Liðið gegn Brighton

Það er ekki gott að segja hvað var í gangi í gær, það var mjög hávært slúður um að VVD, Konate og Thiago væru allir með Covid því þeir sáust ekki á æfingu, en ef þeir eru með Covid þá eru menn greinilega ekki að stoppa það að þeir séu í liðinu. OK Konate gæti verið smitaður, því hann er hvergi sjáanlegur. En svona lítur liðið út:

Bekkur: Kelleher, Tsimikas, Gomez, Milner, Thiago, Jones, Elliott, Firmino, Jota

Semsagt, Konate er sá eini sem virðist vera með Covid miðað við þetta, vissulega vantar líka Minamino, Ox og Origi í hópinn en þeir sáust held ég allir á æfingu í gær, og komast líklega bara ekki í hóp.

Skýrsluhöfundi þætti mjög vænt um að liðið færi honum 3 stig í afmælisgjöf.

KOMA SVO!!!

35 Comments

 1. Til lukkkkku með daginn Daníel…gott að sjá hollenska hefilinn i vörninni….sigur i dag setur okkur á góðan stað fyrir framhaldið við tökum þetta 0-4

  5
 2. Sælir félagar

  Ég er sáttur við þetta lið og á öllum venjulegum dögum á það að vinna þennan leik. það er líka það eina sem ég bið um og þó það verði eitthvað vesen þá skal ég vera jákvæður eftir leikinn – ef hann vinnst 🙂

  Það er nú þannig

  YNWA

  10
 3. Til hamingju með afmælið að sjálfsögðu færðu þrjú stig afmælisgjöf en við vinnum þennan leik með þrem mörkum

  5
 4. Á einhver link fyrir lasarus á hótelherbergi sem nær ekki að nýta miðann sinn á völlnn í dag!

  2
 5. Eru dómararnir að vorkenna Brighton af því að þeir fengu á sig mark og sleppa rauða spjaldinu í staðinn?

  7
 6. Geggjað mark hjá Diaz en markmaður Brighton átti að fjúka strax útaf með rautt eftir þetta brot.
  Hörmuleg dómgæsla fór aldrei og skoðaði þetta.

  8
 7. Elska svona, eftir leikinn þá er rætt um afhverju þetta sé ekki rautt…
  Breyta reglum og lofa að þetta gerist ekki aftur og næst verður það rautt.

  Hvað ef hann höfuðkúpubrotnar eða þeir þurfa bera hann útaf.
  Þá er það líklegast rautt spjald en þá kemur að picford á Van djik, 100% rautt spjald maðurinn meiðist illa og er frá 5-6 mánuði en ekkert gert í því.

  Svo ég held að markmenn mega gera það sem þeir vilja, hoppa í leikmenn með þeim tilgangi að meiða þá án þess að þurfa hugsa um að fá refsingu.

  Ég er samt 100% viss ef þetta væri Allison að fara Brighton leikmann þá væri það rautt.

  10
 8. Grófur leikur hjá Brighton í boði dómara. Skítadómgæsla sem oftar.

  6
 9. Alisson hefði fengið rautt í öllum tilfellum, raunar hvaða lpool leikmaður sem er.

  4
 10. Sæl og blessuð.

  Fjörugur fyrri hálfleikur. Salah ekki að finna sig. Ákvarðanatakan amk pínu undarleg. Laflaust skot á mark þegar hann hefði getað gefið á Diazinn og einnig þessi skalli sem hann átti á markið þegar tveir voru lausir.

  Diaz búinn að vera bestur að ógleymdum kóngunum í vörninni – Matip og Virgil! Keita mikið í boltanum, verst vel og á snjallar sendingar.

  2
 11. Hefði alltaf verið rautt á Allison
  Stig tekin af Liverpool á móti West Ham og Tottenham
  Þvílíkt dómara rusl sem hatar Liverpool

  4
 12. Ekki nóg með að hann fer með hnéið í bringuna heldur slær hann í líka andlitið. Hver er afsökunin að þetta sé ekki beint rautt??

  4
 13. Flott markvarsla þarna í teignum hjá Brighton bara hefði verið betra fyrir þá ef það væri markmaður þeirra.
  Glæsilegt víti hjá Salah

  3
 14. Jol, ég vil nú ekki kalla Salah aurapúka þó að hann vilji verulega góð laun sem okkar allra besti og mesti markaskorari.

  4
 15. Stefán, er hann ekki á góðum launum og verið að bjóða honum enn meira.

  3
 16. geggjað nú þarf Kristallinn að sýna hvað í þeim býr
  á mánudag.

  YNWA.

  1

Upphitun: Útileikur gegn Brighton

Brighton 0 – 2 Liverpool