Arsenal 0-2 Liverpool

Liverpool sótti ansi stóran og mikilvægan útisigur gegn Arsenal í kvöld. Liðið er nú stigi á eftir Man City sem eru á toppi deildarinnar og það er komin alvöru titilbarátta!

Það voru þeir Diogo Jota og Roberto Firmino sem skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri á Emirates vellinum í kvöld. Þessi mörk kröfðust þolinmæði en komu þó fyrir rest og sigur Liverpool var heilt yfir bara sanngjarnt og góður.

Þetta byrjaði nú samt ekkert gífurlega vel og Liverpool náði ekki alveg stjórn á leiknum og Arsenal í sjálfu sér ekki heldur. Allur fyrri hálfleikurinn var svolítið þannig. Hvorugt liðið skapaði sér eitthvað að ráði, sóttu mjög svipað með því að reyna að spila yfir bakverðina hjá hvort öðru en varnarlínurnar leystu þær sóknir vel á báða bóga. Miðjan hjá Liverpool var ekki góð í fyrri hálfleik og tapaði svolítið gegn Arsenal þar en þeir náðu þó ekki að stjórna leiknum af einhverji alvöru.

0-0 og frekar dauft í hálfleik. Það byrjaði þó heldur betur aðeins öðruvísi í seinni hálfleik. Mane slapp eiginlega strax í gegn og skoraði en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Liverpool náði þá betri tökum á miðjunni og leiknum en gekk illa að brjóta niður Arsenal. Jota, Diaz og Mane sem byrjuðu frammi áttu ekki góðan leik frammi.

Thiago hélt hann væri Henry og að Lacazette væri Henry og reyndi að stinga boltanum inn á hann en Liverpool brást ágætlega við og endaði það með því að Alisson varði glæsilega skot frá Odegaard sem hefði átt að gera miklu betur í þessari stöðu.

Klopp var að undirbúa tvöfalda skiptingu og ætlaði að setja Salah og Firmino inn á. Áður en skiptingarnar áttu sér stað átti Thiago geggjaða sendingu inn á Jota sem skoraði með föstu skoti á nærstöngina og kom Liverpool yfir. Hann fór svo út af fyrir Salah og ágætis leið til að stimpla sig út á þennan hátt!

Það var svo Firmino sem var tiltölulega nýlega kominn inn á þegar Liverpool pressaði varnarlínu Arsenal í kaf og potaði sendingu Robertson yfir marklínuna og tryggði þetta fyrir Liverpool. Eftir annað markið var þetta aldrei spurning og Liverpool sigldi þessu heim þægilega.

Með þessum gífurlega mikilvæga sigri er Liverpool komið stigi á eftir Man City og er heldur betur að setja pressu á þá. Það er svolítill tími í næsta deildarleik en í honum fær Liverpool tækifæri á að komast fyrir ofan Man City sem spilar seinna og gæti því sett pressuna yfir á þá en liðin mætast svo umferðina eftir það í einhverju sem á eflaust eftir að kalla “úrslitaleik deildarinnar”.

Frábær sigur og góð frammistaða. Frammistaða sem maður sér meistaralið eiga og þetta Liverpool-lið er það svo sannarlega. Um helgina er svo bikarleikur gegn Nottingham Forrest en Liverpool ætlar pottþétt að vinna hann og stefna á annan titil í vetur. Eftir það kemur landsleikjahlé og við tökum því fagnandi – not!

23 Comments

 1. Eitthvað afskaplega ljóðrænt við það að Jota og Bobby skyldu skora mörkin.

  14
  • Já, svo sannarlega. Þú hafðir rétt fyrir með markið hjá Bobby í gærkvöldi, vel gert! Endilega spáðu þessu sem oftast 😉

   Annars var þessi sigur svo fáránlega sterkur og fagmannlegur! Við erum með eitt allra best lið í heiminum og vonandi mun Salah ekki láta þennan apakött glepja ferilinn sinn með peningagræði (agentinn sinn).

   4
 2. Frábær seinni og solid mörk frá Jota og Bobby.
  Mér fannst vörnin leysa allt mjög vel og Robbo var frábær í þessum leik.

  16
 3. Vá hvað þetta er gott lið, það eru algjör forréttindi að vera stuðningsmaður liðsins og fá að njóta þessa fótbolta sem er boðið okkur uppá.
  Liðið er til alls líklegt og city leikmönnum hlýtur að líða illa yfir því að þeir eiga eftir að mæta Liverpool.
  Og þessi breidd í sókninni er sturluð, vörnin og Allison halda hreinu leik eftir leik í deildinni og miðjumenn liðsins að spila fantavel.

  20
 4. Sælir félagar

  Þvílíkur sigur sem þetta var á móti einu heitasta liðinu í deildinni. Sem betur fer sprengdi Matinelli sig með hlaupunum í fyrri hálfleik og TAA tók hann í nefið í seinni eftir verulega erfiðan fyrri hálfleik. Vörnin með Alisson geirnegld (fyrir utan TAA og Martinelli í fyrri), miðjan solid með Thiago sem átti magnaða sending á Jota. Sóknin vinnusöm en fékk úr litlu að moða amk. í fyrri hálfleik en lét vörnina hafa nóg að gera.

  Dómgæslan þannig að Gefið var veiðileyfi á Mané allan leikinn. Það er merkilegt að venjulega er veiðileyfið á Salah. En þar sem hann var á bekknum ákvað dómarinn að gefa Arsenal mönnum veiðileyfið á Mané frekar en ekkert. Af hverju dómarar vilja láta brjóta svona á húðdökkum leikmönnum Liverpool er rannsóknarefni. Þetta þurfa forsvarsmenn liðsins á Englandi að taka upp og vekja umræðuna um.

  Ekki er samt þörf á að kvarta undan neinu eftir þennan sigur. Allt liðið lagði mikið á sig í þessum leik og var gaman að sjá Matip, Virgil og Robbó leika án þess að hægt væri að benda á eitt einasta atriði sem væri gagnrýnivert. Sama má segja um miðjuna sem var algerlega “solid” í þessum leik með Fab sem akkeri sem hélt nánast öllu. Sóknin vann sína vinnu og skilaði tveimur mörkum eftir magnaðar sendingar frá Thiago og Robbo. Takk fyrir mig

  Það er nú þannig

  YNWA

  20
 5. Vel gert hjá okkar mönnum,það er af þessum sigri, sigur í deild lykt, þvílík frammistaða gegn frábæru liði Arsenal.

  8
 6. Frábær sigur í kvöld.

  Bestu menn:
  Andy fannst mér vera maður leiksins en of aftur með auka lunga, sterkur varnarlega(Saka tekinn af velli) og lagði upp mark.
  Alisson ekki mikið að gera en þegar hann hafði eitthvað að gera þá bara skellti hann í heimsklassa markvörslu.
  Matip/Van Dijk fannst mér báðir vera mjög traustir í kvöld.

  Það var engin lélegur hjá Liverpool í kvöld. Trent var í vandræðum varnarlega og Thiago virkaði stundum eins og hann væri skrefi of hægur í fyrri hálfleik. Jota var í vandræðum en þá auðvita skorar hann. Svo að maður er bara sáttur við allt og alla.

  YNWA – Næst á dagskrá er að koma sér áfram í FA Cup.

  6
 7. Blóðþrýstingurinn var ískyggilegur undir lok fyrri hálfleiks! Hélt þetta myndi ekki hafast.

  Ég er að fíla þennan nýja/gamla Bobby sem kemur inná og smyr mörkum. Sim Senhor!

  En Mané er eitthvað óhamingjusamur. Og getur ekki hlaupið eins hratt og í gamla daga.

  2
 8. Djö. hvað maður getur verið mikill þorskhaus, meira að segja þeir hausar myndu skammast sín fyrir mína aulalegu yfirsjón að halda að þessi leikur væri á morgum. EEEEN so bí it, snillarnir okkar unnu bara nokkuð sannfærandi svona cleen sheet,tölum íslensku, hreinn skítur:) Mig langar að segja, ég finn fyrir vilja, vilja að vinna þessa erfiðiustu deild í heimi. Þetta lið er magnað.

  YNWA

  1
 9. Þó að honum sé hrósað og eftir honum tekið, held ég að aldrei verði nóg sagt um Jurgen Klopp sem stjóra. Þetta er maður sem gæti unnið UCL með ræstingarteymi Anfield.

  Hann og teymið fundu litlar breytingar í hálfleik og búmm!

  Það eru ekki öll lið í borginnni svona heppin. Nú eða í nágrannaþorpunum…

  Auk þess legg ég til að leikmenn okkar neiti að spila í landsleikjahléinu til stuðnings Úkraínu.

  5
 10. 8-liða úrslit í meistaradeild:
  First legs: 5/6 April
  Second legs: 12/13 April

  FA Cup 16. apríl

  City – Liverpool 10. apríl

  við gætum mætt City 4 sinnum á 10-11 dögum að því gefnu að bæði lið fari áfram í bikarnum um helgina

  6
 11. Sæl og blessuð.

  Þetta var eins fagmannlegt og það gerist. Alisson, Trent, Matip, Virgillinn, Fabinho – þetta var brilljant frammistaða!

  Bíð eftir að Hendo – sem var á hálfu tempói – komist í gang. Þá er ég orðinn nett þreyttur á Mané sem þarf að fara að spila af meiri yfirvegun! Hann hlýtur að fara að finna sitt gamla form.

  En þetta var leikur fullorðinna gegn börnum. Þau síðarnefndu fengu að sprikla og ólmast en svo var líka kominn háttatími.

  6
 12. Ég elska þegar leikmenn springa svona út eins og Matip gerir á þessu tímabili. Það gengur nánast allt upp hjá honum. Trekk í trekk var hann hárrétt staðsettur, bæði til að hægja á Martinelli sem fór oft illa með Arnold, og til að hreinsa burt það sem dælt var inn í teig. Svo koma þessi yndislegu móment þar sem hann ber boltann upp völlinn, pínu eins og hann sé bara að testa það hversu langt fram hann komist. “Enginn að stoppa mig? Ok, fer bara aðeins lengra.” Maður tímabilsins so far.

  Robertson er annars minn maður, 100%. Hef ekki spilað Football manager í nokkur ár, en trúi ekki öðru en hann sé með 20 í bæði stamina og determination þar. Annars er eitthvað mikið að. Afburðir hans í þessum þáttum gera það að verkum að viku eftir viku og tímabil eftir tímabil er hann í raun að spila langt yfir getu. Dýrka svona leikmenn. Mark númer tvö skrifast alfarið á þrjósku hans.

  Svo skemmir ekki að vera með töframenn á vellinum líka. NBA sendingin hans Thiago var stórkostleg. Mané ógnar með hlaupi inn að miðju, og ég get svarið fyrir það að Thiago er með augun á honum allan tímann, en sendir svo hárnákvæma sendingu inn fyrir til vinstri á Jota.

  Æðislegt jafnvægi í liðinu. Frábær liðsheild og frábær mannskapur. Mikið er gaman að fylgjast með Liverpool núna!

  15
 13. Stóru strákarnir mættu til leiks í síðari hálfleik.
  Virkilega sterkur sigur.
  Robbo gjörsamlega geggjaður.
  Vel gert!

  10
 14. Spurning hvernig Covid fór með Mané. Fannst verða breyting til lakari frammistöðu eftir það þó góður sé.

  2
  • Ertu að meina svona eins og að vinna AFON og allt það?

   Annars er ég með lausnina. Við þurfum að gefa honum enskan ríkisborgararétt því þá fær hann mun fleiri brot dæmd með sér. Það er nefnilega ekki sama hvort leikmaðurinn sé enskur eður ei og þetta er að gerast árið 2022.

   Grealish gets a foul every 20 mins vs Salah getting one every 120 mins
   100 mins difference.

   5
 15. Hvernig væri að Liverpool keypti þennan gaur, Gabriel Teodoro Martinelli Silva. Aðeins tvítugur…Geggjaður leikmaður.

  1

Liðið gegn Arsenal – Salah á bekknum

Benfica í 8 liða úrslitum – miðar komnir í sölu!