Liverpool deildarbikar saga

Liverpool deildarbikar saga.
Hér áður fyrr var deildarbikarinn með meira vægi en hann er í dag. Lið vildu virkilega vinna hann en í dag eru flest stóruliðin sem líta á hann sem hálfgerðan aukabikar en bikar er alltaf bikar og við viljum fjölga þeim í bikar safnið okkar.

19.okt 1960 spilaði Liverpool sinn fyrsta deildarbikarleik og var það gegn Luton og endaði leikurinn 1-1 en Liverpool vann síðari leikinn. Þetta ár endaði ekki með titlinum en Liverpool hefur margoft spilað til úrslita og 8 sinnum komið með bikarinn heim.

Hérna er saga úrslitaleikjanna.

1978 komst Liverpool í fyrsta skipti í úrslitaleik deildarbikar og var spilað við N.Forest. Leikurinn fór 0-0 og þurftu því að leika aftur en þá tapaði okkar strákar 0-1

1981 Sigra Liverpool í fyrsta skipti en það þurfti tvo leiki gegn West Ham. Fyrri leikurinn fór 1-1 þar sem Alan Kennedy kom okkur yfir á 118 mín en West Ham jafnaði á síðustu andartökum leiksins.
Síðari leikurinn fór 2-1 þar sem West Ham komst yfir á 10 mín en Dalglish og Alan Hansen tryggðu okkur sigurinn.

1982 Héldu okkar strákar bikarnum eftir frábæran 3-1 sigur á Tottenham í úrslitaleik.
Tottenham komst yfir snemma leiks en Ronnie Whelan skoraði flott mark á 87 mín áður en hann bæti við öðru marki í framlengingu og svo skoraði Rush að sjálfsögðu eitt.

1983 Þriðja árið í röð náðum við að sigra og núna var það gegn erkifjendunum í Man utd 2-1. Við lentum undir snemma leiks(hljómar kunnulega) en Alan Kennedy jafnaði leikinn kortir fyrir leikslok áður en Whelan kláraði dæmið í framlengingu með frábæru marki.

1984 Ef mönnum fannst sæt að sigra Man utd árið á undan þá var það ekkert síðari að vinna titilinn í fjórða árið í röð og það gegn Everton. Það þurfti tvo leiki til en fyrri leikurinn fór 0-0 en Graeme Souness skoraði flott mark í síðari leiknum sem dugði til 1-0 sigurs.

1987 Komst liðið alla leið í úrslit gegn Arsenal og reiknuðu flestir með sigri okkar manna en því miður varð bikarinn eftir í London í þetta skiptið. Ian Rush skoraði á 32 mín en Arsenal svarið með tveimur mörkum frá Charlie Nicholas og endaði þetta því í 1-2 tapi.

1995 Var komið að því að sigra Bolton í úrslitaleik en Guðni Bergs spilaði síðustu 25 mín fyrir Boton.
Steve McManaman fór á kostum og skoraði tvö mörk áður en Bolton minnkaði muninn þegar skammt var eftir.

2001 Var þrennu árið okkar og við byrjuðum á því að sigra Birmingham í úrslitaleik og þurftum að hafa mikið fyrir því.
Fowler kom okkur yfir á 30 mín með stórkostlegu marki(s.s venjulegu Fowler marki) en þeir fengu víti á 90 mín og náðu að jafna leikinn.
Liverpool vann svo í vító 5-4 þegar Sandar Westerveld varði síðustu spyrnuna frá Andy Johnson en Jami Carragher hafði skorað í fimmtu og síðustu spyrnu okkar ( Hvað er Carragher að gera að taka lokaspyrnuna?)

2003 Náðum við að sigra Man utd 2-0 með mörkum frá Gerrard og Owen en Dudek átti líka frábæran leik og var þetta mjög sætur sigur en flestir spáðu Utd sigri. Mér finnst eiginlega skemmtilegt að vinna þetta lið af öllum liðum.

2005 2-3 tap fyrir Chelsea í hörku leik. Riise kom okkur yfir eftir 46 sek en sjálfsmark frá Gerrard á 79 mín sendi leikinn í framlengingu. Þar skoruðu Drogba og Kezman mörk áður en Nunez minnkaði forskotið í eitt mark en lengra komust við ekki.

2012 Þá er komið að síðasta sigri okkar í deildarbikar en hann var gegn Cardiff. Cardiff með Aron Einar fremstan í flokki komust yfir á 19.mín en Skrtel jafnaði á 60.mín. Það þurfti að framlengja og þar kom Kuyt okkur yfir á 108.mín og héldu þá margir að þetta einvígi væri búið en Carfiff jafnaði á 118 og var farið í vító.
Þrátt fyrir að Gerrard og C.Adams klúðruðu fyrstu tveimur vítunum okkar þá sigruðum við 3-2 eftir að frændi Gerrard. Anthony Gerrard klúðraði síðustu spyrnu Cardiff.

2016 Þetta er síðasta skipti sem við spiluðum í úrslitaleik deildarbikars og var það gegn Man City. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Jurgen Klopp með liðið.
Fernando kom City yfir á 49 mín en Coutinho jafnaði á þeirri 83 mín. Man City sigraði svo í vító 1-3 þar sem Can og Lallana klúðruðu fyrir okkur.

2022 Liverpool – Chelsea ?
Það væri gaman að klára þennan bikar á sunnudaginn.

Flest mörk í deildarbikar fyrir Liverpool.
Ian Rush 48
Robbie Fowler 29
Kenny Dalglish 27

Flest mörk í deildarbikar fyrir Liverpool í núverandi leikmannahóp.
Divock Origi 11
Takumi Minamino 6
Diogo Jota 3

Mo Salah 2 leikir 0 mörk
S.Mane 3 leikir 0 mörk
Firmino 13 leikir 1 mark.

p.s Þetta var augnablikið árið 2012 þegar Liverpool vann bikarinn síðast.

21 Comments

  1. 82 var legendary, fyrsta beina útsendingin á RÚV ef mig misminnir ekki, Whelan með æðislegt mark en svo þurfti maður að bíða eftir að heyra úrslitin af því að RÚV gerði ekki ráð fyrir framlengingu og misstu gervihnattasambandið.
    En sætur var sigurinn.

    4
  2. Mjög skemmtileg lesning. Hlakka til að vinna titilinn á sunnudaginn!

    2
  3. Sæl og blessuð.

    Takk fyrir þetta! Væri frábært að vinna og hef góða tilfinningu fyrir leiknum. Vonandi erum við komin á 2019-20 rönnið.

    Var það ekki Riise sem gerði sjálfsmarki ’05, eða er ég að rugla?

    Hvernig er bikarasöfnun háttað hjá okkur og mu? munar ekki einni dollu á liðunum?

    Jamm, það eru stóru málin.

    1
  4. Án þess að gera þetta að stjórnmálasíðu. Tökum þetta fyrir Úkraínu. Chelski má ekki vinna með sinn ólígarkaeiganda.

    9
  5. Takk kærlega fyrir að rifja þetta upp. Held að þetta sé rétt með mikilvægi þessa bikars. Það hefur minnkað hjá toppklúbbunum sem eru að berjast á hverju ári Evrópukeppninni þar sem eru allt of margir leikir að mínu mati. Fyrir liðin sem komast sjaldan eða aldrei í Evrópukeppnina er þessi bikar mjög mikilvægur því hann er kannski eini séns þeirra til að vinna bikar. Þrátt fyrir að sumir toppklúbbar hafi lagt litla áherslu á þennan bikar er greinilega ekki því að heilsa hjá MC. Held að það skapist helst af því að fyrir núverandi góðæristímabil var verðlaunaskápurinn þeirra ansi fátæklegur. MC er bikarsjúkt lið.

    4
  6. Ein mesta goðsögn í sögu félagsins er skrifað Dalglish en ekki Daglish. Frekar óþægilegt að lesa þetta svona

    4
  7. Ég hefði verið til í að spila við flest önnur lið en akkúrat „rússneska liðið” á sunnudaginn. Vonandi verða ekki neinar róstur í kringum leikinn en Chelsea er örugglega ekki vinsælt núna í Englandi.

  8. í ljósi heitustu heimstíðinda ákvað ég að skoða hvort einhver úkranískur leikmaður hafi spilað Chelsea. Ég fann allavega einn, stórstirnið Andriy Shevchenko.

    1
    • Held að það séu þrír úkraínskir leikmenn í úrvalsdeildinni eins og er: Zinchenko hjá Man City, Mykolenko hjá Everton og Yarmolenko hjá West Ham. Moyes er búinn að gefa þeim síðastnefnda frí næstu daga, af tilfinningalegum ástæðum.

      3
  9. Ég skil ekki að á sama tíma og við teljum þessa deildarbikartitla alltaf með í safni okkar þá erum viðmá sama tíma að gera lítið úr þessari keppni. Bikar er alltaf bikar og við eigum alltaf að reyna að vinna þessa keppni, eins og allar aðrar.
    Hér áður fyrr vorum við áskrifendur af þessum bikar og ég vill endilega byrja þá áskrift aftur.

    5
  10. Höddi B.

    Bikar og bikar er tvennt ólíkt og þessar keppnir eru ekki jafn mikilvægar og aðrar…t.d deildarkeppnin og meistaradeildin.

    Mér finnst enginn gera lítið úr þessum bikarkeppnum ef hann heldur því fram að meistaradeildarsætið sé mikilvægara en þessar bikarkeppnir. Í meistaradeildinni eru peningarnir og þau lið sem komast þangað eiga möguleika á að kaupa sér betri leikmenn en þau lið sem eru það ekki, jafnvel þó þau vinna svona bikarkeppnisdollur öðru hvoru.

    En jú bikar í hús skiptir máli og auðvitað skipta þessar keppnir einhverju máli þó mikilvægi þeirra hafi minnkað með árunum. Í raun er fáranlegt að þetta sé ekki bara ein keppni.

    Frekar vil ég lið sem er árlega í meistaradeildinni en lið sem vinnur þessar dollur sem gefa okkur ekkert aukalega. Ekkert áframhald í keppnum eða einhvern verulegan pening til að bæta rekstur liðsins.

    Evrópumeistaratitilinn og Englandsmeistaratitillinn eru stærstu titlarnr, svo meistaradeildin og síðan þessir þessir bikarmeistaratitlar.

  11. Sælir bræður,

    Er einhver sem mælir með góðri síðu sem hægt er að borga áskrift og horfa á leiki?

    kv. púlari dauðans.

    • Hún er bara til í draumum okkar. Þangað til er skásta lausnin að nota netstrauma af ýmsu tagi (já, ólöglega).

  12. Hvað er víti ef þetta var ekki víti djöfuls drasl er þetta dómaradjók í þesari deild verið að gefa ManC 3 stig

    21
  13. Óskiljanlegt að ekki skuli hafa verið dæmt víti…. hver var í VAR herberginu og tók þessa ákvörðun?

    3
  14. Ef þetta var ekki hendi víti í leiknum hjá mancity – hvað þá í andsk er hendi víti?

    3
  15. Allir helstu sérfræðingar í boltanum þar á meðal Match of the Day eru nánast orðlausir að ekki hafi verið dæmt víti í dag á city…..afhverju fór hann ekki í skjáinn er hulin ráðgata….hlutir hafa dottið með city alla þessa leiktíð….það tekur enda…..

    4

Liverpool – Leeds 6-0

Úrslit Deildarbikarsins á morgun!