Byrjunarliðsþráður gegn Cardiff: Keita byrjar, Elliot, Thiago og Diaz á bekk.

Eftir rétt rúman klukkutíma hefjast leikar á Anfiel gegn Velsku strákunum í Cardiff. Klopp hefur ákveðið að stilla upp ágætis blöndu af reynslu og mönnum sem vantar mínútur í dag:

Ékki oft sem maður er spenntastur að sjá sjá leikmenn sem eru á bekknum. Elliot kemst á bekk í fyrsta sinn í marga mánuði, Thiago komin aftur og svo er þarna ákveðin portúgali sem maður eru afar spenntur að sjá. Hljótum að sjá allavega tvo af þessum þrem í dag.

Hvernig er fólkið peppað svona í morgunsárið?

37 Comments

  1. Hvaða Portugali er á bekknum ?
    Ertu að meina Luiz Diaz sem er frá Columbiu ?

    2
  2. Væri frábært að sjá “Portúgalan” koma inná. Mjög spennandi kaup.

    2
  3. Liverpool fær Norwich í heimsókn í næstu umferð.bb

    2
    • Voru ekki Allison og Fabinho með landsliðinu og því bara verið að hvíla þá ?

      3
  4. Sæl og blessuð.

    Dæmigerður underdogs-blús á Anfield. Þeir eru peppaðir fyrir allan peninginn og það heyrist ekkert í okkar áhorfendum fyrir fjörugum veilsverjum. Frekar hugmyndalausir í fyrirgjöfum.

    Besta færið hjá Jota sem gerði allt 100% rétt nema skotið!

    Væri kærkomið að fá mark fyrir leikhlé.

    Miðjan mikið með boltann. Sést lítið til sóknarmanna.

    Alltaf erfitt að skora gegn 10 andstæðingum í vörn.

    1
  5. Úff hvað er betra en þynka á sunnudegi og Liverpool ekki að geta rassgat á móti varnarsinnuðu liði hmm
    deja vu hvað!

    3
  6. Skelfilega slagt og svæfandi,væri í lægi að skipta um gír.

    2
  7. Cardiff í 20 sæti í championship ..mér er sama þó vanti Salah og Mané þetta er ekki boðlegt.

    3
  8. Í fyrsta lagi á Cardiff hrós skilið fyrir góðan varnarleik. Það er mjög erfitt að verjast svona liði, sem er með fimm manna varnarlínu og þá næstu skammt frá.

    Það sem mér hefur fundist vanta hjá Liverpool er meiri hraði á vængina. Ég fylgdist sérstaklega með Minamino og get ekki sagt að hann hafi spilað illa og er klárlega leikmaður með mikil gæði. Málið er að Firmino, Jota og Minamino eru allir mjög líkir leikmenn. Teknískir og vinnusamir og mjög hraðir en ekki með þennan píluhraða sem Mane, Salah, Champerlain og vonandi Dias búa yfir.

    Það er mjög erfitt að fella einhvern dóm á spilamennskuna. Heilt yfir er enginn að spila illa en enginn neitt framúrskarandi. Það vantar einhvern brodd í spilamennskuna. Smá reiði, blóð og hörku á allt liðið til að brjóta ísinn.

    Mér finnst líka vanta að liðið spili upp á styrkleika leikmanna. T.d finnst mér Jota, Firmino og Minamino mjög góðir í stuttu spili, svona hálfgerðum reitabolta eins og sást best þegar Minamino opnaði sín megin með reitaspili.

    Aldrei þessu vant getur herslumunurinn legið á varamannabekk Liverpool. T.d er samgöngumálaráðherran, Thiago Alcantara á bekknum sem er sannkallaður snillingur í að finna lykilsendingar gegn liðum sem liggja svona aftarlega og svo höfum við glænýja Concordeþotu að nafni Luis DIaz.

    Ég er sannfærður um að Klopp sé með svarið. Liverpool kemur mjög oft með fínustu svör við því sem skal gera – eftir hálfleiksræðu frá honum.

    YNWA

    9
  9. Sælir félagar

    Afar slök frammistaða það sem af er. Keita og Firmino skárstir og Jota klúðraði dauðafæri en hefur verið afar slakur fyrir utan það. Jones klappar boltanum og klappar en Minamino veit lítið hvað hann er að gera. Eg ekkert breytist strax í seinni hálfleik væri bezt að skipta 5 leikmönnum strax útaf og yngja upp í framlínu og miðju.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • Keita og Firmino skárstir….. Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég og SigKarl séum að horfa á sama leikinn því mikill munur er oft á skoðunum okkar. Minamino miklu líflegri heldur en Firmino. Ég veit að Sigkarl skrifaði þetta í hálfleik en ég eftir leik, en ég er líka að miða þetta við fyrrihálfleik.

      1
  10. Liverpool koma alltaf ryðgaðir til leiks eftir pásur, vonandi koma þeir aðeins beittari til leiks í seinni.
    Það er allavega gott að hafa Diaz, Thiago og Elliot á bekk til að reyna að brjóta þetta eitthvað upp.

    2
  11. Sæl og blessuð.

    Loksins heyrist í heima-áhorfendum.

    Óskaplega lynkulegt hjá okkar mönnum. Himinhá langskot og alls konar æfingar sem heilla hvorki né hrífa. Smá óheppni og við hefðum misst markvörðinn af velli.

    En þetta er æfing í tvennu: 1. að losna við leikhlésþynnkuna og 2. að sækja gegn rútubíl.

    og í þeim rituðu orðum …. JOTA!!!

    1
    • Miðað við hvað hann er stuttur þá er hann ótrúlega lunkinn að smella boltunum inn með höfðinu.

  12. Allt annað í seinni heilvíti flottir Diaz og Elliot sá gutti er magnaður.

    4

Upphitun: Cardiff í bikarnum

Liverpool mætir Norwich eftir sigur á Cardiff (Skýrsla uppfærð)