Gullkastið – Game on!

Það er líf í toppbaráttunni ennþá eftir góða helgi á Englandi og staðan er ljómandi góð í Meistaradeildinni eftir heimsókn á San Siró. Leeds leikurinn á miðvikudaginn er risastór og um helgina er komið að úrslitaleik deildarbikarsins með Gullkastið á staðnum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 369

2 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Gott að hlusta á ykkur með morgunkaffinu! Varðandi legend-Origi þá tók hann reyndar þátt í þessum mörkum – bæði hjá Salah og Diaz, þótt ekki hafi hann snert boltann.

    Á endursýningum má sjá hvernig hann í fyrra tilvikinu hleypur samsíða Salah og dregur tvo varnarmenn til sín. Fyrir vikið nær Salah að skjóta í nærhornið og þeir eru staðir – á leiðinni í hina áttina. Í því síðara þá stígur hann til baka – miðvörður eltir hann og svo hleypur Diazinn í skarðið sem myndast!

    Team-Origi. Alla leið.

    11
    • Klárlega tók hann þátt í þeim með flottum hlaupum, en var sá eini sem náði ekki að koma við boltann í “liðsmarkinu”. Þetta var engan veginn meint sem disrespect á King Origi á nokkurn hátt 🙂

      6

Þróun toppliðanna eftir Covid

Upphitun: Liverpool mætir Leeds á Anfield