Liðið gegn Arsenal – Salah á bekknum

Liðið gegn Arsenal er komið. Leikurinn er ansi mikilvægur því með sigri getur Liverpool náð að minnka forskot Man City á toppi deildarinnar niður í eitt stig.

Mo Salah fór meiddur út af gegn Arsenal og Jota kemur inn fyrir hann í framlínuna. Fabinho og Thiago eru á miðjunni með Henderson.

Alisson

Trent – Matip – VVD – Robertson

Henderson – Fabinho – Thiago

Mane – Jota – Diaz

Bekkur: Kelleher, Konate, Keita, Firmino, Salah, Gomez, Chamberlain, Jones, Minamino.

30 Comments

 1. Vona það besta. Næstum okkar sterkasta lið. Hvernig mun rigningin og bleytan láta leikinn spilast?
  Ég hefði viljað sjá Elliot á bekknum í stað minamino.
  Plís sigur.

  3
 2. Þetta verður veisla, tvö af þremum bestu liðum englands frá áramótum.
  1-3

  2
 3. Risa leikur alvöru breidd hjá okkur enginn vælandi yfir því að Salah er á bekknum tökum þetta 0-3

  2
 4. Diaz eitthvað út á túni en vonandi spila menn sig í gang. Hörkuleikur og ekkert gefið í þessari glímu. Arsenal að spila flottan bolta og uppleggið klárt hjá þeim. Vantar meira fjör í fremstu þrjá. En maður fær ekki alltaf allt sem maður vill alltaf 🙂
  YNWA

  2
 5. Framlínan er áhyggjuefni. Spurning hvort Salah kemur inn á í hálfleik hreinlega?

  1
 6. Fab 3 inn í seinni, langt síðan Sa-Fi-Ma hafa spilað saman . Svo verður að fara að gera eitthvað í þessum brotin á Mane núna og Salah þetta er ótrúlegt hvað andstæðingurinn kemst upp með á móti þeim.

  1
 7. Robertson er í vandræðum með Saka og Jota hefur eeeekkert getað.

  Sóknin hefur verið allt allt of stöðnuð og fáir sendingamöguleikar fram á við þegar við reynum að “pinna” þá niður.

  Gunners líklegri í fyrri og fullt af hlutum sem hægt er að bæta.

  Besta þjálfarateimi í heimi færir leikmenn til og auðveldar sendingavinklana og við komum sterkari inn í seinni.

  2
 8. Sóknarleikurinn steingeldur, okkar bestu færi eiga ekki að koma úr föstum leikatriðum!
  Hér þarf breytingar takk.

  3
 9. Hann Gunnar Ormslev lýsandi hjá Síminn Sport er svo skelfilega leiðinlegur að ég streama frekar en að hlusta á þetta endalausa innihaldslausa blaður.

  6
  • hryllilegur. Horfi á alla leiki á mute þegar hann lýsir.

   Tómas lítið skárri

   1

Upphitun: Liverpool mætir Arsenal á Emirates

Arsenal 0-2 Liverpool