Benfica – Liverpool 1-3

0-1 Konate, 17 min
0-2 Mané, 33 min
1-2 Nunez, 48 min
1-3 Diaz, 87 min.

Klopp gerði 6 breytingar frá því í sigurleiknum gegn Watford. Inn í vörnina kom Konate í stað Matip og Trent í stað Gomez, Fabinho og Keita koma inn á miðjuna í stað Henderson og Jones og Diaz og Mané komu inn í framlínuna í stað Firmino og Jota. Ekki amaleg breidd það!

Leikurinn byrjaði afskaplega rólega þar sem að Liverpool sá um að stjórna leiknum en lítið var um færi fyrsta korterið eða svo. Salah komst í fínt, en þröngt, færi eftir góða hælsendingu frá Mané en markvörður heimamanna varði í horn.

Það var svo eftir hornspyrnu frá vinstri sem fyrsta mark kvöldsins leit dagsins ljós. Robertson átti frábæra hornspyrnu á Konate, sem kom með hlaupið inn í miðjan vítateig og stangaði knöttinn í hornið hægra megin, 0-1, óverjandi!

Það var svo á 33 mínútu sem að Trent átti þessa FRÁBÆRU sendingu í svæðið á bakvið vörnina, Diaz átti gott hlaup, skallaði boltann þvert fyrir markið á Mané sem skoraði í autt markið, 0-2, algjörlega frábært mark!

Salah hefði átt að fara langleiðina með þetta einvígi á 43 mínútu þegar að Trent átti enn eina frábæru sendinguna á Salah sem komst einn innfyrir en lét verja frá sér, eftir að hafa verið undir pressu í skotinu.

Þar við sat, 0-2 í hálfleik.

Síðari hálfleikur

Síðari hálfleikur byrjaði af krafti en það tók heimamenn ekki nema 3 mínútur að minnka muninn. Það kom eftir fyrirgjöf frá hægri, sem leit ekki hættulega út, en Konate hitti ekki boltann sem barst til Nunez sem kláraði auðveldlega, 1-2, hrikalega klaufalegt hjá Konate sem átti nánast óaðfinnanlegan fyrri hálfleik.

Eftir þetta gerðist ekki mikið, meira jafnræði var með liðunum en í fyrri hálfleik en liðin voru ekki að skapa sér nein almennileg færi. Heimamenn fengu jú ágætis færi á 59 mínútu þegar þeir komust 4 gegn 3 en skot Nunez var varið af Alisson og Fabinho náði frákastinu og kom knettinum frá.

Klopp gerði þrjár breytingar í kjölfarið, inn komu Jota, Firmino og Henderson og útaf fóru Mané, Salah og Thiago – ekki frá því að þessi skipting hafi verið ákveðin fyrirfram.

Heimamenn fengu fínan séns til þess að jafna á 65 mínútu þegar að rangstæðugildran klikkaði. Nunez komst einn innfyrir en lét sig detta allt of auðveldlega þegar Virgil togaði létt í hann í stað þess að halda áfram og Alisson náði boltanum.

Það var í raun ekki fyrr en á 80 mínútu sem að Liverpool fékk ágætis færi í síðari hálfleik. Eftir frábært spil þá átti Jota sendingu fyrir á Diaz sem skaut framhjá á fjærstönginni. Spurning hvort það hefði ekki verið betra að leggja boltann út í teginn þar sem Firmino var aleinn.

Þegar maður hélt að leikurinn væri að fjara út átti Keita frábæra sendingu (sýndist boltinn þó breyta stefnu) á Diaz sem fór framhjá markverði Benfica og skoraði örugglega í autt markið, 1-3!

Það var svo í uppbótartíma sem að Jota hefði endanlega átt að klára einvígið þegar varnarmenn Benfica voru í ruglinu, gáfu Liverpool boltann – Henderson sendi Jota einn innfyrir en skot hans var varið. Hefði átt að gera betur.

Þar við sat – skrítinn síðari hálfleikur, það var eins og það væri annar stórleikur handan við hornið, jafnvel á sunnudaginn!

1-3, fínt vegarnesti fyrir síðari leikinn. Við gátum leyft okkur að vera í fyrsta gír, skipta mönnum snemma útaf (eða byrja með þá á bekknum) og vorum í raun einum mistökum frá nokkuð fullkominni frammistöðu. Þetta gefur okkur jafnvel séns á að hvíla leikmann eða tvo í þessum bilaða Apríl mánuði, ekki veitir af.

Bestu menn Liverpool

Mér fannst Konate vera frábær í fyrri hálfleik, skoraði gott mark og sýndi hve hraður og sterkur hann er. Gerði svo slæm mistök hans í byrjun síðari hálfleiks. Annars reyndi frekar lítið á varnarlínuna og Alisson.

Á miðjunni var Fabinho góður, fór minna fyrir Thiago á meðan hann var inn á og Keita átti mjög góðan leik, virkilega góð vinnsla, öflugur í pressu og átti líka þessa fínu stoðsendingu.

Salah, Mané og Diaz voru frekar rólegir lengi vel, sérstaklega þó Salah sem klikkaði enn og aftur einn gegn markmanni og átti ekki góðan leik þær 60 mínútur sem hann spilaði. Diaz hefur líka átt betri leiki, sem er kannski skrítið að segja (skrifa) þegar hann skilaði marki og stoðsendingu á útivelli í 8 liða úrslitum CL, en hann var samt bestur af okkar fremstu mönnum.

Ég ætla að velja Trent sem minn mann leiksins. Kom inn í liðið að stíga uppúr meiðslum en var frábær í dag. Átti risastóran hluta í öðru markinu og hefði náð sér í frábæra stoðsendingu ef Salah hefði nýtt færið. Virkilega kærkomið að fá Trent inn á þessum tímapunkti, þó Gomez hafi staðið sig vel í hans fjarveru þá er enginn bakvörður í heiminum sem kemur með þessa sendingargetu inn í lið.

Umræðan

  • Salah. Þreyta, samningsmál eða bara óstuð. Eitthvað er það. Önnur virkilega döpur frammistaða frá honum í dag. Betur má ef duga skal, þurfum á honum að halda næstu vikurnar.
  • 20. Mark Konate þýðir að það eru 20 leikmenn búnir að skora fyrir Liverpool þetta tímbilið, mest allra liða í PL.

Næstu verkefni

Það eru öll verkefni stór þessa daganna og vikurnar. Ekkert þó stærra en um næstu helgi. City. Í Úrvalsdeildinni. Á Ethiad.

Þar til næst

YNWA

13 Comments

  1. Flottur leikur mér fannst Trent frábær í fyrri og Diaz var minn maður leiksins algjörlega frábær !

    6
  2. Geggjaður sigur! Frábært lið sem við eigum, þvílík fagmennska!

    7
  3. Sælir félagar

    Það er anzi gott að fara með tvö mörk í plús á heimavöllinn. Ótrúlegur klaufaskapur Virgil og svo Konate setti leikmenn Liverpool úr “sinki” og leikurinn leystist upp í hálfgerða leikleysu. Frábært mark Diaz rétti svo skútuna af í lok leiksins og staðan frábær fyrir heimaleikinn. Salah var að koma sér í færin og einhverntíma hefði hann skorað úr þeim öllum. En samt fannst mér allt annað upplit bæði á honum og Mané. Þeir munu koma tvíefldir í næsta leik og þá verður gaman. Spá mí fyrir þann leik er og verður 1 – 3 og Bæði Mané og Salah skora þá.

    Það er nú þannig

    YNWA

    18
  4. Fyrir mér var Keita maður leiksins en það er ekki hægt að horfa framhjá sendingunum hjá TAA, heimsklassi, en samt sem áður fannst mér Keita MVP í dag. Á sunnudaginn veðja ég á meiri vinnu hesta með Thiago, svo á miðjunni spái ég Henderson, Thiago og Fabinho. En samt sem áður í mjög góðri stöðu til að komast afram og jafnvel hvíla lykilleikmenn í seinni leiknum sem er frábært

    6
  5. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Eyþór og hún er fín. Ég er þó ekki bsammála með Salahm Mér fannst hann mjög góður, sérstaklega í fyrri og var að koma sé í mjög góð færi. Það hefur ekki sést lengi!? Það vantaði hinsvgar að klára þau og getur hent jafnvel menn eins og Salah (og Jota). Það er mikill munur f´ra síðustu leikjum þar sem hann hefur verið algerlega týndur blessaður kallinn. Sem sagt; mér fannst hann eiga góðan leik og allir væru að mæra hann ef honum hefði tekist að skora úr færunum sínum. Þar að auki á Salah þvílíka innistæðu hjá okkur stuðningsmönnum að nokkrir “down” leikir breyta þar litlu.

    Það er nú þannig

    YNWA

    14
    • Salah var sæmilegur í kvöld, amk var hann að koma sér í færi. Væri til í að sjá þetta umburðalyndi þitt gagnvart fleiri leikmönnum.

      6
  6. Svo má bæta við að ég held að Firmino sé must start í næsta leik, ég held að Salah og Diaz eigi að byrja með honum en þessir tveir gætu líka verið skipt út, punkturinn er að ég held að Firmino verði að byrja mv hvernig hann tengir spil og pressar andstæðinginn, það er engin betri í Liverpool en hann í því og ég held að það verði mikilvægt, þ.e.a.s varnarhlutinn up front og að deila spilinu vel

    8
  7. Ég hefði kosið 1-2 til að halda meiri spennu fyrir seinni leikinn en það er bara eðlileg eigingirni í mér þar sem að ég verð á Anfield í næstu viku og vonast eftir að sjá sterkasta liðið, spurningin í dag er samt, hvað er okkar sterkasta lið ?
    Frábær hópur og 5-7 skiptingar virðast ekki veikja þetta lið mikið.
    En frábær sigur og vonandi eru menn klárir í City leikinn.

    8
  8. Everton líklega fallnir með tapi i kvöld….hefði frekar viljað everton uppi en burnley

    2
    • Best að þau falli bara bæði. Annars flott úrslit í leik bayern í kvöld. Villareal hefði átt að skora fleiri mörk í kvöld. Bayern er að verða gamalt lið, og margir þungir leikmenn þarna líka. Spurning hvort liðið er betra fyrir LFC.

      Annars er spennan að magnast fyrir sunnudaginn nú þegar 🙂

      4

Byrjunarliðið gegn Benfica: Trent byrjar!

Liverpool að landa Fabio Carvalho(?)