Fréttir af andstæðingum: Chelsea fryst!

Þær fréttir bárust núna í morgun að eignir Roman Abrahamovich hefðu verið frystar, og það þýðir víst að Chelsea má ekki selja miða á völlinn (fyrir utan ársmiða sem hafa nú þegar verið seldir), mega hvorki selja né kaupa leikmenn, og svo kannski það sem mestu skiptir að það má ekki selja félagið. Hvað þetta þýðir fyrir liðið á eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum, en eins og einn netverji orðaði það: “Það verður áfram púað á Lukaku, en núna verða það bara ársmiðahafar”.

14 Comments

 1. Ok áhugavert – þannig að þeir fá ekkert nýtt cashflow í miðasölu og ekkert cashflow með sölu á neinu. Ekkert cashflow frá ytri aðila. Þá er spurning hvort rekstrarmódelið hjá þeim hafi gert ráð fyrir slíku áfalli. Þetta gæti hæglega endað með því að þeir geta ekki greitt leikmönnum full laun.

  2
 2. Löngu tímabært að þessu glórulausa, óheilbrigða og eftirlitslausa útlendingadekri ljúki í enska boltanum. Nú er bara að taka eignaraðild Arabanna í gegn.

  6
 3. Þetta var bara spurning um tíma.

  Er búinn að vera í Englandi nú í rúmar tæpar 4 vikur og síðustu daga hefur verið ÖSKRAÐ á pólitíkusa varðandi Roman og fleiri ólígarka. Það er eilítið hjákátlegt auðvitað að vera nýbúnir að samþykkja eignarhald manns sem er að murka lífið úr fátæku fólki í Yemen en svei mér ef umræðan er ekki að leggja af stað þangað líka.

  Þetta er risamál, einn af þeir sem, menningarmálaráðherran Dorries bara kjarnar stöðu félagsins:

  Asked about the negative impact the sanctions could have on Chelsea’s revenues, Dorries added: “Well sanctions have consequences and that’s a fact. Abramovich has links to Putin who is mounting a barbaric and evil attack against the people of Ukraine. This government, we in this department, stand with the people of Ukraine. As I’ve said, I’m afraid sanctions have consequences. Abramovich’s actions have consequences too.”

  Bretar eru mjög uppteknir af stöðunni í Úkraínu og pólitíkin þarf að standa klár á því að allt annað en harðar aðgerðir gegn öllu sem tengist Pútín og Rússlandi einfaldlega klárar pólitískan frama. Það skiptir máli.

  Stóra málið er auðvitað að vonandi þýðir það að stærstu og mestu samstarfsmenn Pútín eru nú bara orðnir úrhrök í Evrópu áttar sig hann á því hvað hann gefur gert sinni þjóð og sá hégómagjarni maður sem hann er átti sig á því að hans nafn er ónýtt utan Rússlands. Vonandi dugar þessi aðgerð…en ef stríðið dregst á langinn mun breska ríkið ganga lengra í því að herða ólina að þessum gaurum. Sé það alveg gerast að þeir taki klúbbinn eignarnámi til að selja öðrum…

  1
 4. Ég er búinn að snúa öllu á hvolf en finn hvergi samúð. Þarf aðstoð.

  13
  • Alltaf verið skítalykt af þessu eignarhaldi og Putinvina þjófahyski.

   4
 5. Mikið var gaman að hafa þá sem óvinalið í þessi 20 ár. Abrahamovich gerði mikið fyrir ensku deildina, ég hef samt litla samúð með Chelsea. Alveg til í að sjá falla niður töfluna á komandi árum. End of an era?

  4
  • Hvað gerði Abrahamovich svona mikið fyrir deildina? Eitthvað meira en mögulegir aðrir eigendur hafa gert eða munu gera?

   2
   • Hann bjó til eitt besta lið sem þessi deild hefur séð. Lið sem var svo auðvelt að hata og þar að leiðandi svo yndislegt að vinna. Ég er auðvitað bara að horfa á þetta út frá mér. Ég elskaði þessi ár þegar hann var að dæla inn peningum. Hann átti klárlega þátt í vinsældum deildarinnar. Ég hef sjaldan verið jafn anægður og þegar við unnum þá í undanúrslitum meistaradeildarinnar 2005.

    2
 6. Afsakið þráðránið Leeds heldu áfram að skíta upp á bak og það núna á heimavelli á móti LFC 2 (AVL) og ef þessi þjálfari þeirra tekur aftur hringinn inni á velinum þá æli éf yfir sjónvarpið.

  YNWA.

  1
  • Vellinum og ég á það að vera þarna í síðustu línu 🙂

   YNWA.

   1
 7. Man hvað þessi Leeds þjálfari var hæpaður upp fyrir nokkrum árum eftir einhverja alhallærislegustu hálfleiksræðu sem ég hef heyrt á Anfield. Stórlega ofmetinn þjálfari en örugglega góður í kjaftinum.

  2

Liverpool – Inter 0-1 (2-1)

Upphitun: Útileikur gegn Brighton