Liverpool – Leeds 6-0

1-0 Salah, 13 min (víti)
2-0 Matip, 30 min
3-0 Salah, 35 min (víti).
4-0 Mané, 80 min
5-0 Mané, 90 min
6-0 Van Dijk, 92 min

Klopp gerði 5 breytingar frá því í sigurleiknum gegn Norwich. Inn kom Fabinho, Thiago, Jones, Robertson og Trent í stað Henderson, Keita, Ox, Gomez og Tsimikas.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti. Eftir smá vandræðagang í vörninni komst Liverpool í sókn sem endaði með því að Diaz lék á varnarmann gestanna en gott skot hans fór í Mané og framhjá – gat ekki betur séð en að skotið væri á leiðinni nokkuð örugglega í hornið.

Alisson ákvað að halda okkur á tánum tveimur mínútum síðar þegar hann var ótrúlega rólegur (og heppinn) eftir sendingu frá VVD og undir pressu frá James en Matip sópaði upp frákastið áður en James næði til boltans.

6 mínútum síðar eða á 13 mínútu var dæmd vítaspyrna. Diaz sendi á Robertson, vinstra megin, en fyrirgjöf hans fór beint í hendina á Dallas,varnarmanni Leeds, og réttilega dæmd vítaspyrna.Mo Salah fór á punktinn og skoraði örugglega, 1-0.

Diaz átti góðan sprett upp vinstri kanntinn á 22 mínútu, skyldi varnarmenn Leeds eftir en Meslier varði skot hans vel. Frábær sprettur hjá Diaz en afgreiðslan hefði mátt vera betri.

Leeds jafnaði metin á 27 mínútu en Raphina var réttilega dæmdur rangstæður, frekar klaufalegt þar sem sóknin var mjög góð. Ennþá 1-0.

Þremur mínútum síðar var Liverpool búið að tvöfalda forystu sína. Markið kom úr ólíklegri átt en eftir góðan sprett með boltann tók Matip þríhyrning við Salah – var allt í einu kominn einn gegn Meslier og kláraði færið (og hlaupið) frábærlega, 2-0.

Fimm mínútum síðar fékk Liverpool aðra vítaspyrnu (sem er efni í aðra sögu, svo sjaldgjæft er það) eftir að Salah sendi flotta sendingu innfyrir á Mané sem átti frábært hlaup, Ayling nartaði í hælinn á Mané sem féll við og vítaspyrna dæmd. Frekar harður dómur fannst mér, ég hefði ekki verið sáttur ef þetta hefði verið dæmt á Liverpool en á móti kemur að Ayling togaði aðeins fyrr í Mané og hefði væntanlega fengið að fjúka útaf ef það hefði verið dæmt á það í staðinn. Hvað um það. Upp steig Salah sem skoraði af öryggi, 3-0.

Salah fékk tækifæri á að ná þrennunni á 45 mínútu þegar TAA átti frábæra sendingu í fyrsta (í raun hreinsun en leit upp og sendi frábæran bolta innfyrir á Mo) en vippa Salah yfir Meisler var heldur laus og Ayling náði að bjarga áður en boltinn fór yfir línuna.

3-0 í hálfleik, hefði hæglega geta verið 5 eða 6.

Síðari hálfleikur

Síðari hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri, fyrir utan kannski síðustu 10-12 mínúturnar eða svo. Heimamenn voru með fulla stjórn á leiknum án þess að skapa sér mikið af opnum færum. Salah hefði þó átt að fullkomna þrennu sína á 60 mínútu eftir að hafa tekið þríhyrning við Jones sem sendi boltann svo aftur út í teig á Salah sem skaut vel yfir úr dauðafæri.

Klopp ákvað að taka Thiago útaf á 67 mínútu (væntanlega með annað augað á sunnudeginum) í stað Henderson og Jones í kjölfarið í stað Milner. Jones hafði rétt á undan því ekki verið langt frá því að koma Liverpool í 4-0 þegar hann tók sprett vinstra megin, þríhyrning við Robertson og var þá allt í einu kominn einn í gegn en í heldur þröngri stöðu en skot hans var hársbreidd frá því að fara á milli fóta Meslier.

Á 80 mínútu var komið að bestu sókn leiksins. Eftir að Diaz hafi pressað Meslier þá náði Henderson frákastinu, sendi á Salah og hélt hlaupi sínu áfram inn á vítateig. Salah sendi boltann strax innfyrir á Henderson sem krossaði boltann í fyrsta á Mané sem kláraði færið örugglega af stuttu færi. Frábær sókn, 4-0!

Það var svo á 90 mínútu sem maður hélt að Mané væri að klára leikinn endanlega með fimmta marki leiksins eftir að Meslier hafði varið skot Origi og Mané náði að klára frákastið í tómt markið.  Van Dijk var ekki á því og átti síðasta orðið þegar hann stangaði hornspyrnu Robertson í markið á 92 mínútu, 6-0, frábær leikur og kærkomin vítamínsprauta í markatölu liðsins (ekki að hún hafi verið eitthvað slök fyrir).

Bestu menn Liverpool

Fínasti leikur í kvöld, þó það hafi ekki verið mikið um stjörnu-einstaklingsframmistöður, þá var liðið heilt yfir að spila mjög vel, bæði í sókn og vörn. Sóknartríóið okkar var að spila mjög vel, Mané og Salah báðir með tvennu og Diaz skilaði sínu. Það hefur verið oft sagt í vetur að Liverpool vanti aðeins þennan control factor í leik sinn. Það var ekki uppi á teningnum í kvöld, höfðu algjöra stjórn í raun frá upphafi til enda

Það má alveg færa rök fyrir því að Matip sé okkar vanmetnasti leikmaður. Ég myndi líka ekki mótmæla því neitt harðlega ef einhver myndi halda því fram að hann sé búinn að vera (einn) okkar besti varnamaður það sem af er tímabils. Spretturinn hjá honum í markinu er orðinn eitthvað sem við eigum að venjast, þó afgreiðslan sé það kannski ekki.

Ég ætla samt að velja Salah sem mann leiksins í kvöld. Skoraði 2 mörk eins og Mané (hefði vel getað skorað amk 2 í viðbót) en lagði einnig upp markið á Matip, átti lykilsendingu í fjórða markinu ásamt því að skila góðri varnarvinnu – veit ekki hve oft maður sá hann á spretti til baka í kvöld til að loka svæðum, alls ekki alltaf sem að svona gæði haldast í hendur verið svona vinnusemi.

Umræðan

 • 3. Eftir mörk Mané í kvöld á Liverpool 3 markahæstu leikmenn deildarinnar eftir 26 leiki. Salah, Jota og Mané!
 • 70. Liverpool er núna búið að skora 70 mörk eftir 26 leiki. Það er tveimur mörkum meira en þau 68 sem Liverpool skoraði allt síðasta tímabil (í 38 leikjum).
 • Víti. Liverpool fékk 2 víti í þessum leik, sem gerir 8 vítaspyrnur í síðustu 81 leikjum. Til að setja þetta í samhengi þá hafa City fengið 7 vítaspyrnur í síðustu 11… Þetta er væntanlega af því að við erum svo varnasinnaðir.

Næstu verkefni

Það eru 2 verkefni á næstu 7 dögum. Fyrst er það smá úrslitaleikur í Carabao Cup gegn Chelsea n.k. sunnudag áður en við tökum á móti Norwich á Anfield í FA bikarnum eftir nákvæmlega viku.

Þar til næst

YNWA

19 Comments

 1. Þvílíkur leikur og bara allt liðið á overdrive þegar maður hélt að kanski ætluðu menn að spara aðeins eldsneytið fyrir helgina neibb ekki þetta lið.

  Salah og Mané voru áberandi góðir en mér finnst erfitt að velja mann leiksins eftir svona performance.

  10
 2. Bielsa of harður í sinni stefnu – liðið ekki með mannskap í Bielsa stefnuna en frábær frammistaða hjä rauðliðum……3 stig og áfram gakk.

  Trúin lifir…..

  9
 3. Sæl og blessuð

  Mögnuð frammistaða. Hefðum getað skorað önnur 6.

  Bielsa er úti á túni blessaður. ,,Það er óðs manns æði að ætla að vænast annarrar niðurstöðu með því að gera alltaf sömu aðgerðina” eða hvernig sem Einstein orðaði það. Þeir hljóta að skipta á karlinum og huggulegri styttu fyrir utan leikvanginn (og hafa þýðandann með). Fá svo einhvern sem kann aðeins fleiri leikaðferiðir.

  Var þetta ekki ágæt upphitun fyrir bláa á sunnudagiinn? Vonandi.

  5
 4. Hver segir að jarðarfarir geti ekki verið líflegar og skemmtilegar ?

  9
 5. Mig langar að minnast aðeins á Curtis. Hann hefur ekki fengið góða dóma að undanförnu, réttilega, og átti nokkur slík móment í þessum leik, en hann komst síðan í góðan takt við leikinn eftir því sem á hann leið og stóð sig heilt yfir vel. Ég spái því að þessi leikur hafi verið vendipunktur hjá honum, sjálfstraustið komið. Hann skorar í úrslitaleiknum um helgina.

  21
 6. Tölfræðin er falleg í kvöld. Liverpool á öll toppsætin.

  Markaskorarar: Mohamed Salah 19, Diogo Jota 12, Sadio Mané 11.

  Stoðsendingar: Trent Alexander-Arnold 10, Mohamed Salah 10, Andy Robertson 9.

  14
 7. Sælir félagar

  Takk fyrir skýrsluna Eyþór. Ótrúlega verðskulduð niðurstaða þessa leiks og sigurinn sízt of stór miðað við frammistöðu liðana. Eins og Eyþór segir þá er erfitt að velja mann leiksins og líka erfitt að mótmæla því að Salah fái þá nafnbót. Hugsanlega gæti Alisson fengið hana eftir að hann lék svo snilldarlega á sjálfan sig (og James) sem raunbar vitni um 🙂 og átti flotta sendingu inn fyrir sig á Matip. Anzi laglegt hjá honum – en hann á innistæðu fyrir svona smá mistökum.

  En það er í góðu lagi að Salah fái nafnbótine. Jones var í smá vandræðum í fyrri hálfleik en lék svo mjög vel í þeim seinni og ekki ásræða til að agnúast útí hann – frekar en aðra leikmenn. Thiago er nottla afburðasnillingur og kemur vel til greina sem maður leiksins líka.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 8. Sammála nánast öllu sem hér hefur komið fram. Vil þó setja Mané í púllíuna yfir mann leiksins, það að hafa hann upp á topp með Salah og Díaz sitt hvoru megin er bara að gera sig ágætlega, og manni finnst hann njóta sín í þeirri stöðu. Er líka duglegur að koma til baka bara eins og Klopp leikmenn gera. Svo er frábært að með þessum síðustu tveim leikjum hafi hann skotist upp í þriðja sætið í keppninni um markakóngstitilinn. Nú þarf bara Firmino að hnýta á sig markaskóna þegar hann kemur til baka svo Liverpool eigi efstu fjóra – nema Fabinho eða Matip taki bara við keflinu í hans stað? Svo á Alisson auðvitað eftir að skora á þessu tímabili…

  7
 9. Ég hef oft hugsað það þegar maður horfir á Matip og þið örugglega líka taktu hlaupið alla leið þú ert með þetta! hann hefur átt svo marka flotta spretti upp frá miðju og að teig en alltaf látið það duga og oftar en ekki komið með góðar sendingar en í dag nei alla leið og skorar eins og bestu framherjar gera bara setjan þegar markmaðurinn er sestur! hef ekki fagnað marki svona vel síðan Alison kom okkur í meistaradeildina. Er ekki rétt að LFC borgaði 6 Mpund sem er nátúrulega bara djók fyrir mann sem er bæði fremsti og aftast nánast allan leikinn.
  Þarf hann ekki líka að fara fá nýtt númer svona í takt við bestu framherja mögulega nr 7 kanski?
  Veit að Milner myndi glaður afhenta honum hana að verki loknu.

  YNWA.

  5
 10. DJ20, enda er Bobby meiddur í dag er það ekki. Skoraði hann ekki mjög mikilvægt mark í síðast leik sem hann spilaði í. Rétt er það að hann hefur ekki verið alveg líkur sjálfum sér undafarið en eftir hafa séð hann á Anfield (tvisvar) þá sér maður mikilvægi hans og vinnusemi en aldur/meiðsli/þreyta og síðast en ekki síst þá sjáum við þróun liðsins, enn hraðari bolti er það ekki, nýjir leikmenn og þá fækkar væntanlega tækifærum Bobby’s.

  1

Liðið gegn Leeds

Liverpool deildarbikar saga