Liðið gegn Forest

Það er komið að 8 liða úrslitunum í FA bikarnum, og sæti í undanúrslitum í boði þar sem liðið getur mætt Chelsea, City eða Palace.

Andstæðingarnir í dag eru Nottingham Forest eins og Eyþór fór yfir í upphituninni í gær.

Liðið sem byrjar leikinn lítur svona út:

Bekkur: Adrian, Beck, Matip, Thiago, Henderson, Jones, Minamino, Diaz, Origi

Það vantar bæði Mané, Salah og Trent í hópinn, svosem vitað að Trent yrði frá, og kemur þannig séð ekkert á óvart að hinir séu hvíldir. Milner væntanlega ennþá veikur (spurning hvort það sé Covid), og svo er Adrian á bekk í stað Kelleher sem annaðhvort er ákvörðun eða þá að sá írski er vant við látinn.

Það væri nú gaman að komast í undanúrslitin, jafnvel þó það þýði meira álag.

KOMA SVO!!!

23 Comments

 1. Ég furða mig yfir því hvað Forrest eru opnir og finnst að Liverpool gæti nýtt sér það betur með því að vera yfirvegaðari við teigin þeirra.

  1
 2. Væri til í að fá Diaz inná sem fyrst, það vantar miklu meiri sóknarþunga í liðið.

  3
 3. En er þetta dæmi með greyið oxlade ekki bara búið finnst hann bara taka pláss frá einhverjum ungum og efnilegum því hann er gersamlega vonlaus eins og hann er buinn að vera lengi

  2
 4. Eitt dauðafæri og viti sleppt þegar Jota var strauaður í teignum og varnarmaðurinn snerti aldre

  3
 5. Er enginn áhugi fyrir þessum leik, hvorki hjá leikmönnum né stuðningsmönnum hjá kop-síðunni.

  1
 6. Jol, ég fylgist með leiknum af áhuga og krefst þess að okkar menn fari að gera betur.

  8
 7. sýna hæfileikana Elliott. Vil sjá hvað hann hefur fram yfir menn eins og Ojo

  1
 8. Gott að heyra að einhverjir eru lifandi. Hvað finnst ykkur um Jota. skil vel þessa skiptingu. þegar menn fá sénsinn eiga menn að hlaupa úr sér lungun og sýna að þeir eigi heima í liðinu.

  1
  • lélegur hingað til, en svosem ekkert verri en Firmino og Elliott. Hangir væntanlega inn á vellinum vegna þess að hann er langlíklegastur til að skora.

   2
 9. Já auðvitað eiga okkar menn að vinna þennan leik annað er ekki í boði.

  1

Kvennaliðið mætir Charlton (aftur)

Sigur á Nottingham Forest, Wembley bíður!