Liverpool 3 – 1 Norwich

0 – 1 Milot Rashica ’48

1 – 1 Sadio Mane ’64

2 – 1 Mohammed Salah ’67

3 – 1 Luis Diaz ’81

 

Framvindan

Fyrstu 6 mínútur leiksins voru hraðar og skemmtilegar. Norwich sýndu að þeir ætluðu ekki að leggjast og gefa leikinn, og strax á 30. sekúndu þurfti Allison að forða lúmsku marki. Besta færi okkur kom þegar Salah sendi frá hægri þar sem Tsimikas kallaði á öskraði á boltann en skaut yfir í algjöru dauðafæri. Norwich skoraði líka en það var réttlilega dæmt af vegna rangstæðu. Norwich fékk einnig dauðafæri á 15. mínútu þegar Pukki komst einn í gegn á móti Allison, en okkar maður var hreinlega ógnandi í markinu og Pukki renndi boltanum hárfínt framhjá.

Á eftir fylgdu frústerandi mínútur fram að hálfleik. Við áttum nokkur skítsæmileg færi, en Gunn sem stóð í marki Norwich þurfti aldrei að verulega mjög mikið á því til að verja. Þetta var dæmigerður Liverpool kafli þar sem við vorum nánast alltaf með boltann en tókst ekki að ógna. Það vantaði einhvern brodd í leikinn, að miðjumenn næðu að hjálpa sóknarmönnum að skapa hættu. Það var nokkuð ljóst að það þyrfti breytingar í seinni hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði í svipuðum anda og sá fyrri. Við líklegri en Norwich náði samt forystunni með miklu grísamarki strax á 48. mínútu þegar Rashica skoraði með skoti sem hefði ekki orðið að neinu nema fyrir það að það hrökk af fæti Matip í fjær hornið, en Allison var kominn í hitt.

Það urðu verulega greinileg kaflaskipti þegar Klopp gerði tvöfalda skiptingu á 62. mínútu þegar hann tók Ox og Keita útaf en Origi og Thiago komu inn á. Það var alveg greinilegt að Norwich átti ekki svar við þessu útspili. Thiago var ótrúlega útsjónarsamur og flinkur að finna sóknarmennina, sem hjálpaði líka Henderson að njóta sín betur. Það tók líka bara tvær mínútur að finna jöfnunarmarkið, eftir sendingu Henderson á Tsimikas, sem sendi boltann á Mane sem skoraði með tilburðum fimleikamanns með geggjuðu overhead skoti af stuttu færi, algjörlega óverjandi.

Öll völd voru komin til okkar, og þremur mínútum síðar sendi Allison langa sendingu yfir allan völlinn á Salah, sem dansaði örlítið framhjá Gunn og öðrum vandræðalegum varnarmönnum og sendi boltann kvikindislega með hægri fæti, laflaust í markið frá vítateigslínunni.

Norwich átti ekkert almennlilegt svar við þessu, og 81. mínútu skoraði Diaz sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool eftir frábæra sendingu Henderson. Hann hljóp listilega í opið svæði og tók þar við boltanum þar sem hann lyfti honum snyrtilega yfir Gunn og í markið. Virkilega vel gert hjá Hendo og Diaz. Tveimur mínútum lagði Diaz boltann fyrir Mane sem var í góðu færi en náði ekki að nýta það. En að lokum kláruðust 90 mínúturnar og við tókum stigin öll í góðum endurkomusigri.

Maður leiksins:

Það eru margir tilnefndir. Allison var traustur í markinu og var með stoðsendingu. Henderson var með stoðsendingu og hélt miðjunni saman. Salah skoraði og var sá sem ógnaði mest. Mane skoraði frábært mark og var líka ógnandi. En sá sem breytti leiknum, sneri honum úr tapleik í góðan sigurleik var Thiago. Hann fær því nafnbótina frá mér að þessu sinni. Ef hann hefði ekki komið inn á er ómögulegt að segja hvernig leikurinn hefði endað.

Ekki alveg nógu góður leikur:

Fyrri hálfleikur var erfiður og okkur gekk ekki vel að finna taktinn. Diaz fann t.d. ekki taktinn í fyrri háflleik, en fór virkilega að blómstra eftir að Thiago kom inn á. Þegar liðið fann taktinn, þá dansaði Diaz með og skoraði frábært mark og var hársbreidd frá því að eiga stoðsendingu líka. En leikurinn var erfiðastur fyrir Ox og Gomez. Þeim gekk lítið sem ekkert í þessum leik, sem er leiðinlegt fyrir þá, því þetta hefði átt að vera þægilegur leikur til að láta ljós sitt skína þegar aðrir fastari byrjunarliðsmenn fengu frí.

Klopp ánægður:

Klopp var ánægður með leikinn og hrósaði mörgum leikmönnum og var virkilega ánægður með það hvað hópurinn gefst aldrei upp. Hann fangar þetta alltaf vel kallinn.

 

Næsti leikur er svo gegn Leeds, á Anfield á miðvikudagskvöld 23. febrúar.

Yfir og út.

YNWA

31 Comments

 1. Salah og Henderson frábærir.
  Skiptingin á Thiago og Origi gjörbreytti leiknum.
  Keita og Ox hafa verið betri
  Frábært að Diaz hafi skorað sitt fyrsta mark!
  Geggjað mark hjá Mané .
  Stoðsending frá Alisson yfir á Salah var geggjuð.

  10
 2. “Sir” Roger Hunt 150 mörk í 226 leikjum.
  Mohamed Salah 150 mörk í 233 leikjum.
  Ian Rush 150 mörk í 249 leikjum.
  Robbie Fowler 150 mörk í 261 leikjum.
  Michael Owen 150 mörk í 280 leikjum.
  Kenny Dalglish 150 mörk í 390 leikjum.

  18
  • Ég vil að liverpool semji við Salah á allveg 120 mörk inni áður enn hann byrjar að dala af einhverju ráði…maðurinn er alltaf til taks og það sést að hann hugsar vel um sig á allveg 4-5 prime ár eftir myndi ég segja

 3. Sæl og blessuð.

  Brakandi dramatík. Okkar menn héldu að þeim nægði að mæta til leiks til að sækja stigin þrjú en Norwich fær mikið respekt frá mér fyrir baráttu og viðleitni til sköpunar. Þetta mark þeirra var vissulega með því ljótara en þeir fiska sem róa.

  Ég er svolítið svekktur með lélegt framlag Chambo og Keita dofnaði þegar leið á leikinn. Vissulega átti Mané ALLAN DAGINN að fá þetta víti. Fáránlegt að dæma ekki á þetta og það er eins og CP vítið hafi verið það síðasta sem við áttum að fá.

  En mörkin frá okkur sem fylgdu voru stórbrotin. Algjörlega stórbrotin.

  8
  • Manni sýnist að það sé farið að síga verulega á seinni partinn hjá Ox kallinum.

   12
 4. Vá hvað þessar skiptingar gerðu mikið!

  Núna munar bara 6 stigum!

  10
 5. Mörkin sannarlega hvert öðru glæsilegra! Velkominn Diaz!

  En okkar menn voru svo værukærir í fyrri hálfleik að það hálfa væri alltof mikið…

  4
 6. Sælir félagar

  Þessi leikur fer í sögubækurnar fyrir það að Diaz skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og Mo Salah skoraði sitt hundrað og fimmtugasta fyrir liðið. Hann er næst fljótastur til þess í sögu leikmanna LFC og sá fljótasti í nútímafótbolta til að vinna þetta afrek fyrir Liverpool. Frammistaða leikmanna fyrstu 60 mín eða svo fer líka í sögubækur sem ein áhugalausasta sem sést hefur á Anfield í mjög langan tíma. Það þurfti að skora mark á liðið til að það færi að beita sér á sínum eigin heimavelli. Ekki gott.

  Það er erfitt að setja mann leiksins í þessum leik. Hendo var skelfilegur unz hann setti sendinguna á Diaz sem var snilld. Dias reyndi of mikið og tapaði boltanum sinn eftir sinn en dugnaðurinn var ódrepandi og að lokum uppskar hann mark. Ox var skelfilegur allan leikinn og var ekki að vinna sig inn í liðið þessum leik. Virgil og Matip góðir eftir að hafa spilað mjög illa fyrstu 10 míúturnar og hefði getað kostað okkur mörk með sofandahættinum í upphafi leiks. Ég set Salah sem minn mað þessa leiks því hann skoraði sitt 150. mark og var helst skapandi af framherjunum sem skoruðu allir.

  Aðrir á pari svona mestan hluta leiksins. Thiago sýndi muninn á alvöru heimsklassa og miðlungsmanni eftir skiptinguna við Ox. Origi var bara venjulegur Origi og svo sem ekki mikið að segja um Minamino sem var prækur þessar 3 – 4 mín sem hann var inná. Það er auðvitað ekki boðlegt að koma inná heimavöllinn eins og leikmenn komu inn í þennan leik. Það vantaði alla virðingu fyrir andstæðingnum, allan ákafa til að vinna og alla einbeitingu í sendingar og hlaup. Vonandi sér maður það aldrei aftur á Anfield.

  Það er nú þannig

  YNWA

  10
 7. Ox út Thiago inn var lykillinn af þessu ég held að Ox hafi verið að spila sinn allra versta leik. það er ekki hægt að mæta öðrum liðum og spila ekki fótbolta í c.a. 60 mín þá fer illa við vorum að spila við eitt af lakri liðum þetta er ekki flott að sjá en vá hvað Thiago kom með mikil gæði inn það breytist allt í okkar leik. koma svo TOT taka þetta olíuslys.

  YNWA.

  8
 8. Fannst þessi sigur aldrei vera í hættu..gerum margar breytingar sem eru nauðsynlegar til að halda hópnum ferskum fyrir næstu leiki…fannst við mæta mótlætinu vel með góðum skiptingum og góðum leik þegar við þurftum í leiknum..við erum að bregðast vel við í leikjum þegar það blæs á móti….Klopp er maður leiksins með róteringum og góðum skiptingum…city hefur haft svaka rönn með sér sjáum hvað setur þegar það blæs á móti þeim held þeir séu svolítið brothættir þá…

  11
 9. Ég tjá mig ekki hérna oft en ég núna vil segja eitthvað. Guð blessi Tottenham Hostpur

  14
 10. Shitty tapar heima á móti smurfs! Þetta er að opnast!!!!!

  13
 11. „God bless the Premier League for days like this!!”

  (tekið beint úr leiklýsingunni)

  8
 12. Sæl og blessuð!

  Vá vá vá þetta var alvöru leikur. Geggjað tottenham-lið og þeir gáfu sig alla í leikinn. Sjitt hvað þetta var flott.

  Einfalt verkefni fyrir höndum hjá okkur: Vinna rest.

  Þarf ekki að flækja þetta neitt!

  10
 13. Mótlætið að skríða innum lúguna hjá city….þeir eru frábærir þegar allt gengur vel en hafa oft sýnt veikleika þegar á móti blæs eiga everton í LIVERPOOL i næsta leik….ótrúlega oft sem lið tapa leik eftir rönn að annar tapleikur fylgir í kjölfarið…

  6
 14. Það voru 7 mín gefnar í uppbótartíma, en urðu að 8,5 án sérstakrar ástæðu, nema ég hafi rangt fyrir mér.
  Nú byrjar spennan félagar fyrir alvöru.

  YNWA

  4
  • Mörkin og fögnin bæta aðeins við+VAR fyrir vítið þannig að ég held að 90 auka sek sé alveg eðlilegt. En geggjað að Spurs hafi tekið þennan sigur 😀

   10
  • VAR check og mark skorað. Anthony Taylor er vonlaus dómari, en það var ekkert rangt við tímann.

   Fyrir grátkór LFC. Við erum á fullu í 4 keppnum. Rúlluðum yfir Norwhich (alveg ótrúlegt væl að halda öðru fram), spilum skemmtilegan fótbolta, fengum æðislegan leikmann í janúar fyrir næstum ekkert. Annar spútnik ungur leikmaður á leiðinni frá Fulham. Með besta stjórann. Tveir leikmanna okkar spiluðu til úrslita á AFCON og annar vann leikinn og mótið fyrir sitt lið.

   Og til að kóróna allt þá eru ManU og Everton í tómu tjóni.

   Getur fólk ekki verið ánægt? Tveir eða þrír eðal leikir í hverri viku, en nokkrar mínútur þar sem einhver stoppar til að ná andanum inná velli og tárin hrúgast upp!. Klopp gat hvílt leikmenn sem þurftu á því og við ætlum að taka fyrsta bikar tímabilsins eftir nokkra daga.

   50
   • Sæll Andri

    Frammistaða liðsins fyrstu 60 mín var ekki boðleg. Skiptingin Ox út Thiago inn breytti öllu og LFC straujaði Norwhich síðasta hálftímann. Svona gott lið eins og Liverpool á ekki að bjóða stuðningsmönnum uppá svona 60 mínútur. Það er bara svo einfalt. Það er enginn að grenja/væla/gráta útaf þessu en þetta var ekki boðlegt.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
   • Ég er algjörlega sammála þér Andri og að sama skapi ósammála þeim sem segja að framistaðan fyrstu 60 mínúturnar hafi ekki verið boðleg. Ég get alveg tekið ofan fyrir Norwich mönnum fyrir hvað þeir börðust rosalega, voru fastir fyrir án þess að vera grófir, vörðust gífurlega vel en reyndu samt að sækja líka… En maður skynjaði að líka að þeir myndu aldrei halda þetta út allan leikin eins og raun varð á.

    Og varðandi fyrri hálfleikinn þá fannst mér það meira vera óheppni og gífurlega góður varnarleikur hjá Norwich að vð vorum ekki komnir yfir frekar en léleg frammistaða hjá okkar mönnum. Mér finnst það vanta í leikskýrsluna í umfjöllun um fyrri hálfleik að Liverpool skoraði líka mark sem þó var réttilega dæmt af en þar munaði einungis nokkrum centimetrum að Henderson væri réttstæður þegar að boltin fór af honum fyrir fætur Virgils sem skoraði. Einnig lendi skot frá Keita sem fannst vera á leið í markið í Mane. Svo átti Salah skalla sem bjargað var á línu og einnig spólaði Salah sig í gegnum vörn Norwich og átti skot sem manni fannst vera að stefna neðst niður í fjærhornið en varnarmaður Norwich komst fyrir skotið og það fór í horn.

    Heilt yfir fannst mér þetta því bara mjög sterkur og góður leikur hjá okkar mönnum þar sem það tók tíma og þolinmæði að brjóta niður Norwich og menn héltu haus þrátt fyrir að fá á sig mark gegn gangi leiksins. Og einnig ber að hafa það í huga að það voru gerðar 7 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum á móti Inter. Og auðvitað er ekki vera að geta verið með svona heimsklassa leikmann eins og Thiago á bekknum og svo sannarlega gerði hann gæfumunnin þegar að hann kom inn á.

    En þetta er bara mín skoðun….

    27
   • Ég læt sannarlega bjóða mér þrettán svona óboðlegt leiki í viðbót í deildinni.

    17
   • Og Andri Ox var líka alveg frábær og ætti að byrja alla leiki hvaða bull er þetta Nor getur ekki blautan í fótbolta og margir af okkar mönnum spiluðu á þeirra leveli í 60 mín og síðan var eins og annað lið væri komið til leiks svo mikil var breytingin þegar Thiago kemur inná. Ég er oftar en ekki með jákvæð comment hér inni enda yfir mörgu að gleðjast hjá okkar frábæra liði en að segja það að liðið hafi spilað frábærlega fyrstu 60 er bara sigurvímu eftiráskrif.

    YNWA.

    2
 15. Mjög sáttur, úrslit dagsins gera það að verkum að nú er þetta í okkar höndum 🙂 en vissulega langur vegur framundan.

  6
 16. Mikið svakalega var þetta góður dagur ? Þrátt fyrir að liðið hafi verið pínulítið á hælunum þá vann það samt góðan sigur. Það er virkilega sætt. Thiago er algjörlega frábær leikmaður og þótt Óx sé í miklu uppáhaldi hjá mér þá er hann einfaldlega ekki í sama klassa. Ætli hann hafi verið að spila sinn síðasta leik fyrir liðið í dag?

  4
 17. Þessar no look sendingar hjá Thiago eru bara eitthvað annað og að hafa svona spaða til að koma inn af bekknum er yfirnáttúrulegt og eitthvað annað.

  Ox var hörmulegur,því miður og rotation leikmaður í bikarkeppnum í besta falli. Salah,eins frábær og hann er þá bara sér hann bara það eitt að skjóta á markið þegar hann kemur inn hægra meginn í teignum og sleppir of oft því að spila á menn í þessari stöðu – en ég fyrirgef honum það,því maðurinn er kominn í dýrlingatölu í þessum töluðu orðum.

  Leeds á miðvikudag og ef sá leikur gengur upp,þá er baráttan um titilinn galopin og kirsuberið ofan á daginn var sigur Spurs gegn City og sá leikur sýndi að lið með háa línu getur lent í vandræðum ef menn hafa djörfung og þor til að nýta sér það og keyra hratt upp – lið eru bara of oft hrædd við að keyra á þá.

  3
 18. ” rotation leikmaður í bikarkeppnum í besta falli” Það vantar ekki dómhörkuna. Ox hefur verið sveiflóttur í vetur en klárlega átt góða leiki inn á milli. Í sínum bestu leikjum eru klárlega gæði sem minna á hann áður en hann meiddist. Mjög mikilvægt að hafa svona leikmann til að dreyfa úr álaginu.

  11
  • Kannski en munurinn á honum og Thiago kom bersýnilega í ljós í þessum leik þegar þörf er á hröðu spili og hann er bara ekki sá leikmaður sem hann var – poppar upp annað slagið en er dragbítur þegar mótherjinn þjappar niður inni í teig.

   En það er bara mín skoðun!

   6
 19. Var á Anfield í gær í fyrsta sinn, og boy oh boy hvað þetta var geggjað. Sé að hér er skrifað við höfum verið lélegir í fyrri hálfleik en ég er ekki sammála því. Það var bara Ox sem var lélegur.
  Norwich börðust af krafti og héldu okkar mönnum niðri lengi vel.

  Gæða munurinn kom svo bersýnilega í ljós þegar líða fór á leikinn.

  Kv frá Liverpool.
  YNWA

  13

Byrjunarliðin á Anfield – Liverpool gegn Norwich

Þróun toppliðanna eftir Covid