Liðið gegn Chelsea á Wembley

Úrslitaleikur á Wembley! Alveg sama þó það sé ekki verið að spila um hæst metna bikarinn, þá er þetta Wembley, þetta er úrslitaleikur, og bikar er bikar.

Liðin eru mætt á staðinn, og okkar menn stilla svona upp:

Bekkur: Alisson, Konate, Tsimikas, Keita, Milner, Ox, Minamino, Origi, Jota

Það er einfaldlega sterkasta lið inni á vellinum sem völ er á (mínus Alisson). Jota nær bekknum, menn meta það sem svo að hann sé ekki tilbúinn í 90 mínútur (og við skulum ekki útiloka framlengingu), en að hann geti komið inná undir lokin.

Nokkrir sterkir leikmenn eru ekki einusinni á bekk: Elliott, Jones, Gomez, Adrian, og svo auðvitað Firmino sem er meiddur.

Krækjum nú í eins og einn bikar!

KOMA SVO!!!

36 Comments

  1. Upphitunin er í opinni á Stöð2 Sport2 en veit ekki með leikinn.

    1
  2. Ég nota alltaf þetta https://vipleague.im/ mjög gott stream, þú þarft að loka sprettigluggunum nokkuð ofr ca 3-4 í hvert skipti sem þú klikar á eitthvað en þegar þú ert komin í gegnum það færðu mjög gott stream

    • Alveg örugglega ekki frekar en venjulega.Gefur sínar öruggu 5 metra sendingar. Chelsea menn labba fram hjà honum eins og keilu.

      2
  3. Skelfilegt að missa Thiago hefði verið mikill munur að hafa sendingarnar hans í þessum leik.
    Keita er hvorki fugl né fiskur á við hann því miður þó hann eigi sína spretti þá fer þeim fækkandi virðist vera.

    En mér finnst Liverpool búnir að vera talsvert betri en Chelsea búnir að eiga hættuleg færi báðir markmenn frábærir eins og við var að búast.

    Koma svo tökum þetta í seinni !

    5
  4. Það verður að fara skipta Keita útaf. Hann alltof hægur inná miðjunni.

    • mætti svosem taka hann út af en þá fyrir eitthvað annað en að vera hægur.

  5. Eruð þið ekkert að grínast hvað Trent er dapur í þessum leik!! Það væri greiði við hann að taka hann út af!

    1
  6. Ef þetta er brot inní teig á Van Dijk þá eru horn orðin óspilanleg því þetta gera varnarmenn alltaf

    3
  7. Chelsea menn búnir að vera með álíka mörg saves með hendini inní teig og Mendy í leiknum

    3
  8. Langbesti 0-0 leikur sem ég hef séð……skrifað i skýin að við vinnum þennan leik…

    8
  9. Skemmtilegur, spennandi og góður fóboltaleikur, nú er bara að taka þetta í vídó 🙂

    1
  10. Rólegir kúrekar, við unnum bikarinn. Það verður væntanlega dómarahorn í næsta Gullkasti, það er næsta víst. Þar höfum við vitringana okkar sem leiða okkur í allan sannleikann um vafaatriðin. Eins er ég hugsi yfir skiptingu markmanna, hvað lá að baki. Í einfeldni minni þá valdi Tuchel að jafna leikinn, með því að taka út einn besta markmann heims, en setja inná dýrasta markmann heims til að rugla vítakempur okkar, eða hvað? Til hamingju Liverpool!!!!!!!

    YNWA

    3
  11. Tuchel er greinilega mjög taktískur og snjall þjálfari. Guð sé lof að hann þjálfi ekki Liverpool.

    Áfram Liverpool

Bikarleikur kvennaliðsins gegn Arsenal

DEILDARBIKARMEISTARAR 2022!!!!!