Liðið heima gegn Benfica

Það er teflt djarft með liðsvalinu í dag, aðeins þrír af þeim sem byrjuðu leikinn á sunnudaginn byrja í kvöld. Svona stillir Klopp upp:


Bekkur: Kelleher, Trent, Robbo, Virgil, Fab, Thiago, Ox, Jones, Elliott, Mané, Salah, Origi

Já, það er nánast alveg skipt um byrjunarlið. Alisson, Hendo og Matip byrja, aðrir voru á bekk um helgina. Gaman að sjá að Origi fær sénsinn á bekknum, en það var löngu vitað að hann væri að renna út á samningi í sumar og því á útleið. Líklega kominn með lið m.a.s. Elliott er aftur kominn í hóp, og það má reikna með að við sjáum skiptingarnar 5 notaðar til fullnustu. Hver veit nema Ox fái mínútur?

Verkefnið er einfalt: tryggja sæti í undanúrslitum.

KOMA SVO!!!

30 Comments

  1. Hef fulla trú á þessu liði.
    Maður skilur vel að Klopp sé að rótera leikja álagið er mikið.
    Erum svo með ofur bekk ef það þarf að breyta eitthverju 🙂

    YNWA

    4
  2. Sælir félagar

    Þetta lið á alveg að geta klárað þennan leik. Spái 2 – 0

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  3. Hef smá áhyggjur af Milner og Gomes en vona að það sé bara eitthvað sem ég þarf að setja ofaní mig eftir leik.

    Koma svo !!

    YNWA.

    1
  4. Konate er bestur í meistaradeildarleikjum ! Everton má alls ekki skora á Anfield !

    10
  5. Ég vil sjá okkar menn vinna leikinn. Það er hættulegt að spá í fyrri leiknum.

    1
  6. Sæl og blessuð.

    Hörkuleikur og býður upp á góða skemmtun. Milner karlinn var óheppinn í markinu og skotið var fullkomið hjá sóknarmanninum.

    Firmino átti svo 100% að hafa skorað þegar hann fékk boltann einn á móti markmanni sem var á harðahlaupum inn í teig. Hvaða hik var þetta að skjóta ekki bara beint á markið???

    Góð æfing fyrir varaliðið svo kallaða. Keita flottur á miðjunni og væntanlega ef þetta verður undir kontról þá setur hann Curtis Jones eða Eliott inn fyrir Milner.

    3
  7. Henderson er góður en samt finnst mér þessi miðja sem er að spila núna vera okkar besta. Keita, Fab, Thiago

    3
    • Ótrúlegur munur eftir að Fab og Thiago komu inná, ró yfirmiðjunni. Svo dregur Salah náttúrulega mikið til sín.

      2
  8. Firmino! Væri geggjað ef hann færi nú að kveikja á sér! Og tvær stoðsendingar frá Tsimikas!

    1
  9. Benfica kemur bara á óvart svei mér þá en við höfum þetta nú í okkar hendi 🙂

    2
  10. Okkar menn voru búnir að slökkva soldið á sér full snemma kanski

    2
  11. Óeirðir í Madrid! Þetta AM lið er eins og glæpagengi. Stefnir í kortérs viðbótartíma vegna slagsmála og ófriðar.

    En þeir mega eiga að þeir eru grjótharðir stríðsmenn.

    1
    • Þeir eru svakalegir að halda hreinu gegn þeim eru gæði sem city hafa en þessi leikur hefur tekið af city fyrir okkur á laugardaginn….slátrum city um helgina…

    • Ömurlegt lið! Svartur blettur á knattspyrnunni. Burt með Atletico úr hinni fögru íþrótt.

      1
  12. Að fá á sig 3 mörk á heimavelli gegn þessu liði er ömurlegt, og þau hefðu getað verið fleiri, hef verið á mörgun evrópukvöldum á Anfield, feiginn að vera ekki á þessu

    2
    • Þetta var alltaf hálfgerður æfingaleikur í huganum á liðinu….best að leka mörkum þar…

Benfica – portúgalski risinn

Liverpool 3 – 3 Benfica