. En það verður ekki auðvelt.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  2. Þetta mun ekki ráðast fyrr en í seinni leiknum. Þeir spila þannig að þeir liggja í vörn og tefja leikinn.

    2
  3. Hvernig væri að spjalda þennan pickford fyrir leiktöf ? Þetta dómaradrasl er ekki að gera neitt. Ömurlegut !

    1
  4. Sæl og blessuð.

    Ekki er þetta nú að falla fyrir okkur. Fá lið hafa náð eins vel að leysa sig út úr pressu okkar manna eins og þeir gulu. Það er með ólíkindum hvað þeim tekst að spila sig út úr þessu.

    Að því sögðu þá hefði maður viljað sjá meiri klíník í færunum, Mané í tvígang og eitthvað hefði mátt reyna að ná frákastinu þegar markmvörðurinn ver langskot. Hann er ekki mikið fyrir að grípa.

    Thiago búinn að vera frábær. Lukkudísirnar voru með þeim gulu í geggjuðu skoti hans.

    En lukkan er hverful og vonandi yfirgefur hún gestina í seinni hálfleik.

    Og já – þessi dómari lætur alltof mikið eftir þeim. Hefði viljað sjá spjald á þá fyrir nokkrar af þessum dífum.

    5
  5. Getu munurinn á þessum tveimur liðum er mjög mikill, okkar menn geta eingöngu klúðrað þessu. Frábær sigur gegn sterkri vörn.
    Þið munuð hata mig fyrir að segja þetta en mér sýnist ég sjá merki þess að salah verði seldur í sumar.

    3

Gullkastið – Hin fullkomna vika

Liverpool 2-0 Villareal