Luis Díaz til Liverpool – Staðfest!

Hið mjög svo illa geymda leyndarmál að Luis Díaz sé á leiðinni til Liverpool er nú loksins staðfest á opinberu síðunni. Myndir af myndatökunni láku á samfélagsmiðla í morgun, og þetta var svo staðfest núna í hádeginu.

Hann fær skyrtunúmerið 23, sem síðast var í eigu Shaqiri nokkurs, en er mögulega best þekkt sem Carragher númerið.

Velkominn Luis!

17 Comments

 1. Sæl og blessuð.

  Hólíkrapp þetta er spennandi. Fáeinar spurningar:

  1. Er hann meiðslagjarn?
  2. Má hann spila í CL?
  3. Hversu marga ,,squad players” er þorandi að missa til að borga fyrir dílinn?
  4. Skyldu fleiri vera á leiðinni (betur geymd leyndarmál..!)

  En þvílíkt spennandi að fá þennan leikmann. Ef marka má það sem ég hef séð á youtube er þetta gaur sem á eftir að láta að sér kveða.

  5
  • Get svarað amk 1 og 2 🙂
   1. Á sínum tíma hjá Porto missti hann af samtals 6 leikjum vegna meiðsla, 2 af þeim var vegna Covid, svo ég mundi ekki segja hann meiðslagjarnan.
   2. Hann má spila í CL eftir reglubreytingu 2018 sem skipti riðlakeppninni og útsláttakeppninni í tvennt 🙂

   9
 2. Það er næstavíst að LFC ætlaði ekki endilega að versla í jan en að láta ekki Spurs taka frá okkur sumar kaupin sýnir svakalegt statement hjá klúbbnum og sýnir svart á hvítu þarna er stefna í gangi ekki kaupa bara eitthvað! Það koma margir hér inn og gaspra verðum að kaupa þetta og hitt og ætla ég bara ekki pirra mig neitt á kaupstefnu klúbbsins treysti þeim 100% fyrir þessu. Menn sem efast ættu kanski að horfa til Newcastle ekki væri ég mjög ánægður ef LFC væri að kaupa það sem þangað hefur farið í jan usss.

  YNWA.

  11
  • Það virðist ekki vera erfitt að slá Tottenham út þessa dagana á leikmannamarkaðnum þegar leikmenn í utandeildinni hafna þeim.

   2
 3. Þetta eru mjög spennandi kaup! Get ekki beðið eftir því að sjá þennan raða inn mörkum fyrir okkur.

  10
 4. Þetta eru frábærar fregnir ef Diaz nær að komast á svipað gæðastig og okkar fjórir bestu vængmenn/framherjar. Við þurfum leikmann sem er ekki beinlínis “squad player” heldur leikmann sem er alveg jafn mikill byrjunarliðs maður og Mane, Salah, Jota, Firmino.
  Ég hef alveg trú á að þessi leikmaður sé í þeim gæðaflokki en mér fanst nú Minamino vera það líka þegar hann spilaði gegn okkur í meistaradeildinni áður en hann kom til okkar í janúarglugganum og því er ég með báða fætur á jörðinni og þykist vita að þessi gaur þurfi sinn tíma til að aðlagast.

  10
 5. Hrokagyðingurinn Levy með einhverjar hótannir að kæra vinnubrögð Liverpool vegna kaupa á Diaz,vonandi stingur einhver rækilega upp í þennan hrokagikk.

 6. Einar gæti hafa hitt naglann á höfuðið varðandi mögulega breytta innkaupastefnu. Núna segir bæði Gróa og traustari heimildir að við stefnum á að kaupa Fabio Carvalho frá Fulham. Hann er fæddur í Portúgal, en spilar reyndar fyrir England.

  En hvernig sem það fer þá er frábært að Luis Diaz sé mættur.

  4
 7. Hugur minn er hjá Sadio Mané. Hvernig skyldi honum líða? Liverpool var að kaupa mann í stöðuna hans, á meðan hann er sjálfur víðsfjarri með landsliðinu sínu.

  1
  • Gæti allavega trúað Sigkarl-i væru nokkuð sama um þankagang Mane þarna í Afríkunni! :O) En hugsa að þetta sé gott spark í afturendann á Mane og heldur honum sem og mannskapnum á tánum þarna í fremstu víglínu. Vel gert hjá innkaupateyminu og góð kaup!

   3
  • Hver veit nema þessi kaup séu bara akkúrat það sem Mané þarf? Við vitum alveg hvaða gæði búa enn í honum.

   1
   • Mér hefur reyndar dottið í hug að Mané sé að kljást við hið svokallaða long-Covid. Sem hefur í för með sér þreytu, mæði og orkuleysi, og í sumum tilfellum mælanlegar breytingar á lungum. Sjálfsagt á eftir að rannsaka það ítarlega þegar frá líður, líka meðal fótboltamanna.

    3
 8. Það sem gerir þessi kaup svona extra sæt er að Daniel Levy eigandi Tottenham er brjálaður yfir þeim og virðast hafa hótað að kvarta yfir framgöngu Liverpool….. Það eru ekki neitt rosalega mörg ár síðan að maður fékk þá tilfinningu að innkaupastefna Tottenham gengi út á það að reyna að kaupa alla leikmenn sem væru orðaðir við Liverpool 😉

  6
 9. Mane var á nokkurra mánaða tímabil besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Í dag er hann bara einn af þeim betri. Frábær byrjunarliðsmaður í ógnarsterku sóknarsinnuðu Liverpool liði. Það verður ekki auðvelt að taka þetta byrjunarliðssæti af honum. Nú þegar legend í mínum huga.

  Áfram Liverpool og áfram Klopp!

  6
 10. Fabio Carvalho að koma til Liverpool fyrir 5m er sagt en mun klára tímabilið hjá Fulham.

  1

One Ping

 1. Pingback:

Breytingar á innkaupastefnu Liverpool?

Bikarleikur hjá kvennaliðinu gegn Lincoln