Gullkastið – Frábær ferð á Wembley

Kop.is var á bikarúrslitaleiknum

Einn af fjórum!
Maggi og Steini fóru á Wembley og horfðu á okkar menn landa mjög svo sætum sigri á Chelsea liði Roman Abramovich. Gott spjall um þeirra ævintýri í London og hvernig það er að mæta á úrslitaleik.
Heimsfréttirnar hafa verið hræðilegar undanfarna daga og gætu haft mikil áhrif á fótboltann líkt og annað og verður t.d. fróðlegt að sjá hvað gerist á næstunni andstæðingum helgarinnar.
Leeds liðið var tekið með vinstri í miðri viku og Bielsa sagt í kjölfarið að hann væri Drekinn.
FA Cup í þessari viku og svo West Ham heima um helgina með fullt af íslendingum á Anfield.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 370

5 Comments

  1. Ég er hálfnaður með podcastið og er að velta fyrir mér hvort Einar Matthías verði ekki með í því í þetta sinn. Ég heyri bara í mönnum sem eru mjög jákvæðir með bikarkeppnina.

    3
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir spjallið og til hamingju með bikarinn. Nýr kafli í bikarsöfnun heldur áfram á morgun með erfiðum sigri á Norwich. Látum góða hluti gerast.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  3. Sæl og blessuð

    Takk fyrir skínandi skemmtilegt hlaðvarp. Heyrði ég rétt að Maggi væri farinn að stúdera þjónandi forystu? eru það áhrif frá Klopp?

    Leikur annað kvöld. Verður Adrian treyst fyrir markinu? Verður spennandi að sjá!

    1
  4. Takk fyrir að vekja athygli á þessari fáránlegu tölfræði varðandi Salah og hversu fáar aukaspyrnur eru dæmdar fyrir brot á hann. Mér finnst að Liverpool eigi að gera þetta að umræðuefni í fjölmiðlum og heimta leiðréttingu. Rosalegur samanburðurinn þarna á Grealish og Salah. En menn komast bara endalaust upp með að brjóta á Salah. Það sjá það allir sem vilja.

    Og er líka sammála því að Kavanagh eigi aldrei að fá að dæma aftur í úrvalsdeildinni, hvorki inni á vellinum né á varsjá. Þetta ekki-víti fyrir Man City var bara skandall!

    2

DEILDARBIKARMEISTARAR 2022!!!!!

Norwich í þeirri elstu og virtustu