Sigur á Nottingham Forest, Wembley bíður!

B-deildar lið Nottingham Forest fékk í kvöld tækifæri til að spila gegn einu besta liði heims og það verður seint sagt að þeir hafi ekki notið þess í botn. Liverpool hefur ekki tekið bikarkeppnina alvarlega til þessa í stjóratíð Klopp en nú í ár virðist loksins komin dýpt til að verjast á öllum vígstöðvum. Það voru heilar sjö breytingar á byrjunarliðinu frá því gegn Arsenal á miðvikudaginn en engu að síður feykisterkt lið að keppa á móti öflugu liði Forest, sem voru þegar búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið í bikarnum. Forest hafði allt að vinna og engu að tapa og stuðningsmennirnir voru klárlega peppaðir í alvöru slag.

Fyrri hálfleikur

Þegar lið sem eru með augljósan mun í gæðum mætast, er bara ein leið fyrir verra liðið að gefa sér séns: Að vera miklu duglegri. Það var ljóst strax frá byrjun að Forest liðar vissu þetta og gáfu okkar mönnum engan frið sama hvar á vellinum það var. Háværir stuðningsmennirnir gáfu þeim auka gír og það var ljóst að okkar menn átti ekki efni á neinu vanmati.

Þrátt fyrir dugnaðinn í andstæðingunum höfðu okkar menn yfirhöndina allan hálfleikinn. Gestirnir voru meira með boltann og sköpuðu hættulegri færi, en allt of oft vantaði aðeins upp á síðustu sendinguna áður en þeir komu sér í dauðafæri. Harvey Elliot átti flottan séns í byrjun leiks en var rangstæður, en lang besta færið átti Bobby Firmino. Forest liðar gerðu hrikaleg mistök í vörninni og brassinn komst einn á mót markmanni, en tók sér allt of langan tíma að skjóta og vippaði beint á markmanninn.

Af mönnunum sem komu inn í liðið var Tsimikas áberandi flottastur, Keita átti ágæta spretti og Harvey Elliot leysti Salah hlutverkið fínt, þó ógnin hafi verið mun meiri af hinum kantinum. Það var að hluta til af því að Elliot er enginn Salah, en aðallega vegna þess að Joe Gomez er engin Trent. Það er svolítið erfitt að gagnrýna Gomez fyrir þetta, hann er bara ferhyrningur í hringlaga gatið sem Trent skilur eftir sig í liðinu, en Joe má eiga það að hann reyndi. Held svei mér þá að hann hafi verið með nálægt því flest skot í fyrri hálfleik, þó miðið hafi verið fremur dapurt.

Yfirburðir Liverpool töldu ekki mikið og liðin fóru inn í klefa í hálfleik jöfn. Af þjálfurunum hefur Steve Cooper verið sá sáttari með gang mála.

Seinni hálfleikur

Framan af seinni hálfleik var gangur leiksins svipaður og í fyrri, nema að Forest endurskipulögðu leik sinn aðeins og náðu að loka alveg á færasköpun Liverpool. Eftir tuttugu mínútna leik tók Klopp risa ákvörðun og skipti út fjórum leikmönnum liðsins. Elliot, Chamberlain, Fabinho og Keita viku allir fyrir Hendo, Thiago, Minamino og Diaz. Með öðrum orðum þá skipti Klopp út allri miðjunni og manni þar að auki.

Þetta virtist ekki virka. Takturinn í liðinu hvarf alveg og Forest færði sig sífellt meira upp á skaftið. Fabinho hafði skýlt vörninni frábærlega fram að þessu en Thiago er bara ekki jafn góður í varnartengiliðnum. En Van Dijk, Konate, Tsimikas og Gomez stóðu sig frábærlega og áfram héldu okkar menn hreinu.

Þegar korter var eftir af leiknum sköpuðu heimamenn sitt lang besta færi en skot Zinckernagel fór rétt framhjá. Það var ekki nema tveim mínútum seinna sem Liverpool náðu að nýta sitt færi. Tsimikas sendi stórfenglegan bolta inn í teig Forest, þar sem Diogo Jota beið og náði að bota stóru tánni í sendinguna og inn fór hún. Jota gat ekki verið mikið tæpari á því að vera rangstæður en VAR dæmdi hann réttan og ég ætla ekki að rengja það.

Nítján marka maður!

Það sem eftir lifði leiks blésu Forest til sóknar en náðu ekki að jafna. Þeir heimtuðu vítaspyrnu undir lok leiks eftir all svakalega dýfu í teig okkar en dómarinn keypti það ekki. Að lokum sigldu okkar menn sigrinum heim. Fallegt var það ekki, öruggt var það ekki, sigur var það.

Besti maður vallarins

Að Tsimikas komist varla í byrjunarliðið okkar sýnir hversu geggjaðu Andy Robertson er. Er farinn að hallast að því að Grikkinn eigi að fara í hægri bakvörðinn þegar Trent er ekki leikfær, hann er það góður.

Vondur dagur

Held að vinur minn Alex Oxlade-Chamberlain fái þessa nafnbót. Hann var nánast ósýnilegur á löngum köflum.

Umræðupunktar

 • Apríl lítur rosalega út hjá okkur. Liverpool spilar átta leiki í þremur keppnum í mánuðinum: Tvo gegn Benfica, tvo gegn Manchester City, auk leikja við Manchester United, Everton, Watford og Newcastle. Það er eins gott að okkar menn komi sem flestir heim heilir úr landsleikjahléinu.
 • Andy Robertson fékk Covid rétt fyrir landsleikja hlé, vonum að hann jafni sig hratt.
 • Eins og stendur er eina staðan án alvöru breiddar hægri bakvörðurinn. Það er bara engin nálægt því eins góður og Trent þarna.
 • Ef Liverpool á að klára einhverja af þessum þrem titlum sem eru í boði þarf liðið að læra að loka leikjum betur. Þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora sköpuðu Forest fullt af hættu, betra lið hefði líklega jafnað.

Hvað er næst

Leikmenn Liverpool fara útum allt í landsliðsverkefni næstu eina og hálfa viku og svo byrjar endaspretturinn langi. Þrjár dollur í boði, að ná í eina væri magnað, tvær ótrúlegur árangur og allar þrjár sögulegt. En maður má leyfa sér að dreyma.

21 Comments

 1. Ja ekki var það fallegt… en hverjum er ekki sama. Komnir í semifinale á Wembley

  2
 2. Það var kraftur í Forest en ekki gæði sem betur fer. Við vorum án fjögurra fastamanna í kvöld og tveir fastamenn á bekknum. Það munar um 6 menn í byrjunarliði. Við erum ekki með 20 heimsklassa menn í liðinu sem hægt er að skipta inn og út að vild og fá heimsklassa frammistöðu alltaf. PSG með allar sínar stjörnur tapaði 3-0 í síðasta leik fyrir Monaco. við megum búast við svona leik þegar varamenn spila, þessvegna eru þeir varamenn. Það er árangurrinn sem gildir. Við erum komnir áfram,gerðum það sem þurfti. YNWA

  3
 3. Ég hugsa að við sjáum Ox ekki mikið oftar í Liverpool leik. Samningurinn hans er að renna út í sumar.

  1
 4. JamesPearceLFC
  More good news for #LFC. Alex Oxlade-Chamberlain has signed a contract extension to keep him at Anfield until the summer of 2023.
  5:59 PM · Aug 22, 2019

  2
 5. Sæl og blessuð.

  Ægilegur klafssigur sem kann að vera fyrirsjáanlegt með þrælpeppaða andstæðinga. Við frónbúar þekkjum það auðvitað þjóða best að með rétta peppinu geta smálið gert þeim stóru skráveifu. Það hafði jú sannast fyrr í þessu móti með þetta vaska skírisskógarlið.

  Annars hlýtur Chambo vinur vors og blóma að fara að færa sig niður um deild. Hún er svolítið sérstök, saga þessa leikmanns. Var aldrei sáttur með þessi kaup. Held hann hafi verið dýrari en Salah og gæðamunurinn var augljós. Hann var líka lengi í gang og var oft hálf vandræðalegt að fylgjast með honum fyrstu leikina.

  Svo fann hann fjölina og varð um tíma einn af burðarásunum í geggjuðu liði. Ég minnist hans fyrir framlag í leikjunum rétt fyrir meiðslin. Hefðum líklega ekki náð í úrslitaleikinn 2018 ef ekki hefði verið fyrir stórleik hans gegn City (leiðréttið mig ef mig misminnir). Skoraði hann ekki í þeim leik? Svo datt hann í grasið gegn Roma og eftir það höfum við aldrei séð þennan leikmann spila af þeim krafti sem hann gerði þetta stutta tímabil.

  Hann gæti notið sín í neðri deild. Um að gera að reyna að fá einhvern aur fyrir kappann og halda svo áfram að styrkja liðið.

  4
  • Það er alls ekki slæmt fyrir Liverpool að vera með leikmann eins og Ox í sínum leikmanna hóp. Hann væri að byrja fyrir mörg lið í úrvaldsdeildinni og geta sett hann í liðið í t.d leiknum í gær er hið besta mál.

   Það geta ekki allir verið stjörnurnar í liðinu, það þurfa að vera til kallar sem hafa gæði sem getað stigið inn í þegar þess þarf. Mér finnst Ox flott viðbót í þann pakka.
   Nú fer líklega Milner að detta úr þessum pakka, á líklega bara 10 ár eftir 😉 og tel ég að það væri bara skynsamlegt fyrir Liverpool að halda í Ox og leyfa honum svo að fara frítt eftir næsta tímabil. Það er nefnilega oft svo að þegar leikmaður er með lausan samning þá spilar sá leikmaður betur.

   Meistar árið okkar 2020 þá spilaði Ox 43 leiki og skoraði 8 mörk( 30 leikir og 4 mörk deild). Svo að það er ekki lengra síðan.
   Hann var mikið meiddur síðustu leiktið en hefur þó tekið þátt í 17 deildarleikjum í vetur og eiga þeir líklega eftir að verða aðeins fleiri.

   Framtíð Ox hjá Liverpool nær líklega ekki lengra en fram á sumar eða að klára næsta tímabil en maður hefur aldrei fundist þessi kaup á honum hafa verið óþarfi.

   YNWA

   9
   • Ég varð hissa að sjá að Ox er ennþá bara 28 ára. Þegar maður horfir á hann spila virkar hann þreyttur eins og 33ja ára. Hæfileikarnir eru/voru þarna en ég held að líkami hans þoli ekki mikið meira af úrvalsdeildarbolta. Svo lofa ég að hætta að tala um Ox.

   • af þessum 30 leikjum sem Ox spilað í deild 2019/20 byrjaði hann einungis 16. Var þannig séð í aukahlutverki

 6. Heyri á mörgum stuðningsmönnum að þeir eru ekki sáttir við OX. Eru menn hins vegar sáttir við Keita ?Hann er að klára sitt fjórða ár. Ekki er hann að skora mikið eða leggja upp. Hann sleppur hins vegar við alla gagnrýni – kannski af því að hann er mikið meiddur.

  Á hann einhverja framtíð hjá Liverpool ?

  4
  • Keita sloppið við gagnrýni? Hvar hefur þú verið?

   Var þokkalega sáttur við Keita í gær. Hann er mun betri en Jones, Milner og Ox.

   Svo er það spurning hvort meiðslasagan komi í veg fyrir að samið verði aftur við Keita.

   1
 7. Takk fyrir þetta og segi líka takk fyrir þetta NF. Held að þessi leikur hafi verið mikilvægur fyrir NF, að mæta besta liði í heimi og falla út með sæmd. Alltaf gaman þegar þegar lið utan efstu deildar komast langt í bikarnum. Sjálfum er mér alveg sama hvernig okkar lið spilaði svo lengi sem úrslitin voru jákvæð.
  Sem betur fer er hlé hjá liðinu framundan. Best hefði verið að allt liðið fengi pásu en menn verða út og suður allan tímann. Nú má ekki missa neinn fyrir borð, ekki einn mann, í rosalegu apríl prógrammi. Veit ekki með þetta að mæta MC í tvígang og þurfa að vinna þá tvisvar til að halda í langstærsta drauminn. Ætli það sé ekki skrifað í skýin að mæta þeim líka í úrslitum CL.

  3
 8. Sælir félagar

  Ég þakka fyrir þennan sigur enda var hann fjandanum erfiðari. Forrest spilaði af gríðarlegum krafti allan leikinn og spiluðu fast. Þeim leyfðist líka að spila mun fastar en Liverpool og fannst mér lítið samræmi í dómum milli liða. Greinilega var dómarinn að dæma lið en ekki leik. Hættulegustu færi Forrest komu uppúr brotum sem ekki var dæmt á og svo var dæmt á samkonar brot Liverpool manna. Sem sagt ekkert samræmi í dómum. Hitt verður ekki af Forrest mönnum tekið að þeir börðust og notuðu öll brögð sem þeir kunnu og var dýfan undir lok leiksins algjörleg uppá spjald.

  Ég hefi ekki séð minnst á Elliot í athugasemdum en hann sást ekki allan leikinn svo heitið gat. Mér finnst það áhyggjuefni hvað hann er búinn að vera slakur undanfarið. Ox djöflaðist meðan hann var inná en hafði lítið erindi miðað við erfiðið blessaður kallinn. Dagar hans hjá liðinu að líkindum taldir. Aðrir skiluðu sínu í hunderfiðum leik og gott að flestir/allir sluppu ómeiddir frá honum.

  Það er nú þannig

  YNWA

  2

Liðið gegn Forest

Apríl mánuður