Liðið gegn Leeds

Talsverðar breytingar frá því í leiknum gegn Norwich, eins og við var að búast. Jones, Thiago og Fabinho koma allir inn á miðjuna og þeir Trent og Robertson fara í bakverðina á meðan að Alisson, Matip, VVD, Salah, Diaz og Mané halda sæti sínu.

 

Ferskir fætur inn á miðjunni, okkar sterkasta vörn og virkilega spennandi sóknarlína. Þrjú stig takk!

YNWA

28 Comments

  1. Spái 2-0 sigri, Jones með fyrra markið og Salah það seinna.

    Áfram Liverpool !

    2
  2. Salah með þrennu takk, díaz eitt og mané eitt ásamt þremur stoðsendingum.
    5-2 sigur.

    2
  3. Ég var nýbúinn að vera að hugsa um hvað Matip er búinn að vera að frábær í vetur og í því sem ég ætla pósta einhverju um það hér skorar hann! Magnaður Matip.

    8
  4. Ég er pirraður á curtis, hann er bara ekki nógu góður, so sorry. Já hann er ungur og allt það en bara allt of mikið af lélegum sendingum, sér ekki menn í kringum sig í góðri stöðu og færum en klúðrar því. Varð að pústa smá.

    3
  5. Stórskota áras Liverpool á Leeds og þeir hafa ekki átt 1 færi.
    Ótrúlegt að það sé bara 3-0 fyrir Liverpool í hálfleik yfirburðirnir eru þvílíkir.
    Salah auðvitað í öllu og með þessi víti en liðið allt er bara allt á öðru leveli finnst mér.

    3
  6. Loksins kom markið hjá Matip! Voru ekki annars allir að bíða eftir því? Snillingurinn.

    4
  7. Sælir félagar

    Ég sé ekki ástæðu til að kvarta undan neinum leikmanni. Eftir fyrstu 5 mín herfur liðið verið að spila dúndrandi fótbolta og skemmtunin stórkostleg.

    Það er nú þannig

    YNWA

    12
  8. Diaz er greinilega í sérflokki. Spái honum í hóp þeirra fremstu.

    7
  9. Ég kvarta ekki frekar en Sigkarl, enda er staðan þannig að Klopp ætti að geta skipt inn varamönnum fljótlega.

    6
    • Færi sem fara öll forgörðum því hann tekur ávallt ranga ákvörðun við síðustu snertingu.
      Ef miðjan væri skipuð þremur curtis hjá okkur, værum við í besta falli að berjast um 4.sætið.
      Það er staðreynd! Hinsvegar hefur hann hæfileika en spurning hvort eða hvenær þeir koma fram.

  10. Þetta lið hættir aldrei að vilja skora mörk ótrúlegir alveg..frábærir í kvöld gegn lánlausu liði Leeds

    2
  11. Þvílík veisla sem boðið er upp á! Bara rólegir í seinni hálfleik og skora samt 3 mörk 😀

    3
  12. Leeds er vissulega ekki besta varnarliðið en þetta var stórkostleg frammistaða af hendi Liverpool.

    3
  13. Það verður einhver að tala um Origi. Drengurinn kemur inná með síðustu skipum, á þátt í marki, stóran þátt. Djö. er þetta magnað lið okkar.

    YNWA

    3
  14. Já Jonas, Origi er svo sannarlega betri en enginn og hefur margsannað það í vetur.

    2

Upphitun: Liverpool mætir Leeds á Anfield

Liverpool – Leeds 6-0