Gullkastið – Engin janúar bölvun í ár

Tveir sigrar í deildinni án Afríkumannanna og sæti í úrslitaleik á Wembley í ofanálag. Janúnar fór betur en margir óttuðust og m.a.s. VAR vafa atriðin féllu með okkar mönnum.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 365

21 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Takk fyrir mig. Magnaður árangur að skora 8 (3-0-2-3) og fá á sig 1 í fjarveru Afríkumanna! Úrslit í bikar og sex feit stig. Ótrúlegt hvað hægt er að ná út úr þessu liði.

    Það er auðvitað harla súrt að detta niður í þetta leikjahlé. Hefði verið betra að dreifa álaginu fremur en að taka þessa pásu og keppa svo þétt.

    2
  2. Slæmar fréttir. Mané varð fyrir hræðilegum höfuðmeiðslum en hélt áfram að spila þangað til hann neyddist til að fara út af vegna ástandsins.

    3
    • Í fréttum er talað um heilahristing. Hann er ekki „hræðileg höfuðmeiðsli” en samt slæmur til að byrja með. Fólk verður að taka því rólega og vera undir eftirliti amk. fyrsta sólarhringinn.

      3
  3. Hefðum við ekki allveg þegið eins eitt stk Adama Traoré á sterum til að styrkja hópinn í stað þess að láta Spur hafa hann fyrir 20 miljón punda? Klopp gæti auðveldlega gert hann að betri leikmanni og jafnvel besta leikmanni heims.

    YNWA

    2
    • Hann kæmist ekki í liðið, vill sjá klopp finna eitt stykki de brune leikmann

      7
    • Hann þyrfti þá að vera á helvíti góðum sterum. Því venjulegur Adama Traore, án stera, er svo ægilega dapur leikmaður.

      2
  4. Salah að tryggja Egyptalandi sigurinn í vító á móti Fílabeinströndinni sem eru nú með töluvert sterkara lið á pappír og koma þeim í 8 liða úrslit.

    1
  5. Það er eins gott að samið verði við Salah, því að ekki virðist Jurgen Klopp fá leyfi til að kaupa nýjan leikmann í Janúar glugganum. Maður les um það víða að Klopp vilji t.d. fá Fabio Carvalho, en fast er haldið um budduna.

    4
  6. Góðar fréttir frá Afcon. Salah skaut Egyptum í 8-liða úrslit!

    3
    • Þetta eru slæmar fréttir fyrir Liverpool. Við viljum fá Salah sem fyrst heim til Liverpool eða fá smá pásu frá fótbolta áður en næsta törn byrjar.
      Núna stefnir í að hann klárar ekki fyrr en 6.feb.

      3
  7. Á þessi Janúar gluggi bara að renna út og ekkert gerist annað en að Mane fái gott höfuðhökk(og spilar áfram sem er glæpsamlegt) og síðan stefnir Salah í úrslitin kannski og við fáum hann þreyttan til baka.

    Er mettnaðurinn hjá LFC sem sagt engin, ekkert að gerast nákvækmlega ekkert.

    5
  8. Metnaðarleysi þessara eigenda er ömurlegt, þeir ætla bara að treysta á að Klopp muni búa til stjörnur úr þeim unglingum sem hann hefur til taks.
    Hvað svo ?
    Margir leikmenn komnir yfir 30 og endurnýjunin er engin, ég vona svo að þessir fégráðugu nískupúkar selji félagið sem fyrst enda kominn með algjörlega nóg af þessu.

    6
  9. Já manni finnst metnaðarleysið skína í gegn og það er eins og þeir vilji gera svipað og PSG ..fá leikmenn frítt sem eru að klára samninga eða eh álíka. Talað um Dybala í þeim efnum þaes næsta sumar.
    Býst við að ekkert gerist núna útaf það er eh masterplan í sumar.
    Jú gætum séð eh nöfn þá en hvort það verði spreðað í leikmenn ekki svo viss um það.

    2
  10. Verð að kommenta á þetta meinta metnaðarleysi eiganda sem mörgum er tíðrætt um hér.
    FSG vinna eftir rekstrarmódeli sem hefur gefist þeim afar vel, jú þeir eru örugglega orðnir talsvert ríkari en þeir voru fyrir Liverpool, en Liverpool er líka orðið mikið ríkara eftir FSG.
    Klúbburinn orðinn mikið verðmætari, búið að byggja og útbúa topp æfingaaðstöðu fyrir liðið sem aðrir klúbbar öfunda okkur af. Búið að stækka og bæta Anfield, og verið að fara í aðra stækkun.

    Ég er gríðarlega stoltur af Liverpool og hvernig klúbburinn er rekinn, hef engan áhuga á einhverjum sálarlausum olíupeningum sem kaupa allt sem hugurinn girnist.
    Það er auðvitað bara mín skoðun.

    YNWA!

    8
  11. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og gott spjall. Ég vil fá Sarr eins og Maggi til að auka breiddina fram á við. Fæst örugglega fyrir ca. 20 millur og málið dautt. Ég er sammála Hafliða um framgang klúbbsins eftir FSG en það þýðir ekki að ekki megi kaupa eins og einn eða tvo leikmenn til að styrkja liðið.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  12. Er svo ekki Adama Traoré bara að fara til Barcelona en ekki Tottenham þegar allt kemur til alls? Skyldi hann skora mark oftar en í fimmtánda hverjum leik þar?

    2
  13. James Pierce að tala um það rétt áðan að Liverpool væru að leggja allt í að fá Luis Diaz frá Porto.
    Tottenham lögðu fram tilboð í hann sem hefur trúlegast rekið á eftir Liverpool.

    3

Crystal Palace 1 – 3 Liverpool

Há varnarlína Liverpool