Kvennaliðið heimsækir London City Lionesses

Það fer að styttast í annan endann á leiktíðinni hjá kvennaliðinu, 15 leikir búnir og aðeins 7 eftir. Nú fyrst fer að sverfa til stáls, því 6 af þeim 7 leikjum sem eru eftir eru gegn liðum í efri hluta deildarinnar. Núna kl. 14 mæta stelpurnar okkar London City Lionesses, en það er n.b. eina liðið sem þær hafa tapað fyrir í deildinni, sá leikur fór fram á fyrsta leikdegi og þessi hópur var augljóslega enn að slípa sig saman.

Fremst meðal jafningja hjá LCL er fyrrum Liverpool leikmaðurinn Amy Rodgers, en svona ætlar Matt Beard að stilla upp gegn Lundúnaliðinu:

Laws

Wardlaw – Fahey – Matthews – Hinds

Lawley – Holland – Furness – Daniels

Kiernan – Stengel

Bekkur: Clarke, Silcock, Campbell, Moore, Roberts, Bailey, Humphrey, Hodson

Ekki veit ég hvort Leighanne Robe og Missy Bo Kearns eru frá vegna meiðsla, en þær eru a.m.k. ekki í hóp, og gæti munað talsvert um þær. Þetta er nú engu að síður feykisterkur hópur og við vonum að stelpurnar okkar komi heim með a.m.k. 1 og helst 3 stig.

Mér er ekki kunnugt um að leikurinn sé sýndur á netinu, en ef einhver dettur inn á streymi má endilega láta vita. Við uppfærum svo færsluna með úrslitum og stöðunni í deildinni síðar í dag.


Leik lokið með 1-1 jafntefli, það var Katie Stengel sem skoraði mark okkar kvenna í fyrri hálfleik, en snemma í síðari hálfleik kom svo jöfnunarmark.

Staðan er þá þannig að það eru 6 leikir eftir hjá flestum toppliðunum, og Liverpool er með 7 stiga forystu á Bristol City.

Næstu leikir eru svo: tveir leikir gegn Charlton (bæði heimaleikur og útileikur, öðrum leiknum var frestað rétt fyrir jól), Durham, Bristol og Sheffield. Semsagt, 5 erfiðir leikir áður en svo liðið heimsækir Lewes í lokaleik tímabilsins. Þetta verður eitthvað.

Ein athugasemd

Liverpool 1 – 0 West Ham

Inter heimsækir Anfield á morgun