Gullkastið – Hin fullkomna vika

<<< Þétt dagskrá þessa dagana, ekki missa af frábærri upphitun Ingimars fyrir Villarreal leikinn >>>

Ef það ætti að teikna upp hina fullkomnu viku fyrir stuðningsmann Liverpool væri sigur á Man City, stórsigur á Man Utd og nánast algjörir yfirburðir gegn Everton ansi nærri lagi.
Framundan eru svo tveir undanúrslitaleikir Meistaradeildarinnar og ferðalag til Newcastle í millitíðinni.

1.mín – Everton leikfélagið
26.mín – United niðurlægt, aftur.
39.mín – Undanúrslit Meistaradeildarinnar
47.mín – Newcastle – heitasta lið deildarinnar

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti:
Egils Gull (léttöl)
Húsasmiðjan
Sólon Bistro Bar

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 378

2 Comments

  1. Ég ætla að spá því að það verði nákvæmlega einn Merseyside Derby á Anfield á næsta tímabili: það verði leikur kvennaliðs Liverpool og kvennaliðs Everton. Stelpurnar okkar munu vinna.

    11
  2. Mér líður pínku eins og ég sé að horfa á war machine í hvert skipti sem það er rætt um nýjan þjálfara sem lausnina við vanda ManU.

Liverpool gegn Gula Kafbátnum – Upphitun

Byrjunarliðið gegn Villareal