Úrslit Deildarbikarsins á morgun!

Á morgun mætir Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik í alltof, alltof langan tíma þegar liðið mætir Chelsea á Wembley í úrslitaleik Deildarbikarsins. Síðasti úrslitaleikur Liverpool var Heimsmeistarakeppni félagsliða þegar Liverpool varð Heimsmeistari árið 2019.

Í raun er orðið frekar langt síðan Liverpool hefur leikið úrslitaleik í enskri bikarkeppni en það var síðast leiktíðina 2015/2016 þegar liðið tapaði gegn Man City í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur þó síðan spilað til úrslita í Evrópudeildinni, tvisvar í Meistaradeildinni og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Ég viljandi kýs að telja ekki upp Góðgerðaskjöldinn og Ofurbikar Evrópu hérna en Liverpool spilaði í þeim tveimur líka. Þannig Liverpool hefur gengið betur í bikarkeppnum utan Englands en innan þess.

Nú er kominn tími til að snúa því við og sækja eina dollu úr enskri bikarkeppni!

Liverpool hefur verið á frábæru róli heilt yfir, kannski misgóðir leikir hér og þar en úrslitin hafa verið frábær. Þrátt fyrir meiðsli og Afríkukeppni þá hefur Liverpool unnið fullt af góðum sigrum og komið í góða stöðu gegn Inter í Meistaradeildin, komið í úrslitin í Deildarbikarnum og eru á fullu í titilbaráttu í deildinni.

Mótherjarnir í Chelsea hafa verið nokkuð drjúgir við að næla sér í góð úrslit en frammistöður hjá þeim samt líka svolítið hér og þar. Þeir sitja nokkuð þægilega í þriðja sæti deildarinnar en töluvert frá toppbaráttunni, eru í þessum úrslitaleik, í ágætis stöðu í Meistaradeildinni og voru nýlega krýndir Heimsmeistarar félagsliða. Þetta er því klárlega krefjandi mótherji.

Þeir misstu tvo leikmenn útaf vegna meiðsla í síðasta leik, þá Ziyech og Kovacic en líklegast verða þeir klárir í slaginn sem og Reece James svo það er sterkt fyrir þá. Kepa hefur verið í markinu hjá þeim í bikarkeppnunum, líkt og Kelleher hjá Liverpool, Klopp hefur sagt að Kelleher byrji þennan leik og að þetta sé hans keppni og spurning hvort Tuchel geri það sama með Kepa eða hvort hann stilli upp Mendy í markinu.

Ætli það verði ekki Kepa í markinu og svo þeirra sterkasta mögulega lið fyrir framan hann, svipað og ég held að verði raunin hjá Liverpool.

Það verður enginn Firmino á morgun en það var greint frá að hann væri ekki tilbúinn í leikinn, það var ekki enn hægt að segja til um hver staðan væri á Jota en hann ferðaðist að minnsta kosti með liðinu til London svo spurning hvort að það sé bara hann að fylgja liðinu í úrslitaleikinn eða hvort hann verði í leikmannahópnum.

Kelleher

Trent- Matip – Van Dijk – Robertson

Henderson – Fabinho – Thiago

Salah – Mane – Diaz

Ætla að giska á að þetta verði liðið og þetta er líklega það sterkasta sem Liverpool hefur upp á að bjóða þessa stundina, Jota ætti klárlega heima í níunni ef hann er heill en ég ætla að giska á að ef hann spilar þá verði það eftir að hann komi af bekknum og er þetta nú ansi flottur kostur til að eiga þar. Fabinho og Thiago hafa verið frábærir á miðjunni og Henderson átt geggjaðar innkomur undanfarið en ég held að hann sé 110% að byrja þennan leik.

Báðir þessara liða í deildinni á þessari leiktíð hafa endað með jafntefli fyrst 1-1 snemma á leiktíðinni og svo 2-2 í janúar. Tveir mjög pirrandi leikir ef út í það er farið!

Ég verð mjög hissa ef þetta verður eitthvað rosalega opinn leikur. Tuchel og hans lið eru oft sterk í vörn, mjög skipulögð og ég hugsa að hann geri sér grein fyrir því að ef hann ætlar að mæta Liverpool hátt uppi á vellinum þá bjóði hann hættunni heim þar sem Liverpool hefur verið í þvílíku formi í sóknarleik sínum á leiktíðinni. Ég hugsa því að hann reyni svolítið að drepa þetta niður, verjast þétt neðarlega og beita skyndisóknum en þeir eiga sterka leikmenn í það.

Liverpool gekk rosalega vel að loka á Lukaku í fyrri leik liðana í vetur en framherjinn hefur átt í basli á leiktíðinni og verið langt, langt frá sínu besta. Verði hann einangraður frammi gæti það sama verið upp á teningnum aftur á morgun en Liverpool gekk ekki nægilega vel í seinni leiknum gegn Havertz, Pulisic og Mount. Ég yrði ekki hissa ef Tuchel mun leggja upp með svipað, nota annað hvort einhvern hraðann og hreyfanlegan frammi sem gæti þá dregið varnarlínu Liverpool aðeins meira úr stöðu en manni finnst líklegt að Lukaku myndi gera.

Baráttan á miðjunni verður mikilvæg sem og bakverðirnir en í báðum liðum gegn þeir lykilhlutverkum sem eru þó að mér finnst frekar ólík. Ég er ekkert endilega viss um að þetta verði eitthvað rosalega skemmtilegur leikur þannig lagað, hvorki fyrir stuðningsmenn liðana né hlutlausa en þetta gæti verið mjög áhugaverður slagur sem gæti ráðist á smáatriðum. Í raun yrði ég bara alls ekkert hissa ef leikurinn myndi ekki klárast í venjulegum leiktíma.

Ef fólk við eiga algjöran Liverpool dag á morgun þá mætir kvennaliðið Arsenal í bikarkeppninni og gæti verið áhugavert að sjá hvernig liðið spjarar sig gegn einu af bestu kvennaliðum Englands. Úrslitaleikurinn hjá Liverpool og Chelsea hefst svo seinni partinn, ég held það verði langur leikur svo nestið ykkur vel!

Við viljum klárlega sækja þennan bikar og endum þetta á góðum punkti frá Trent sem segir að krafan hjá Liverpool sé núna bara einhver titill á hverju ári og fínt að byrja bara þarna á meðan við erum enn í baráttunni á fjórum sviðum. Vonandi verður fagnaðardagur á morgun!

“There is an expectation now, as a team and players, to win trophies. One trophy a season minimum is what we have to achieve. With the squad and the manager we have we should be winning trophies. It is expected now. It is not the stage now where we are happy to get to finals and it is a day out. There is expectation now to want to do it every season.”

9 Comments

 1. Ég yrði hissa ef Klopp myndi stilla upp sterkasta liðinu ásamt Kelleher. Hef trú á því að hann leyfi þeim sem komu okkur alla leið í úrslit að spila úrslita leikinn. Þ.e.a.s Minamino, Origi og Ox svona senior squad players.

  Held að kjúllarnir verði að láta sér duga að horfa á þennann úr stúkunni eða viðtækjunum. Ef illa gengur í fyrri hálfleik til 60mín þá gerir Klopp breytingar sem þarf til að ljúka leiknum.

 2. P.s. bikarleikur kvennaliðsins gegn Arsenal er kl. 12 á hádegi, honum verður að sjálfsögðu gerð góð skil hér á síðunni og er sýndur á The FA Player.

 3. Annars held ég að Klopp sé alltaf að fara í “full strength” á morgun, nema hvað að Kelleher fær markvarðarstöðuna. Held að framlínan verði Díaz, Mané og Salah, með Minamino, Origi og Jota á kantinum.

  1
 4. ,,Manchester United lead in terms of total trophies won, with 66 to Liverpool’s 65″

  Það er eftir miklu að slægjast í dag!

  Full strength og ekkert rugl. Viðurkenni að ég vildi frekar sjá Alisson í markinu en þann írska – eins vænt og manni er farið að þykja um strákinn.

  1
 5. Er á því að Minamino og Origi byrji. Fái traustið og munum hafa heimsklassa sóknar bekk. Þessi leikur ræðst á miðjunni og því verður miðjan eins og Óli Haukur setur hana upp, er á því að þetta sé sterkasta miðja í heimi.

 6. Vona að Kelleher byrji ekki.

  Varamarkmannstaðan er án efa veikasti hlekkurinn hjá Liverpool þessa dagana.

  Annars er mjög sérstakt að spila við lið sem er 100% í eigu eins helsta óligarka Rússlands sem á allt sitt undir velvilja Pútín. Vona að hann verði sviptur eignarhaldinu hið fyrsta.

  • Ég tek undir síðustu efnisgreinina, varðandi eignarhaldið, en ég get ekki tekið undir fyrri hluta athugasemdarinnar. Auðvitað er Alisson besti markvörður Liverpool (og sennilega heimsins líka) en mér finnst Kelleher hafa staðið sig mjög vel þegar hann hefur fengið tækifærið og geri fyrirfram ráð fyrir að hann standi sig vel í dag.

   Megi Liverpool vinna í dag, fyrir okkur, stuðningsmennina.
   Megi rússneska liðið tapa í dag, fyrir okkur, heimsbyggðina.

   1
   • Heyrðu – já tek þetta heldur betur til baka með Kelleher.

    Sá átti frábæran leik og stakk heldur betur upp í mig.

    2
 7. Klopp er allan daginn að fara að stilla okkar sterkast nema í markverðinum. Honum langar í þennan bikar og þetta verður rosalegur leikur.

  Næsti leikur á eftir þessum er Norwich í bikarnum á miðvikudaginn en í þeim leik þá tel ég að kappar eins og Milner, Origi, Gomez, Minamino, Tisminkas, Elliott og Jones fái að byrja.

  1

Liverpool deildarbikar saga

Bikarleikur kvennaliðsins gegn Arsenal