Liðið gegn Watford

Halelújah! Landsleikjahléinu er lokið, og við sjáum svoleiðis ekki aftur fyrr en eftir 6 mánuði! Að vísu eitthvað smá sumarfrí sem dúkkar upp kollinum í millitíðinni, en við stressum okkur ekki á því.

Nóg um það. Liðið hefur verið tilkynnt, og lítur svona út:

Bekkur: Kelleher, Trent, Konate, Tsimikas, Milner, Fabinho, Ox, Diaz, Mané

Maggi var með þetta upp á rúmlega 81%, því Matip byrjar en ekki Konate, og Salah byrjar sömuleiðis hægra megin en Mané er á bekknum. Bekkurinn annars gríðarsterkur, enginn kjúklingur kemst að. Keita væntanlega frá vegna meiðsla, Origi og Minamino komast einfaldlega ekki á bekkinn. Gleðilegt að Trent þykir nægilega leikfær til að vera á bekk, en best væri ef hann fengi bara að vera þar og þetta lið nái að klára Watford. Mögulega er áhugavert að Curtis fái sénsinn í byrjunarliði á kostnað Ox, en hvort það sé hægt að lesa of mikið í það varðandi goggunarröð er vafasamt enda þarf að nýta breiddina í hópnum til hins ítrasta núna í apríl.

BREYTT: já svo steingleymdi maður Harvey Elliott. Hann er að spila með U23 í þessum skrifuðu orðum, ásamt strákum eins og Pitaluga, Rhys, Bradley, Koumetio, Beck, Morton, Clarkson og Balagizi.

3 stig í hús takk. Væri líka alveg til í að sleppa við meiðsli.

KOMA SVO!!!

9 Comments

 1. Sælir félagar

  Enn eitt landsleikjahléið að baki og var raunar ekki svo slæmt því það gaf TAA tíma til að jafna sig. Þetta lið á allan daginn að geta klárað Watford en allt getur gerst í fótbolta og ekki síst þega spilað er við lið í fallbaráttu. Vonum samt hið bezta og ég spái þessu 3 – 1 þar sem Sarr með hraða sínum og áræðni setur eitt fyrir gestina. Sala, Jota og Firmino með hin þrjú okkar manna.

  Það er nú þannig

  YNWA

  5
 2. Vel mælt.
  Já mikið er nú gott að sjá okkar ástkæra lið mæta aftur á skjáinn..mér er ekkert vel við þessi landsleikjahlé en eins og Sigkarl sagði hér fyrir ofan þá fékk Trent meiri tíma til að jafna sig.
  Efast um að hann komi inná nema það gangi illa en með þessi gæði eiga þeir alltaf að klára þetta hvort Trent sé með eða ekki.
  Mané og Diaz munu koma inná í seinni ef Watford eru seigir en ég hef samt fulla trú á liðinu sem byrjar!

  YNWA

  4
 3. Svolítið strugl og Watford fengið góð færi en við nýttum okkar, við verðum að spila betur ef við eigum að klára þetta.
  Ég vil fá Fabinho inná sem fyrst fyrir Jones.
  Svo er Salah alls ekki að heilla, búinn að vera algjörlega týndur í þessum leik.
  Setja Diaz og Mane snemma inn ef Salah og Firmino fara ekki að bæta sig.

  4
 4. Þessi dómari er í ruglinu, hann hlýtur að vera settur í neðri deildirnar í einhvern tíma eftir þennan leik!

  1

Watford eftir landsleikjahlé

Liverpool 2 – 0 Watford