Liðið gegn Inter – Thiago byrjar

Þá er allt að verða klárt fyrir kvöldið. Byrjunarliðið er komið – það sem kemur kannski helst á óvart er að Jones og Thiago byrja á miðjunni. Annars koma Jota og Matip einnig inn frá því í sigurleiknum gegn West Ham.

CL kvöld á Anfield. Ég er klár!

 

YNWA

24 Comments

  1. Sérlega falleg uppstilling! Vona að Curtis og Jota séu hressir í kvöld, þeim veitir ekki af.

    1
  2. list ágætlega à þessa uppstillingu. Henderson væntanlega kemur innà ef à þarf að halda ásamt Díaz. Spái erfiðum leik jafntefli líkleg ürslit.

    1
  3. Ég vona að Hendo komi mjög fljótlega inná í seinni fyrir Jones, mér finnst Inter mun sterkari á miðjunni og það þarf vinnsluna í fyrirliðanum.

    1
    • fuðrulega mörg tækifæri sem Jones er að fá í ljósi þess hvað hann er að skila slöppum frammistöðum.

      2
      • Keita væri búinn að kveikja í mörgum spjallborðum með álíka frammistöðu.

        3
    • Algert rugl í gangi hjá dómurum eina ferðina enn hvenær ætla þessir dómarar að fara vinna fyrir laununum og dæma eins og menn djöfullinn hafi það.

      YNWA.

      3
  4. Sælir félagar

    Í fyrsta lagi vil ég fá Jota og Jones útaf og Hendo og Diaz inná

    Í annan stað: getur einhver útskýrt af hvarju Alexis var ekki rekinn útaf fyrir opna sólatæklingu á Thiago.

    Annars bara góður

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  5. Þetta er bara flottur hálfleikur hjá okkar mönnum.
    Við erum 2-0 yfir og við erum líka að spila eins og við erum tveimur mörkum yfir í einvíginu. Það er óþarfi að keyra upp hraðan og búa til endana á milli leik. Við erum skynsamir og erum að passa okkur að halda hraðanum niðri en ef tækifæri gefst höfum við reynt að keyra á þá.

    Ég skil ekki þessa gagnrýni sem Jones er að fá fyrir sína frammistöðu í þessum hálfleik. Hann er bara búinn að vera fín nákvæmlega eins og Thiago og Fabinho á miðsvæðinu. Hans hlutverk er bara að vinna vel varnarlega, taka þátt í pressu, vinna bolta og skila honum frá sér. Þetta er hann að gera án þess að eiga einhvern stjörnuleik. Fab er varnarsnillingurinn, Thiago á að sjá um að dreyfa boltanum og Jones á að vera þarna mitt á milli.

    Jota þarf nauðsynlega þessar mín sem hann er að fá núna eftir meiðslin og tel ég að Klopp spilar honum í c.a 75 mín í þessum leik ef staðan heldur svona áfram.

    Ég vill bara svo meira af því sama í síðari hálfleik. Gef fá færi á okkur og þá komust við einfaldlega áfram en til þess er leikurinn gerður.

    1
  6. Birgir Jota er búinn að vera mjög lélegur í þessum leik og þar að auki í tveimur síðustu leikjum. þetta kemur ást minni (þinni) á leikmanninum ekkert við

    4
  7. Mikil læti minna gaman en samt……. Hef svo sem aldrei verið hrifinn af þessum dómara en boy ó boy er ekki bara komið nóg af honum. Tæklingar og læti eru hluti af leiknum og ganga stundum of langt en dómarar af þessu caliberi eru enn hættulegri. Og má ekki svo bara hætta að skjóta í he…… stöngina.
    YNWA

    1
  8. EKKI góður leikur hjá Liverpool en áfram fóru þeir gegn besta liði ítalíu.

    3
  9. Versti leikur liðsins á tímabilinu að mínu mati. Voru að verja tveggja marka forystu allan tímann og alltof værukærir. Vissulega óheppnir með stangarskotin og sem betur fer kostaði það okkur ekki neitt í þessum leik en ég er með beyg fyrir leiknum gegn Brighton. Vonandi vekur þessi leikur okkar menn af værum blundi. Maður vinnur ekki alla leiki en vonandi var þretta síðasti tapleikur tímabilsins.

    2

Gullkastið – Fulla ferð á þremur vígstöðvum

Liverpool – Inter 0-1 (2-1)