Diaz er mættur á svæðið

Luis Fernando Díaz Marulanda eða Luis Diaz er mættur á svæðið og að sjálfsögðu fær hann Klopp faðmlag.
Þetta er falleg stund og er þetta líklega ekki síðasta faðmlag sem hann fær frá Klopp.

Hverjar eru þínar væntingar til Luis Diaz fyrir þetta tímabil og svo framtíðina? Verður þetta kaup sem við munum tala um eins og Salah, Mane, Firmino og Jota eða fer þetta í Benteke, Downing og R.Keane söguna?

Við erum að minnsta kosti spenntir hér á Kop.is og höfum bullandi trú á stráknum.

YNWA – Vertu velkominn strákur

7 Comments

 1. Geri ráð fyrir að Díaz hafi áður séð Klopp faðmlagið og hugsað VÁ fæ ég svona faðmlag frá meistara Klopp. Myndin segjir síðan allt, yndislegt augnablik!!!!

  YNWA

  6
 2. Varðandi kaupin á Díaz, þá þurfa held ég allir sem Klopp tekur inn að fara í gegn um ákveðið nálarauga, sem sagt, það komast ekki allir inn bara sí svona af því þeir er svo ,,góðir í fórbolta,, hausinn verður að vera rétt skrúfaður á líkama og sál. því segji ég þetta eru frábær kaup. Segji ekki beint að ég jafni þessi kaup við kaupin á Salah, sem voru margfallt óútreiknanlegri en þessi Díaz kaup, en þetta á eftir að verða eithvað stórkostlegt undir handleiðslu Klopps.

  YNWA

  3
 3. Ég er alveg að pissa í mig af spenningi, þetta verður geggjað.

  Velkominn Diaz

  4
 4. Yesss!

  Hafi janúarkaupin okkar verið djúsí steik með öllu, þá voru úrslit kvöldsins á Old Trafford: desert, kaffi og koníak!!

  10
  • Ætlað að koma hér inn með comment um ManU en þú neglir þetta allveg. Ég horfði á allan leikinn og er búinn að horfa á nokkra leiki með þessu hörmungar ManU liði. MID voru ekki góðir en það í raun segir meira en mörg orðu um það hvað ManU eru orðnir lélegir! Raknic spilaði öllu því besta og á heimavelli og þetta var niðurstaðan tap í vító þetta verður ekki betra en þetta.
   Og eitt að lokum Ronaldó vá held að hann verði fljótlega að fara pússa hilluna þar sem skórnir eiga heima á.

   YNWA.

   5

Hvernig koma liðin undan janúarglugganum?

Upphitun: Cardiff í bikarnum