Liverpool að landa Fabio Carvalho(?)

Áreiðanlegri miðlar greina nú frá því að Liverpool sé búið að ganga frá kaupum á Fabio Carvalho. Hann mun ganga til liðs við Liverpool í sumar (og væntanlega staðfestir klúbburinn þetta ekki endanlega fyrr en þá), en áhugaverðast er að engin lánsklásúla er í samningnum. Fabio er fæddur í Portúgal en leikur með U21 landsliði Englands, sem hlýtur að þýða að hann teljist sem hluta af “homegrown” kvótanum.

Bjóðum þennan kappa velkominn til leiks og byrjum að láta okkur dreyma um að sjá okkar mann leika svona listir í rauðu treyjunni:

8 Comments

  1. James Pearce
    @JamesPearceLFC

    Fabio Carvalho will join #LFC this summer. Deal agreed

    8
  2. Þetta er vægast sagt mjög mikið efni sem er að gera mjög flotta hluti í frábæru liði Fulham á þessu tímabili. Hann er bara 19 ára en fastamaður í byrjunarliðinu hjá þeim og hefur komið með beinum hætti að 14 mörkum í 28 leikjum (sem framliggjandi miðjumaður).

    Það verður einnig áhugavert að sjá hvaða hlutverk honum er ætlað hjá Liverpool, fljótt á litið spilar hann sömu stöður á Harvey Elliott og Curtis Jones, miðjumaður en getur líklega leyst allar stöðurnar frammi. Hlutverkið sem hann er að spila hjá Fulham er ekki til hjá Liverpool undir stjórn Klopp. Eins er hann með Mitrovic fyrir framan sig hjá Fulham en þannig tegund af striker er Liverpool alls ekki með.

    Hef ekki hugmynd hvort þetta sé meira Naby Keita staðan framarlega á miðjunni eða Bobby Firmino staðan aftarlega í sókninni.

    3
  3. Smá þráðrán og afsakið það. En er nýja fyrirkomulagið á meistaradeildinni ekki gert fyrir mu? Þeir eru ekki að fara að komast í þessa keppni á næstunni með venjulegu fyrirkomulagi.

    1
  4. Sælir félagar

    Þessi drengur tikkar í mörg box. Hann er mjög góður á boltanum, les leikinn vel, áræðinn, spilar félaga sína uppi og skorar mörk. Eitthvað sem dálítið hefur vantað frá miðjumönnum okkar. Greinilega gríðarlegt “efni” ef svo er hægt að segja um strák sem virðist vera mjög þroskaður leikmaður. Hvað MU varðar ArnarP þá er ekkert nýtt að reynt sé að tylla undir það félag á allan handar máta.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  5. Minnir mig mjög á Coutinho, ekki slæmt ef við fáum nýjan og ungan kút.

    2

Benfica – Liverpool 1-3

Nýr samstarfsaðili Kop.is – Sólon Bistro bar