Kvennaliðið heimsækir Charlton

EDIT: Leik lokið með 0-1 sigri hjá stelpunum okkar. Það var aðeins djúpt á þessum sigri, en sigurmarkið kom þegar tæplega 10 mínútur voru til leiksloka þegar Jasmine Matthews skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Leikurinn var annars í járnum nánast allan tímann, og Charlton áttu t.a.m. skot sem fór í slá í fyrri hálfleik.

Bristol vann Watford 3-1 í sínum leik, á sama tíma unnu Sheffield 2-1 sigur á London City Lionesses, og Durham gerði 0-0 jafntefli við Coventry. Staðan er því óbreytt hvað varðar næsta lið, þ.e. það eru ennþá 7 stig í Bristol, en nú þegar 5 umferðir eru eftir má segja að LCL og Durham hafi stimplað sig endanlega út úr baráttunni. Möguleikinn sem þau lið eiga er bara fræðilegur úr þessu. En það breytir því nú varla að þessir 5 leikir sem eftir eru: gegn Charlton (aftur), Durham, Bristol, Sheffield og Lewes verða allt annað en auðveldir og liðið má hvergi misstíga sig. Tap gegn Bristol myndi þýða að bilið væri komið niður í 4 stig, og þá getur allt gerst. En við erum sem betur fer með sterkt lið í dag, svo við horfum björtum augum á töfluna og framhaldið.


Það er komið að næsta leik hjá stelpunum okkar, og í dag heimsækja þær Charlton. Þetta er fyrri leikur þessara liða á einni viku, því um næstu helgi mætast liðin aftur og þá á Prenton Park. Sá leikur átti að fara fram í desember en var frestað út af annaðhvort Covid eða vallaraðstæðum.

Nóg um það. Liverpool er enn sem komið er í efsta sæti í deildinni, og eru með 7 stiga forystu á Bristol City, skammt á eftir þeim koma svo London City Lionesses og Durham. Bristol mun mæta Watford í leik núna kl. 15, ef eitthvað er að marka stöðuna í deildinni þá skulum við ekki reikna með neinu öðru en sigri Bristol í þeim leik.

Andstæðingar Liverpool núna á eftir spiluðu síðast við Sunderland og töpuðu 2-0, þær eru engu að síður ennþá í 5. sæti deildarinnar og þetta er ekki leikur sem er hægt að bóka 3 stig fyrirfram.

Liðið sem hefur leik verður skipað sem hér segir:

Laws

Roberts – Fahey – Matthews

Daniels – Kearns – Bailey – Hinds

Kiernan – Stengel – Furness

Bekkur: Clarke, Wardlaw, Silcock, Campbell, Moore, Humphrey, Holland, Lawley, Hodson

Leighanne Robe er ennþá frá og skv. Matt Beard verður hún frá í einhverjar vikur vegna meiðsla. Það er ákveðið skarð fyrir skildi, en í dag er það Rhiannon Roberts sem tekur sæti hennar í þriggja manna vörninni. Svo er það Yana Daniels sem spilar sem hægri vængbakvörður, en Charlotte Wardlaw er á bekk. Missy Bo er komin aftur eftir að hafa verið frá í síðasta leik með eitthvað lítið hnjask.

Leikurinn verður sýndur á The FA Player, og við uppfærum færsluna að leik loknum með úrslitum og uppfærðri stöðu í deildinni.

17 Comments

 1. Var Guardiola með brainfart ?
  Hann er með Sterling, Jesus og Gundogan á bekknum og gerir enga breytingu á liðinu heldur stóð bara frosinn á línunni.
  Vonandi eru City menn að bogna undan pressu frá Liverpool en þetta hjálpar ekkert ef að við vinnum ekki alla okkar leiki.

  5
 2. Jesss!!!! Vinnum á miðvikudaginn og þá munar bara einu stigi á okkur og sjitty og sirka 80 stigum á okkur og manhjúts.

  2
 3. Ágætt að muna að þessi úrslit í kvöld breyta í raun engu fyrir Liverpool, það þarf áfram að vinna sína leiki og þá sérstaklega innbyrðis viðureignina við City, en þó númer 1, 2 og 3 er það bara næsti leikur sem þarf að vinna. En jú, þetta þýðir að ef Liverpool vinnur sína leiki og City líka (nema innbyrðis leikinn), þá eru okkar menn ekki lengur háðir því að vera með betri markamun. Svo vissulega fagnar maður þessu. En áfram þarf liðið að skila sínu, einn leik í einu.

  4
  • En þýðir þetta ekki að Liverpool er núna “óhætt” að gera eitt jafntefli? Þ.e. vinna alla aðra leiki, þmt. við City og vera með betra markahlutfall.

   3
   • Jú vissulega, en á þá á hættu að verða fyrir neðan City á markamun. Svo í raun er jafn mikil pressa á að klára alla leiki eins og var fyrir kvöldið

    3
 4. Fín úrslit…..en there is still a loooong way.
  Tap á móti Arsenal þýðir að City fékk e.t.v. dýrmætt stig í kvöld

 5. Þetta er mesta þráðrán sem ég hef séð. Öll kommentin fyrir utan það fyrsta fjalla um allt annað en pistillinn. Hvers eiga stelpurnar að gjalda?

  🙂

  5
  • Ég leyfi þetta í ljósi sérstakra aðstæðna 🙂

   Annars held ég að það fari að detta inn podcast og þá leysist þetta.

   5
  • Og þetta er líka í höndunum á City. Þeir eru enn í betri stöðu

   1
 6. Kjarni málsins er samt sá að þetta er alfarið í okkar höndum. Þurfum “bara” að vinna okkar leiki og titillinn er okkar, með öðrum orðum þurfum ekki lengur að treysta á úrslit í öðrum leikjum.

  1

Brighton 0 – 2 Liverpool

Gullkastið – Þrumustuð í Brighton