Liverpool 2-1 Norwich

1-0  Minamino  27.mín

2-0  Minamino  39.mín

2-1  Rupp  76.mín

Fernudraumurinn lifir enn hjá okkar mönnum eftir 2-1 sigur í ansi daufum leik gegn Norwich í kvöld. Bæði lið gerðu mikið af breytingum á sínum liðum og sást það framan af leik. Curtis Jones náði lúmsku skoti rétt yfir markið eftir um tíu mínútna leik og stuttu seinna komst Pukki í ágætis færi. Það var þó á 27. mínútu sem fyrsta markið kom þegar Tsimikas átti flottan bolta inn á Origi sem náði að taka við boltanum inn á teig með varnarmenn í kringum sig og skila hounm út á Minamino sem skoraði. Rúmlega tíu mínútum síðar tvöfaldaði Minamino forrustu Liverpool þegar boltinn barst til hans utarlega í teignum og hann skoraði glæsilegt mark upp í nærhornið.

Í hálfleik þurfti Curtis Jones að fara útaf eftir að hafa kvartað undan verki í læri og kom Harvey Elliott inn á fyrir hann. Snemma í hálfleiknum náði Pukki að koma boltanum inn fyrir vörnina á Sargent en hann hitti ekki markið. Oxlade-Chamberlain og Henderson áttu báðir fínar marktilraunir sem hittu ekki markið áður en að Jota fékk boltann í fínni stöðu og skaut á markið en Ben Gibson fékk hann í hendina en dómarinn hafði engan áhuga á að dæma víti.

Þegar leið á leikinn voru Liverpool komir alveg niður í fyrsta gír og það hleypti Norwich aðeins inn í leikinn þegar á 76. mínútu fékk Rupp sendingu frá Sargent og Joe Gomez bakkaði aðeins of mikið frá honum. Rupp nýtti sér plássið og skaut og kom knettinum framhjá Alisson í markinu og minnkaði muninn í 2-1 en þar við sat.

Bestu menn Liverpool

Með bæði mörk liðisins í dag er maður leiksins án efa bikarkeppnis Minamino en Japaninn gerir varla annað en að skora í bikarkeppnum. Auk hans var Curtis Jones góður í fyrri hálfleik en þurfti því miður að fara útaf. Milner og Tsimikas áttu flotta leiki í bakvörðunum.

Vondur dagur

Oxlade-Chamberlain hefur átt betri daga, hann reyndi mikið en það kom ekki mikið útúr honum. Joe Gomez átti nokkrar vafasamar sendingar og hefði mátt gera betur í marki Norwich og Tylor Morton átti ekki góða innkomu í dag.

Umræðupunktar

 • Fernan lifir og Liverpool aldrei komist jafn langt í FA-bikarnum undir Klopp.
 • Minamino er nú kominn með sjö mörk í átta bikarleikjum í vetur, gott að eiga svona mann sem sjötta kost í framlínuna.
 • Salah, Van Dijk, Trent og Fabinho fengu að sitja heima í dag og koma ferskir inn í leikinn um helgina!

Næsta verkefni

Næst er það leikur gegn West Ham á laugardaginn en þar eigum við harma að hefna eftir að hafa tapað gegn þeim fyrr í vetur, eitthvað sem er ekki í boði þessa stundina.

13 Comments

 1. Flott að komast áfram og gera það með því að hvíla flesta lykilmenn liðsins.
  FA CUP er nefnilega mögnuð keppni og það er ekkert gefins. Boro búinn að slá út Utd/Tottenham, Luton var lengi vel 2-1 yfir gegn Chelsea, Man City vera lengi að brjóta niður neðrideildarlið o.s.frv.

  Þetta var heilt yfir flott frammistaða í kvöld hjá leikmönnum sem fá kannski ekki alltaf að spila mikið en Liverpool vélinn hélt áfram að malla.

  Maður leiksins er Minamino með tvö flott mörk

  YNWA – næsti leikur er West Ham á laugardaginn en þeir duttu úr kvöld úr leik gegn Southampton.

  4
 2. Sælir félagar

  Þetta fór eins og ég bjóst við – eins marks sigur. Það er ekki mikið um leikinn að segja eða leikmenn. Uxinn frekar slappur og Jota að eiga sinn lakasta leik lengi með Liverpool. Konate stundum óöruggur en það slapp til en Gomes flottur. Minamino maður leiksins og Elliot og Hendo á pari. Tsimikas góður og Milner slapp en er orðinn dálítið seinn stundum en vinnuframlagið gott. Sem sagt sigur og þá er ég sáttur.

  Það er nú þannig

  YNWA

  2
  • Sammála þér varðandi Jota og Ox held að sá síðarnefndi sé kominn á síðasta söludag vegna margra ítrekaðra meiðsla því miður og maður sér það svolítið á honum að líðan og sjálfstraustið inni á vellinum sé að hverfa? En hvað veit ég vona að ég hafi rangt fyrir mér og hann eigi fullt inni. Nú kemur það sem ég er svolítið ósammála þér með fannst Hendó vera maður leiksins í fyrrihálfleik lét allt tikka ásamt Curtis og var miðjan varnarlega sérstaklega lakari þegar við Eliot kom inná ekki það að hann á frábæra spretti framar á vellinum og sínum degi hefði Jota nýtt eitthvað af þeim færum sem hann var að skapa. En það sem skiptir mestu er sigurinn og þá líka að við hvíltum 90% af byrjunarliðs hópnum en t.d. West Ham notaði alla sín sterkustu og töpuðu sem er hið besta mál.

   YNWA.

   3
   • Rétt að hafa það í huga að Jota er að koma úr meiðslum. Hann á talsvert eftir í fullt leikform.

    3
 3. Við spiluðum flottan fótbolta, allir stóðu fyrir sínu. YNWA
  Middlesbrough Næst

  1
 4. Var þetta ekki besti leikur Minamino fyrir Liverpool? Ég held það.

  Loksins virkaði hann ekki of léttur, heldur rak rassinn í varnarmenn, stóð þétt í lappirnar og HÉLT boltanum. Sennilega er hann búinn að vera duglegur að styrkja líkamann og fengið sér æfingar fyrir akkúrat þessar stöður.

  4
 5. Ég kem hingað núorðið bara til að lesa einhverja besserwissera tala um að þessi eða hinn leikmaður í hópnum sé orðin súrmjólk. Sumir vilja ekki skilja að jafnvel 12ti besti leikmaður í heimi kemst ekki í fyrstu 11 hjá LFC…. Þeir geta ekki allir verið bestir.

  Það hefur enginn sem tjáir sig hér séð betra Liverpool lið. Einfaldlega af því að það lið hefur aldrei verið til. Og ef fer fram sem horfir hefur kannski bara aldrei verið betra fótboltalið..? Að toga hár og klípa strípur af því að einhver var ekki æðislegur einhvern daginn er sorg þess sem situr með fullt glas og er þegar farinn að sýta að eftir nokkra sopa verður það orðið hálf tómt.

  Hættiði þessum helv. barlómi og kætist meðan kostur er. Minamino sem við keyptum á túkall og er 7 framherjinn okkar saltaði kanarífugl og borðaði í kvöldmat. Að sumri seljum við hann til Leeds og kaupum framtíðina frá Fulham.

  Á meðan er eigandi Everton að selja úr sér gulltennurnar og ManU enn að bíða eftir að glasabarnið sem þeir einræktuðu úr erfðaefni Fergie vaxi úr grasi.

  Heilagur Dalglish hvað þetta er gaman.

  23
  • þú verður að passa að hræða ekki úr okkur líftúruna þ.e. okkur besserwisserana því þá verður ekkert hægt að lesa hér inni fyrir þig :-). En annars held ég að flest bessar sem skirfa hér séu bara blása frá sér og til að lýsa sinni upplifun og einhverju sem við fáum ekki breytt svo mikið er víst en ég hef samt gaman af því að lesa allt sem skrifað er svo lengi sem það er ekki verið að kasta skít í leikmenn og ég held að fæstir sem hingað inn koma geri það yfir höfuð.

   YNWA.

   5
   • Aftur er ég sammála þér Kaldi. Það er enginn að væla hérna og allir sem ég les eftir hér eru sáttir við liðið. Einstaka leikmenn eiga misjafna leiki sem er eðlilegt og sumir eru bara alltaf góðir nánast hvern einasta leik sem þeir spila og svo er allt þar á milli. En væl – ég hefi ekki séð það hér.

    4
 6. Öruggari sigur en lokatölur gefa til kynna. Flestallir góðir en menn slökuðu dálítið mikið á um tíma í seinni hálfleik. Minamino virkilega góður og Milner steig ekki feilspor.
  Skemmtileg staðreynd. Ég er varla kominn niður á jörðina eftir sigurinn um síðustu helgina og til að róa taugarnar er gott að leggjast í tölugrúsk. Eins og aðrir Liverpool aðdáendur finnst mér uppskeran hafa verið í heild fullrýr síðustu áratugina en samt.. Á þessari öld hafa komið alls 16 titlar á Anfield sem er jafnmikið og Man City hefur fengið á sama tíma. Þó hefur Man City haft á löngum stundum dálítið mikla yfirburði, sl einn áratug eða svo. Okkar lið eru nokkuð seigt þrátt fyrir allt.

  5
 7. Mig langar að bæta við þetta að Norwich spiluðu að mér fannst flottan og árangursríkan leik. Pressuðu vel og voru bara erfiðir. Þetta var alls engin gönguferð í garðinum þó svo að þeir gulu vermi botnsætið deildarinnar. Taki hefur bætt sinn leik mikið og í þessum leik fannst mér hann gera tilkall til alvöru hlutverks í liðinu. Cujo var líka frábær í fyrri hálfleik. Eins fannst mér Tsimikas komast vel frá leiknum.

  Eins og bent hefur verið á þá er alls ekkert auðveltað komast liði í 8 líða úrslit í FA bikarnum og verður áhugavert að sjá hver verður mótherjinn í næstu umferð. Það er skrifað í skýin að við fáum Man City í 8 liða í CL og þ.a.l þríhöfða með deildarleiknum á Etihad 10/4 (að því gefnu að bæði lið verði í pottinum) þannig að ég spái Chelsea í FA.

  2

Byrjunarliðið gegn Norwich

FA CUP 8.liða úrslit